Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 10
10 Fróttir Fimmtudagur 8. maí 2003 Eygló Harðardóttir, 4. maður á lista Framsóknar Umræðan um sjávarútveg veldur mér miklum áhyggjum -Hugmyndir stjórnarandstöðunnar hafa verið alveg einstaklega sundurleitar og ómarkvissar. Ellert B. Schram, núverandi Samfylkingarmaður, viðurkenndi t.d. opinberlega í gær að flokkurinn væri illa undirbúinn að ræða útfærslu sína í sjávarútvegsmálum því þeir hafi hreinlega ekki búist við að þau yrðu rædd í kosningabaráttunni EYGLÓ: Við höfum unnið mjög markvisst í þessari kusningaharáttu og komið okkar stefnumálum á framfæri um land allt. Kosningabaráttan hefur verið mjög fjörug og oft tekist harkalega á, en við höfum ætíð lagt áherslu á málefnin. Eygló Harðardóttir er í fjórða sæti ó lista Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi. „Eg er fædd í Reykjavík og elst upp hjá móður minni þar og á ýmsum öðrum stöðum á Suður- og Vestur- landi. Faðir minn og stjúpa bjuggu í Vestmannaeyjum og ég eyddi hluta af sumrunum hjá þeim. Móðir mín flytur síðan til V-Landeyja um það leyti sem ég er sextán ára og er að hefja nám í framhaldsskóla. Langt fram eftir aldri sagðist ég því alltaf vera hálfur Vestmannaeyingur, og er því loksins orðin heil aftur.“ Eygló er gift Sigurði E. Vilhelms- syni líffræðingi og eiga þau eina dóttur, Hrafnhildi Ósk, sem verður þriggja ára í sumar. Eygló fór til Svíþjóðar í háskólanám eftir stúdents- próf og lauk hún prófi í listasögu og viðskiptafræði frá Stokkhólmshá- skóla. „Eftir að heim kom vann ég við ýmis störf s.s. ráðningarfulltrúi, versl- unarstjóri og rekstrarstjóri í barnafata- verslun og síðast markaðsstjóri.“ Eygló var alltaf í einhverjum kúrs- um í háskólanum með vinnu en ákvað að hella sér út í fullt nám eftir að dóttir hennar fæddist. „Meistaranám í markaðsfræði varð fyrir valinu og tók ég helming námsins hér heima og helming sem skiptinemi í Bandaríkjunum." Þorskur á þurru landi Þorskur á þurru landi, hvemig kom það til að þið fóruð út í stofnun fyrirtœkis á þessu sviði? „Ætli megi ekki segja að ég hafi heillast algjörlega af hugmyndinni um að hægt væri að framleiða þorsk. Annað nærtækt svar er að líldegast er þetta í blóðinu. Fjölskyldan í Eyjum hefur alltaf unnið við sjávarútveg; langafi var útgerðarmaður, afi rak fiskverslun og pabbi er í fiskvinnslu, sem skýrir áhuga á fiskinum. í móðurættinni er hins vegar mikið af bændum og kennurum sem skýrir hugsanlega áhugann á eldinu og umönnun dýra.“ Hvers vegna í Eyjuin? „Af hverju ekki Vestmannaeyjar? Við sem stöndum að Þorski á þurru landi teljum Vestmannaeyjar vera einhverja hentugustu staðsetninguna sem völ er á fyrir þessa tegund Jiskeldis, þ.e.a.s. seiðaeldi.“ Svo fórstu að snúa þér að stjórn- málum og Framsóknaijlokkurinn varð fyriryalinu, hvers vegna liann? „Eg hef alltaf verið pólitísk og haft ákveðnar skoðanir á hlutunum. Sá flokkur sem best hefur samrýmst mínum lífsviðhorfum hefur verið Framsóknarflokkurinn. Ég hef oft sagt að slagorð flokksins fyrir kosn- ingarnar núna gætu verið mín eigin. Vinna - vöxtur - velferð. í þeim felst að án sterks og öflugs atvinnulífs verður enginn hagvöxtur í landinu og því ekkert fjármagn til að greiða fyrir velferðina. Þannig hef ég alltaf skynjað stefnu Framsóknarflokksins. Ég hef ekki getað sætt mig við stefnu vinstri flokkanna þar sem oft bólar á þeim hugmyndum að sterkt atvinnulíf sé einhvem veginn andstæðingur vel- ferðar. A hinn bóginn hef ég heldur ekki getað sætt mig við óhefta fijálshyggju Sjálfstæðisflokksins þar sem markaðurinn á að ráða öllu.