Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 1. maí 2003 Fréttir 17 Í hann bœði við þorsk og lax. „Varðandi sjúkdóma í eldi þá er meiri hætta á smiti þegar fiski er þjappað saman heldur en í villtri nátt- úmnni.“ Nœsta spuming var til Lúðvíks. Það er alltaf ákveðin áhœtta og óvissa þeirra er fara í útgerð. Er ekki metnaður stjómmálamannanna að lágmarka óvissunafyrir þá sem starfa í greininni? Lúðvík sagði að menn hefðu svolítið staldrað við hugmyndir um stöðugleika í greininni og stöðugt rekstrarumhverfi. „Arið 1984 var þorskveiðin um 300.000 til 350.000 tonn og þá vom smábátamir að veiða 12.000 tonn. í dag er aflinn 170.000 tonn og þá em smábátarnir að taka 50.000 tonn. Hvaða stöðugleiki er þetta? Hvaða stöðugleiki er í þessari línutvöföldun? Hvaða stöðugleiki er að færa sífellt fleiri tegundir í kvóta? Um hvaða stöðugleika em menn eiginlega að tala? Svo eru menn að tala um leiguliða. Hafa menn ekki verið að leigja til sín kvóta? Hvers- konar umræða er þetta? Ég er samfærður um það að þeir aðilar, sem hér hafa tekið áhættu, gætu tekist á við hvaða fiskveiðistjómunarkerfi sem er. Það er enginn með þá hugmynd að vega að byggðinni.“ Stóru útgerðimar skuldsettastar Nœst var það Magnús Þór sem var spurður að því hvers vegna frysti- togarar og uppsjávan’eiðiskip vœru utan sóknardagakeifisins í tillögum Frjálslyndra? „Fyrir það fyrsta þá em þessi skip í eigu stórútgerðarmanna þar sem skuldimar eru mestar, fjármagns- skuldbindingar em mest í skipum, búnaði og kvótum. Við viðurkennum að þessar útgerðir þurfa að búa við stöðugleika og hafa þær óskað eftir því. Við viljum leyfa þeim að vera í þessu kerfi á meðan við erum að einbeita okkur að strandveiðiflot- anum, þetta er fyrri ástæðan. Sú síðari er að mörg þessara skipa em að veiða úr kvótum sem byggðir em á milli- ríkjasamningum. Svo virðast einsleitar veiðar ganga upp í kvótakerfi.“ Hvers vegna ívilnun fyrir línuskip? Lokaspurning til Guðjóns var: „Hvað meinar Sjálfstœðisflokkurinn með því að fara að vera með einhverjar ívilnanir fyrir línuskipin umfram það sem aðrir liafa er veiða fisk?“ Guðjón svaraði því til að línu- tvöföldunin var sett fram til að sætta menn. „Það er ljóst að þetta verður einhvers staðar tekið. Við viljum halda núverandi kerfi svo til óbreyttu. Menn sem hafa verið að ijárfesta í greininni geta ekki búið við það að handaflsaðgerðir breyti stöðu þeina. Það er sama hvaða fiskveiðistjórn- unarkerfi verður notað, það em ekki fleiri fiskar í sjónum en vonandi eykst hann.“ Einn sagði að ef tólf prósent kvóta- þak dygði ekki þeim sem eru í atvinnugreininni þá eigi þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Varðandi aflamarkskerfið þá finnst mér vera ákveðin hagrœðing í því og betri umgengni. Það er gengið betur um auðlindina þegarmenn hafa ákveðinn kvóta. Hann sagði að skip lians hafi daginn áður siglt 30 klukkustundir á milli miða til þess að ná í hagkvœmari fiskstœrð og þarmeð auka verðmœtin. „Við stoppum bátinn í viku á milli túra þar sem kvótinn er ekki nœgur, þó svo að keyptur hafi verið kvótifyrir hundruðir milljóna, “ sagði þessi. Sá síðasti sem tók til máls sagði að auðvitað vœri óvissa í sjávarútvegi. „En menn búa þó við það að fá ák\’eðna úthlutun í byrjun september og að skipuleggja sigfram í tímann. Ef það á að fara að reyta þennan kvóta af okkur skipulega, þá hverfur þessi vissa um það hvað við getum gert á ruestu árum. Eg sé ekki hvernig það á að geta gengið upp, “ sagði hann. Fréttir fengu að glugga í gögn af fundinum og er greinin unnin upp úr þeim. Svenni@eyjafrettir. is MAGNÚS og Bergey í verslun sinni sem er hin glæsilegasta. Verslunin Axel Ó flutt: A Bárustíginn eftir áratuga veru á Vestmannabrautinni í síðustu viku flutti Axel Ó verslun sína af Vestmannabraut 23 yfir í húsnæði að Bárustíg 6. Við þetta stækkar verslunin uni rúmlega helming og eins fá þau Magnús Steindórsson og Bergey Edda Eiríksdóttir, sem reka verslunina, talsvert meira pláss undir sístækkandi lager verslunarinnar. Magnús sagði í samtali við Fréttir að móttökurnar hefðu verið gríðarlega góðar þegar þau opnuðu 22. aprfl sl. „Það var í sjálfu sér engin sérstök ástæða fyrir dagsetningunni, hugmyndin var að nota páskana í það að fiytja enda rosalega stór lager sem þurfti að færa til.“ Hann sagði helstu ástæðuna fyrir flutningunum vera þann að sinna viðskiptavinum verslunarinnar betur með stærri verslun og meira vöruúrvali. „Hin verslunin var bara barn síns tíma og það var kominn tími á þetta. Við munum áfram sinna íþróttavörunum af miklum krafti og þar verður vöruúrvalið aukið en eins hef ég verið að prufa mig aðcins áfram í tískufatnaði og það er aldrei að vita hvaða stefnu það tekur hjá okkur.