Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 1. maí 2003 Fréttir spyrja framboðin álits á samgöngumálum Eyjanna Jákvæð afstaða til jarðganga DRAUMUR Eyjamanna cr að tcngjast fastalandinu með göngum og geta ekið þennan spotta sem skilur að. Samgöngumál brenna heitt á Vestmannaeyingum og eru eitt af hitamálum kosning- anna. Fréttir kíktu á stefnu- skrár Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjáls- lyndra og í framhaldi af því voru frambjóðendur þeirra spurðir nokkurra spurninga. Svör bárust frá Framsókn, Samflykingu og Sjálfstæðis- flokki. Hjálmar Amason B: Háhraðaferja kæmi Eyjunum inn á kortið Nú hefur ferðaþjónusta í Vest- mannaeyjum átt undir luigg að sœkja, ekki síst eftir að Flugfélag íslands hœtti áœtlunarflugi til Eyja. Hvaða leið vill Framsóknatflokkurinnfara til að bœta hag ferðaþjónustunnar í Eyjum. Þarf að fara í sértœkar aðgerðir eða er vandinn jafnvel heimatilbúinn? „Af viðræðum mínum við fólk úr ferðaþjónustu má ljóst vera að Vest- mannaeyjar komast illa inn i skipulag þeirra af einni meginástæðu: Sam- göngur við Eyjar eru allt of stirðar. Fyrir vikið missa Vestmannaeyingar af þúsundum ferðamanna. Ætla má að eingöngu um 10% af þeim ferða- mönnum, sem koma í Skaftafell, komi til Eyja. Jafnframt fylgir að áhugi ferðamanna er mikill á því að skoða Eyjamar enda vissulega margt einstakt up á að bjóða þar. Ferðaþjónusta er ein al'sterkustu atvinnugreinum lands- manna. Það getur ekki staðist að Eyjar séu ekki þátttakandi í þeirri atvinnugrein sem skyldi vegna lélegra samgangna. Þar með glatast störf og gífúrleg verðmæti. Rökrétt niðurstaða er sú að leggja höfuðáherslu á að leysa þessar samgöngur." Hvernig? „Skammtímalausnir, sem grípa má strax til, eru: Leigja Shannon Alexis og láta skipið sanna sig. Það tekur 5 til 600 farþega og nægan fjölda bíla og er innan við 90 mínútur til Þorlákshafnar. Þessi lausn hreinlega opnar ferðaþjónustunni leið til Vest- mannaeyja. Með henni myndu ferðaskrifstofur taka Eyjar inn í skipulag sitt og þúsundir ferðamanna kæmu þangað. Er er ennfremur viss um að með slíkum ferðamöguleika færu íbúar höfuðborgarsvæðisins að „skreppa" helgarrúntinn til Eyja. Er þá ótalinn möguleiki Vestmanna- eyinga að geta ferðast nokkum veginn að eigin vild. I öðru lagi með því að fjölga og styrkja flug til Eyja með reglulegum ferðum til Reykjavíkur og upp á Bakka." Hvaða leið vill Framsóknarflokkurinn fara varðandi framtiðarlausn á sam- göngumálum Vestmannaeyja ? „Gera á úttekt á möguleikum við bæði ferjuaðstöðu á Bakka og göng. Taka afstöðu á grundvelli þeirra út- tekta og ráðast í þá framkvæmd sem mögulegeroghagkvæmari. Athugun þarf að liggja fyrir sem allra fyrst og verður fróðlegt að sjá athugun Ar- manns Höskuldssonar og hinna erlendu vísindamanna á jarðlögum milli lands og Eyja. Við blasir að með göngum em Eyjar orðnar raun- verulegur hluti af Suðurlandi - sem atvinnusvæði, skólasvæði, heilbrigðis- svæði o.s.frv. Jafnframt er vert að skoða vel til langtíma flug frá nýjum llugvelli á Ölfus/Selfoss svæðinu. Sjálfur er ég nokkurn veginn viss um að í fram- tíðinni, eftir 2015, muni Reykja- víkurllugvöllur hverfa undir bygg- ingasvæði. Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur gífurlega margt upp á að bjóða. Mikilvægt er að allir aðilar þar markaðssetji í sameiningu þá mögu- leika þannig að ferðamenn, erlendir sem innlendir, sjái alla þessa kosti og sæki í þá. Lúðvík Bergvinsson S: Kanna á möguleika á göngum Nú segir í stefnuskrá Samfylkingar- innar að tryggja beri sem bestan aðgang landsmanna að nútímalegri þjónustu, m.a. við gerð jarðganga þar sem við á. Geta Eyjamenn treyst því að Samfylkingin styðji jarðgangagerð ef niðurstöður rannsókna í sumar verða jákvæðar? „Það er afar sérstætt að Fréttir skuli spyrja sérstaklega um það hvort Eyja- menn geli treyst því að Samfylkingin styðji jarðgangagerð milli lands og Eyja ef niðurstöður rannsókna verða jákvæðar. Orðalag spurningarinnar er sérlega eftirtektarverð í ljósi þeirra staðreynda að nýverið skilaði hópur sjálfstæðismanna sem starfaði