“ Fjórða sœti í prójkjöri, ífyrsta skipti sem þú reynir fyrir þér þar, hlýturað vera sátt við árangurinn? „Ég er mjög sátt við þann árangur og þakklát því fólki sem treysti mér til að taka þetta sæti. Aðferðin við að velja á listann var mjög lýðræðisleg og baráttan fyrir kjördæmisþingið þar sem valið var á listann mjög skemmtileg. Flokkurinn er mjög virk- ur og er mikil endumýjun að verða hjá okkur. Eins er hæsta hlutfall af ungu fólki á lista hjá okkur og mjög jafnt hlutfall kynjanna." Mjög bjartsýn Hvaða vœntingar hefur þú til árang- urs í kosningunum á laugardag? „Ég er mjög bjartsýn. Skoðana- kannanir vom okkur ekkert sér- staklega hliðhollar í upphafi kosn- ingabaráttunnar, en við höfum unnið á jafnt og þétt á undanfömum vikum. Við höfum unnið mjög markvisst í þessari kosningabaráttu og komið okkar stefnumálum á framfæri urn land allt. Kosningabaráttan hel'ur verið mjög fjömg og oft tekist harkalega á, en við höfum ætíð lagt áherslu á málefnin. Það er trú mín að fólk kjósi samkvæmt sannfæringu sinni, eftir málefnum en ekki hver nær að þeyta mestri leðju eða býður upp Ilest forsætisráðherraefnin." Nú hafa sjávarútvegsmál verið mjög áberandi í baráttunni, telur þú að Framsóknarflokkurinn muni líða fyrir stuðning sinn við núverandi kerfi? „Þegar núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi var sett á fyrir tæpum tuttugu árum síðan voru nytjastofn- arnir í mjög slæmu ástandi og sjávar- útvegurinn rekinn með tapi ár eftir ár. Eitthvað varð að gera og þjóðarsátt skapaðist um þetta kerfi. Fram- sóknarflokkurinn axlaði þá ábyrgð og í dag býr Island við mikla velmegun. Mikil arðsemi er í sjávarútveginum, nytjastofnarnir em á uppleið og verðmætasköpunin í greininni hefur aldrei verið meiri. Hins vegar eru fá mannanna verk fullkomin og þess vegna höfum við bent á nokkra þætti í kerfinu sem þarf að laga. Draga þarf úr kvótaleigu t.d. með því að hækka veiðiskylduna. í Suðurkjördæmi höf- um við einnig viðrað hugmyndir um að tillit verði tekið til veiðireynslu síðustu 3 til 5 ára við úthlutun hugsan- legrar aukningar á aflaheimildum á næsta ári. í Eyjum hefur bæði verið leigður kvóti hingað og eins leigt frá okkur þannig að við erum líklega í svipuðum spomm. Hjálmar Amason og ég höfum einnig talað fyrir breytingu á kvótasetningu á keilu og löngu, með tilliti til þess að þessar tegundir eru meðafli. Við höfum einnig viljað skoða áhrif veiðarfæra á lífríkið og að niikilvægt sé að taka tillit til mismunandi hugmyndafræði og þekkingar við hafrannsóknimar og ákvörðun veiðiheimilda. Umræðan um sjávarútveginn hefur verið þess háttar að ég hef oft haft miklar áhyggjur. Hugmyndir stjómar- andstöðunnar hafa verið alveg ein- staklega sundurleitar og ómarkvissar. Ellert B. Schram, núverandi Sam- fylkingarmaður, viðurkenndi t.d. opinberlega í gær að fiokkurinn væri illa undirbúinn að ræða útfærslu sína í sjávarútvegsmálum því þeir hafi hreinlega ekki búist við að þau yrðu rædd í kosningabaráttunni." Bind vonir við rannsóknir á möguleika á göngum Önnurmál hafa einnig verið áberandi í Eyjum, t.d. atvinnu- og sam- göngumál. Framsóknarjlokkurinn hefur verið áberandi í þeirri umreeðu, hvaða vonir bindurþú við rannsóknir sem fara frarn í sumar með göng í huga? „Ég bind miklar vonir við rann- sóknimar í sumar. Ef minnsti mögu- leiki er á að hægt sé að byggja jarðgöng á milli lands og Eyja, á að vinna óhikað að því. Jarðgöngmyndu verða bylting fyrir byggðarlagið. Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir Rangár- þing og hluta Skaftafellssýslu. Skyndilega væri komin höfn á Suður- landi, sjúkrahús sem gæti þjónað svæðinu frá Þjórsá að Klaustri, fram- haldsskóli og miklu stærra atvinnu- svæði fyrir Eyjamenn og Sunn- lendinga. Við í Framsóknarflokknum höfum einmitt lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að samtengja Suðurkjördæmi sem best. Hins vegar verður líklegast ekki farið í jarðgöng fyrr en eftir 5 til 10 ár og því mjög mikilvægt að koma með lausn varðandi samgöngumál Eyja- manna í dag. Við viljum að Herjólfur verði skilgreindur sem þjóðvegur Eyjamanna og greitt verði í samræmi við það.