Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 8. maí 2003
Kosningarnar snúast um
framtíð sj ávarby ggða
-á borð við Vestmannaeyjar -Vilji fólk snúa við hnignun undanfarinna ára þá ráðlegg ég því að kjósa Frjálslynda flokkinn á
laugardag. Ég er sjálfur reiðubúinn til að leggja mitt ítrasta af mörkum í starfi fyrir Eyjamar sem þingmaður Suðurkjördæmis
MAGNÚS ÞÓR: -Brottkastið er mikill bölvaldur og gersamlega óásættanlegt hvort heldur er
efnahagslega eða siðferðislega. Það skekkir meðal annars þá mynd sem við fáum af veiðiálagi á hverjum
tíma og setur þar með fiskveiðistjórnunina í uppnám þar sem öll gögn eru rugluð.
Magnús þór Hafsteinsson
er oddviti Frjólslynda
flokksins í Suðurkjördæmi
og varaformaður flokksins.
Hann hefurverið óberandi
í kosningabaróttunni og
miðað við skoðanakann-
anir síðustu vikna er hann
ó leiðinni ó þing. Magnús
Þór hefur lengi verið óber-
andi í sjóvarútvegsum-
ræðum, starfaði sem
fréttamaður ó ríkisútvarp-
inu og vakti mikla athygli
þegar hann birti myndir af
brottkasti um borð í
Bjarma BA. Hann var sak-
aður um að sviðsetja
myndir og fékk m.a. Arna
Mathiesen sjóvarútvegs-
róðherra dæmdan fyrir
ummæli sem hann létfalla
í viðtali við Omar Garð-
arsson í Fréttaljósi ó Fjöl-
sýn.
Ekki flokkur eins máls
Hvemigfinnst þér kosningabaráttan
hafa veríð?
„Baráttan hefur verið mjög
skemmtileg. Þetta er búinn að vera
lærdómsríkur tími þar sem ég hef
kynnst fjölmörgu frábæru fólki og
farið um allt land. Hvernig sem þetta
fer á laugardag þá get ég alltaf sagt að
þetta hafl verið dýrmæt reynsla sem
verður gott veganesti síðar á lífs-
leiðinni. Baráttan hefur líka verið
erfíð. Við erum búin að vinna mjög
mikið allt frá áramótum. Það hefur
farið mikill tími í þetta og allt er þetta
í sjálfboðavinnu á vegum flokks sem
hefur afar takmörkuð fjárráð. Svo er
því ekki að leyna að baráttan með
miklum fjarvistum hefur bitnað á
fjölskyldulífínu. Ég hef lítið verið
heima undanfarna mánuði. Það er
stærsti gallinn við kosningabaráttuna.
Konan mín, Ragnheiður Runólfs-
dóttir, á miklar þakkir skildar fyrir alla
þolinmæðina.“
Nú hefur Frjálslyndi flokkurinn oft
veríð nefiidur einnar stefim flokkur.
Eru sjávarútvegsmálin einu málin sem
þið hafið fram aðfœra?
„Nei, því fer fjarri. Farið bara og
skoðið heimasíðu okkar www.xf.is.
Þar gefur m. a. að líta stefnumál okkar
og þingmál sent flokkurinn hefur flutt.
Auk þess er mikið af greinum þar eftir
flokksmenn og þær bera þess glöggt
vitni að við erum alls ekki eins máls
flokkur. Frambjóðendur okkar eru
fjölbreyttur hópur af Itæfu fólki sem
kemur úr ýmsum áttum og með ólíkan
bakgrunn. Við drögum þó ekki dul á
að sjávarútvegsmálin eru okkur hug-
leikin því við teljum að umbætur á
þeim séu áríðandi þar sem þar fari í
raun stærsta atvinnu- og byggða-
málið.“
Sóknarkerfið
Nú voru Islendingar í sóknarketfi
áður en kvótakeifið var sett á fyrir
rúmum tuttugu árum. Þá blasti við
fjöldagjaldþrot útgerða, t.d. hér í
Eyjum. Af hverju haldið þið að
sóknardagákerfi gangi núma upp?