“ Magnús sagði ennfremur að mikill munur væri á staðsetningu verslunarinnar. „Nú erum við komin niður í miðbæ þar sem umferðin er meiri og vonandi fylgir því meiri traftík. Við erum í góðum málum vegna bflastæða en á bak við verslunina er fjöldi bflastæða sem ætluð eru versluninni.“ Axel Ó hefur mest verið með íþróttavörur frá Hummel, Nike og Adidas og skó frá Ecco Skechers Diesel ásamt fleiru. msm ADSEND GREIN Olafía Jakobsdóttir skrifar: Fjölbreytni í atvinnu lykill að bættri byggðaþróun Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð telur það mikilvægt grundvall- aratriði í hveiju vel- ferðarsam- félagi að tryggja fulla atvinnu og störf við hæfi. Jafnframt er næg og fjölbreytt atvinna, ásamt með öflugri velferðar- þjónustu, traustu menningarlífi og öruggu umhverfi, grundvöllur hverrar lífvænlegrar byggðar og forsenda farsællar byggðaþróunar. I þessum málaflokkum, sem og öðmm, er grundvallarstefna Vinstrihreyfing- arinnar-græns framboðs mjög skýr. Lögð er áhersla á sérstöðu hvers byggðarlags og sjálfbæra nýtingu auðlinda í þágu atvinnulífsins, þar sem fjölbreytni er lykilinn að blómlegu atvinnulífi. Vinstrihreyfingin- grænt fram- boð telur eflingu ferða- þjón- ustunnar mjög vænlegan kost í íslensku atvinnulífi og vaxtar- möguleika mikla. Ferðaþjón- ustan skapar tiltölulega mörg störf, þau dreifast nokkuðjafnt um landið og höfða til beggja kynja, þannig að hún er ekki skilgreind sem karla- eða kvennastörf. Sjálfbær atvinnustefna 1 sjálfbærri atvinnustefnu fara um- hverfisvemd og atvinnuuppbygging saman. Að byggja upp atvir.nu í þeim anda krefst aukins skilnings á þeim miklu tækifæmm sem felast í metnaðarfullri umhverfisvemd. Því miður líta sumir á umhverfisvemd sem dragbít á þróttmikið atvinnulíf og skilja ekki að hún er í raun uppspretta tækifæranna og auðlindabanki til framtíðar. Ferðaþjónustan er vaxtarbroddur í atvinnumálum Vinstrihreyfingin- grænt framboð telur eflingu ferðaþjónustunnar mjög vænlegan kost í íslensku atvinnulífi og vaxtarmöguleika mikla. Ferða- þjónustan skapar tiltölulega mörg störf, þau dreifast nokkuð jafnt um landið og höfða til beggja kynja, þannig að hún er ekki skilgreind sem karla- eða kvennastörf. Tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn hafa margfaldast á undanfömum ámm. Aðeins sjávarútvegurinn aflar nú meiri gjaldeyristekna en ferðaþjón- ustan, sem er þar með orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum lands- Menningartengd ferðaþjónusta Mikilvægt er að styðja vel við bakið á menningartengdri ferðaþjónustu sem er í ömm vexti víða um land og gefur menningararfur þjóðarinnar þar óteljandi sóknarfæri. Eitt af forgangsverkefnum Vinstri- grænna, ef við fáum til þess afl í komandi kosningum verður að móta framtíðarstefnu um uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem græn og menningartengd ferðaþjónusta skipar veglegan sess. Náttúruvernd á að vera viður- kennd leið til landnýtingar Undirstaða ferðaþjónustu á Islandi er og verður fjölbreytt náttúra landsins, stórbrotið landslag og hálendið með sínum óbyggðu víðernum, sem eiga sér fáa sína líka. Brýnt er að tryggja að sú ímynd sem við viljum að landið hafi í okkar eigin og annarra augum sé sannleikanum samkvæm. Þess vegna er nauðsynlegt að efla náttúm- vemd og tryggja góða umgengni um landið og sjá til þess að ferða- mennskan valdi ekki tjóni á við- kvæmri náttúm landsins. Samgöngur Góðar og greiðar samgöngur em mikilvægur þáttur við eflingu at- vinnulífs á landsbyggðinni. Hér í Suðurkjördæmi eru bættar sam- göngur til Vestmannaeyja forgangs- mál. Þar em jarðgöng milli lands og Eyja mjög áhugaverður kostur ef hægt reynist að tryggja nægilegt öryggi. Úr því fæst skorið með með rannsóknum sem tryggja þarf nægi- legt frjármagn til. Góðar samgöngur milli lands og Eyja eru hagsmuna- mál allra landsmanna en þó sér- staklega í Suðurkjördæmi með tilliti til almennrar uppbyggingar og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum. Sjálfbær þróun, öflugt atvinnulíf Öflugt atvinnulíf á að byggjast sem mest á auðlindum sem til em á við- komandi svæðum og tryggja á sem ömggastan hátt lífsgmndvöll og lífsgæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir í anda sjálfbærrar þróunar. Stefna VG í atvinnumálum er fram- tíðarstefna. Það skulum við hafa að leiðarljósi í kjörklefanum þann 10. maí nk. Höf skipar 3. sœti áframboðslista VG í Súðurkjödivmi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.