“ Hvaða mál telur þú þau brýnustu sem snúa að Eyjamönnum ? „Atvinnu- og samgöngumál. Al- veg tvímælalaust. Tæpur helmingur Eyjamanna hefur í dag viðurværi sitt beint af sjávarútvegi og samdráttur í aflaheimildum undanfarinna ára hefur verið mjög erfiður fyrir byggðarlagið. Leita þarf leiða til að bæta úr vanköntum á núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi. Einnig er mjög mikil- vægt að auka fjölbreytnina í at- vinnulífi Eyjamanna. Það viljum við gera með því að stofna nýsköpunar- miðstöð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Vestmannaeyjum í sam- starfi við Byggðastofnun, Nýsköp- unarsjóð Atvinnulífsins, Iðntækni- stofnun, Vestmannaeyjabæ og fleiri. Fá byggðalög búa yfir jafn mikilli þekkingu á sjávarútvegi og Vest- mannaeyjar og vil ég einnig að sú þekking verði nýtt til að byggja upp öndvegissetur í rannsóknum á lifrfki hafsins. Við höfum einnig rætt um mikilvægi þess að bæta heilbrigðis- þjónustuna úti á landi og tel ég mikilvægt að styðja betur við bakið á starfsemi sjúkrahúsins." Telur þú að upphlaupið í bœjar- stjórninni nýlega muni skaða Fram- sóknarflokkinn í Eyjum? „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að betra sé að reyna að leysa málin friðsamlega og án átaka. Andrés Sigmundsson mat það svo að ekki væri grundvöllur fyrir áfram- haldandi samstarfi við Guðjón Hjörleifsson og Sjálfstæðisflokkinn. Það var hans ákvörðum. Það er trú mín og sannfæring að kjósendur kjósi út frá mati sínu á málefnum flokka og þeim frambjóðendum sem skipa listana. Ég, ásamt félögum mínum á lista Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi, vil vinna að uppbyggingu og velferð Vestmannaeyja og við óskum eftir stuðningi Eyjamanna til þeirra verka.“ ADSEND GREIN Margrét Frímannsdóttir alþingismaður skrifar: Fjölskylduvænt samfélag I síðustu sveitarstjóm- arkosning- um lagði Samfylk- ingin um land allt áherslu á fjölskyldu- vænt samfélag. Að byggja starf sveit- arfélaganna þannig upp að það skapi aðlaðandi og gefandi umhverfi fyrir Ijölskylduna. Það gerist þó ekki með fullnægjandi hætti nema um öflugt samstarf ríkis og sveitarfélaga sé að ræða og réttláta tekjuskiptingu þeirra. Það er samhljómur í málflutningi Samfylkingarfólks í sveitarstjórnum og landsmálapólitíkinni. Við leggjum áherslu á að lagfæra kjör fjölskyldufólks, ekki síst bama- Ijölskyldna sem em að koma sér þaki yfir höfuðið. Kjör þessa stóra millitekjuhóps hafa verið stórskert í tíð þessarar ríkisstjómar. Éramsóknarflokkurinn lofaði bamakortum fyrir síðustu kosningar, að draga verulega úr tekjutengdum barnabótum. Hverjar eru efndirnar? Otekjutengdar bamabætur að sjö ára aldri. Eftir það byrjar tekjutenging að Fyrst og fremst þarf framhalds- skóli að vera raunverulegt tækifæri fyrir alla. Til þess að svo megi verða þurfa nemendur að geta sótt skóla í sinni heimabyggð. Skólamir þurfa að standa undir væntingum og bjóða upp á fjölbreytt nám en um leið sérhæft nám í völdum greinum. telja við 58 þúsund krónur hjá ein- stæðu foreldri og 166 þúsund hjá fólki í sambúð! Bamabætur eru 8 milljörðum króna lægri nú en þær voru árið 1995 þegar Framsóknar- flokkurinn fór í ríkisstjórn. „Það er eðlilegt" segja fulltrúar stjómar- fiokkanna, „tekjur fólks hafa hækkað“. En var það ekki það sem þeir lofuðu, að draga úr tekju- tengingunni? Samfylkingin ætlar að draga úr tekjutengingu og mun standa við sín loforð. Samfylkingin ætlar, fái hún til þess traust ykkar, að greiða 45 þúsund krónur ótekjutengt með hveiju bami til 18 ára aldurs. Við ætlum einnig að fella niður stimpilgjöld og þinglýsingargjöld af húsnæðislánum, en sú aðgerð þýðir um 200 þúsund króna lækkun á útgjöldum við kaup á meðalstóru húsnæði. Við ætlum að fella niður virðisaukaskatt af bókum, sem dregur vemlega úr kostnaði af skóla- göngu. Við ætlum að lækka virðis- aukaskatt á matvöru um helming. Við ætlum að gera kröftugt átak í menntamálum, auka möguleika ungs fólks til framhalds- og háskólanáms í heimabyggð. Tillögur okkar fela m.a. í sér að 25% af endurgreiðslu námslána verði frádráttarbær frá skatti í 7 ár eftir að námi lýkur. Við viijum að komið verði á afkomutryggingu fyrir líf- eyrisþega og lágtekjufólk og við ætlum að veija 3 milljörðum króna til að bæta kjör þessa fólks. Við viljum gott samstarf við samtök launafólks til þess að bæta kjör lág- og millitekjuhópa. Samfylk- ingarfólk í sveitarstjómum og á Alþingi vinnur vel og náið saman. Við viljum meiri mannúð í stjóm- málin. Tækifærið er núna - kjósum nýja tíma með því að setja x við S á kjördag 10. maí. Höf. er í I. sieti ú framboðslista Samfýlkingarinnar í Suðurkjödœmi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.