undir vemdarvæng samgönguráðherra, en í hópnum sátu m.a. tveir bæjarfulltrúar flokksins, skýrslu um samgöngur við Vestmannaeyjar þar sem lítil sem engin áhersla er lögð á jatðgangagerð. Ég get fullyrt að Samfylkingin og frambjóðendur flokksins í Suður- kjördæmi munu styðja heils hugar við slíka mannvirkjagerð, leiði rannsóknir í ljós að hún sé möguleg og skyn- samleg. Þá vil ég bæta því við að við munum beita okkur fyrir því að íjármagn til nauðsynlegra rannsókna verði tryggt. Það er forsenda þess að taka megi endanlegar ákvarðanir. Það er því augljóst að það er líklegra að Samfylkingin styðji vel við bakið þessari framkvæmd en aðrir flokkar." Nú hefur þú gagnrýnt harðlega skýrslu samgönguhópsins og sagðir meðal annars í rœðustól á Alþingi að skýrslan hljóði upp á að ekkert gerist í samgöngubótum til næstu fimm ára. Hvaða leið vilt þú fara í samgöngu- bótum og hvað mun Samfylkingin leggja til við Eyjamenn um sam- göngubætur? „Eins og ég hef áður sagt hafði umrædd skýrsla samgönguhóps sam- gönguráðherra ekki annan tilgang en að eyða umræðu um samgöngumál við Vestmannaeyjar fram yfir kosn- ingar. Hún átti að gefa Sjálfstæðis- flokknum frí frá umræðunni í einhvem tíma, það var megintilgangur skýrslunnar. Það er ljóst að úrbætur í sam- göngumálum við Vestmannaeyjar nú lúta að tvennu. í fyrsta lagi þarf að grípa til aðgerða strax og nýta Herjólf betur en gert er. Skipið verður að fara lleiri ferðir, svo einfalt er það. Enn fremur þarf að tryggja stöðu skipsins sem farþega- og bílaferju. Það verður því að skoða þann möguleika hvort rétt sé að fara sérsakar ferðir með vörur. Aðalatriðið er að skipið nýtist til farþega- og bílaflutninga og bjóði uppá þjónustu sem fullnægi þörfum þeirra sem ferðast milli lands og Eyja. Það er ekkert launungarmál í mínurn huga, að ef jarðgöng eru möguleg þá er það sá kostur sem ég tel að kanna eigi fyrst. Samfylkingin leggur því til að sú leið verði könnuð fyrst, þegar kemur að því fljótlega að skoða möguleika á varanlegum úrbótum í samgöngumálum." Þú spurðir formann samgöngu- nefndar á Alþingi í umrœðu um samgönguáœtlun 2003-2014 hvort menn líti svo á að siglingar, t.d. til Grímseyjar og Vestmannaeyja séu hluti af þjóðvegakerfinu og hvort gjaldtaka eigi að vera í samrœmi við það. Munt þú beita þér fyrir því að breyting verði á gjaldskrá Herjólfs? „Eftir að nýr meirihluti tók við í bæjarstjóm hefur verið gengið enn frekar eftir því að Herjólfur sé skil- greindur sem hluti af þjóðvegakerfinu. Það er minn skilningur á hlutverki ferjunnar og því hlýtur gjaldtakan að eiga að taka mið af því. Eg mun beita mér fyrir því að gjaldskráin verði lækkuð.“ Samgöngur og ferðamál eru þættir sem fléttast saman og á meðan ferðamönnumjjölgar á Islandi eins og verið hefur síðustu ár hefur þeim fækkað sem heimsækja Vestmanna- eyjar. Hvaða leiðir hafið þið til þess að lijálpa til við að siuía þessari þróun við? „Samgöngur og ferðaþjónusta er tengd órjúfanlegum böndum. í ferðaþjóustu tel ég að liggi mikil tækifæri. Það er Ijóst að leggja þarf mun meiri áherslu á það að kynna Vestmannaeyjar sem vænlegan kost. Þar þarf bærinn að koma að. Það þarf að tryggja aðstöðu fyrir ferðamenn sem koma til Eyja. Fyrir utan það sem ég hefi áður nefnt um samgöngur vil ég ráðast í verulegt átak í þcssum málum. Vestmannaeyjar eiga að geta boðið upp á flest það sem ferðamenn sækjast eftir þegar þeir heimsækja ísland eða íslendingar ferðast um landið. Við eigum að reyna að ná í stærri bita af þeirri köku.“ Er vert að skoða þann möguleika að niðurgreiðafiug til Eyja? „Það á skoða vandlega þann mögu- leika hvort mögulegt sé að greiða niður flug til Vestmannaeyja. Það tel ég að eigi að gera með því að greiða niður hlutfall af hverjum farmiða, þá er tryggt að engum verður mismunað, auk þess sem niðurgreiðslan kemur farþeganum örugglega til góða. Það er vænlegasta leiðin að mínu mati. Undir þessi sjónarmið hefur m.a. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekið.“ Guðjón Hjörleifsson D: Innanlandsflugið áfram í Reykjavík Það segir í samgönguályktun frá landsfundi ykkar nýlega að skipulag samgangna eigi að vera þannig að mögulegur ferðatími milli höfuð- borgar og þéttbýlisstaða á lands- býggðinni verði skemmri en þrír og hálfur tími. Er með því verið að segja að ástandið í samgöngumálum við Eyja sé viðunandi og að aðrir staðir njótiforgangs íbættum samgöngum? „Samgöngur við Vestmannaeyjar eru í stöðugri endurskoðun og um- ræðu. Mesta bylting í samgöngum yrði vegtenging við Vestmannaeyjar og hef ég barist hart í að setja það mál í forgang. Þetta hafa fulltrúar Sam- fylkingar í bæjarstjóm gagnrýnt og Andrés Sigmundsson setti bæjarmálin í uppnám vegna þessa. Aðrir flokkar hafa nú bakkað og verið að taka undir þessar hugmyndir og er það gott mál. Ég tryggði fjármagn í frumrannsóknir og mun halda áfram að vinna í samgöngumálum Eyjanna. I lands- fundarályktun Sjálfstæðisflokksins var sett inn ákvæði um það að tekið verði tillit til niðurstaðna samgönguhóps samgönguráðherra, því beitti ég mér fyrir.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagði einnig í ályktun að lilutverk Reykjavíkur- flugvallar sem miðstöðvar innan- landsflugs á Islandi verði tryggt. Er með þessu verið að segja að barist verði gegn borgarstjóm um að leggja flugvöllinn niður? „Ég tel mikilvægt að innanlandsflug verði áfram í gegnum Reykjavík, það er stórt byggðamál. Forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar vill hins vegar fá innanlandsflug í framtíðinni úr Reykjavík. það kæmi sér illa fyrir Vestmannaeyjar og landsbyggðina alla.“ Segjum að niðurstöður rannsókna í sumar vegna jarðganga verði já- kvœðar. Telur þú að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi styðja slíka aðgerð? „Ég mun beita mér fyrir því að ef niðurstöður frumrannsókna verða jákvæðar, að ná fjármagni til frekari rannsókna þannig að vinna við göng tefjist ekki, ég tel að Sjálfstæðis- flokkurinn muni styðja næstu skref málsins. Jarðgöng eru hin eiginlega bylling í samgöngum við Eyjar og ef fyrstu rannsóknir verða jákvæðar eigum við að fylgja því máli eftir að fullum krafti. Jarðgöng eru mesta framfaramál í sögu Vestmannaeyja og fyrir því mun ég berjast áfram." Ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sœkja undanfarið í Eyjum og virðist fátt geta breytt þeirri þróun nema aðstoð komi þar að utan frá. Jafnvel með ríkisstyrktu flugi og þá eru menn sérstaklega að líta til þess að fá Flugfélag Islands aftur inn í myndina. Telur þú það mögulegt og munt þú beita þér fyrirþví? „Eins og fram kemur í skýrslu samgönguhópsins teljum við rétt að beita okkur fyrir því að niðurgreiða flug til Eyja þegar samningar um sjúkraflug verða lausir. Ég mun beita mér fyrir því máli en við verðum að virða lög og reglur m.a. samkeppnis- lög þannig að hvorki ég né aðrir þingmenn getum handstýrt því hver myndi fljúga hér en ég mun beita mér fyrir því að flugfargjöld geti lækkað og það myndi auka íjölda ferðamanna. Mín hugmynd er að bjóða út flug til Eyja og setja þak á fargjöld." Samflokksmaður þinn, Guðmundur Hallvarðsson, sagði í ræðu á Alþingi að liann liti svo á að ferjusiglingar til Vestmannaeyja og Grímseyjar séu hluti af þjóðvegakerfinu. Ef það er almennt viðurkennt, erþá ekki eðlilegt að greiðslur fyrir afnot af þessum hluta þjóðvegarins séu í samræmi við það. Með öðrum orðum livort ekki sé eðlilegra að borgað sé fyrir bifreiðina án tillits tilfjölda farþega í henni? „I dag er ríkið að leggja tæpar 200 milljónir á ári í rekstur Herjólfs og hefur ferðatíðni aukist mikið og ferðast fólk nú einnig meira með Heijólfi og tekur með bíla, tjaldvagna ofl á milli. Fargjöld með Heijólfl em svipuð nú og áður og jafnvel ódýrari ef við skoðum verðlagsþróun. Ef valið stendur á milli þess að halda áfram að fjölga ferðum en halda óbreyttu verðlagi eða að lækka gjaldið en fá færri ferðir þá styð ég frekar fyrri kostinn. Það verður að vera á hreinu að þeir sem boða það að fella niður fargjöld eða lækka þau umtalsvert geta ekki í sama orði talað um að auka ferðir og þjónustu." svenni @ eyjafretti r. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.