„Það kerfí sem menn voru í þá var
gerólíkt þeirri útfærslu sem við höfum
í huga. Þetta var svokallað skrapdaga-
kerfí sem var sett á til að hafa áhrif á
að menn fullnýttu tegundir á borð við
karfa og grálúðu með þorskveiðunum.
Þetta var ófullkomið fiskveiði-
stjórnunarkerfi og barn síns tíma. A
sínum tíma var aldrei fullreynt að fara
vel útfærða sóknarstýringaleið áður en
farið var út í kvótakerfið af fullum
krafti.
Varðandi efnahag útgerða má
kannski spyrja hvort þær séu eitthvað
mikið betur staddar í dag með
gríðarlegar skuldir og veð sem að
verulegu leyti eru tekin í óveiddum
fiskinum í sjónuni?"
Þú sagðir í viðtali við Fréttablaðið í
síðustu viku að kvótinn hefði safnast
fyrir á fœrri stöðum. Þar á meðal
nefndir þú Vestmannaeyjar sem
kvótasterkan stað. Eruð þið ekki
einmitt að bjóða það að taka af
kvótasterkum byggðum til að styrkja
þœrsem höllum fœti standa?
„Vestmannaeyjar hafa sem betur fer
náð að verja kvótastöðu sína þó það
hafí oft staðið tæpt á undafömum
árum og skapað bæði óvissu og
áhyggjur meðal íbúanna. Það er hins
vegar misskilningur að við ætlum að
taka afla af einhverjum til að færa
öðrum. í sóknarmarki leitast útgerð-
irnar sjálfkrafa við að gera út frá
höfnum sem liggja vel við gjöfulum
fiskimiðum vegna þess að tíminn er
dýrmætur. Ég hef engar áhyggjur af
því að Vestmanneyingar sem hafa á
að skipa mörgum af bestu físki-
mönnum landsins og með gjöful
fiskimið allt í kring, fari halloka í
sóknardagakerfi. Við verðum að muna
að sjávarbyggðir allt í kringum landið
byggðust upp vegna þess að það var
svo stutt frá þeim á rík fiskimið. Við
teljum að með því að endurreisa
strandveiðiflotann, afnema framsalið á
milli báta og taka upp sóknarmark þá
muni þessar byggðir ná vopnum
sínum á nýjan leik þar sem menn rói á
atvinnuskapandi atvinnutækjum þar
sem þeir eiga sjálfír allan þann fisk
sem þeir draga úr sjó og þurfa ekki að
hafa áhyggjur af kvótastöðu á hverjum
tíma.“
Brottkastið mikill bölvaldur
Frjálslyndiflokkurinn hefurgert mikið
lít á brottkast. Þar hefur þú farið
fremstur í flokki, bæði með frœgum
fréttamyndum fyrir nokkrum árum og
síðast í Silfrí Egils þarsem þú last upp
úr dagbók sjómanns þar sem fram
kemur mikið brottkast. Hvaða rök
fœrið þið fyrirþví að brottkast hœtti ef
farið verður í ykkar kerfi?
„Brottkastið er mikill bölvaldur og
gersamlega óásættanlegt hvort heldur
er efnahagslega eða siðferðislega. Það
skekkir meðal annars þá mynd sem
við fáum af veiðiálagi á hverjum tírha
og setur þar með fiskveiðistjómunina
í uppnám þar sem öll gögn eru rugluð.
Við ætlum að gera allt sem í okkar
valdi stendur til að draga úr brottkasti
og helst útrýma því. Það hefur valdið
íslenska þjóðarbúinu gríðarlegu tjóni á
undanfömum ámm. Hvatinn til
brottkasts er miklu minni í sóknar-
marki en í kvótakerfi. Sjómaður sem
þegar hefur lagt út í þann kostnað að
gera bát sinn kláran á veiðar og er
kominn út á miðin og farinn að veiða,
hirðir þann afla sem hann fær því það
er hægt að koma öllum fiski í verð.
Þetta em allt peningar, og hver hendir
peningum? Þessi sjómaður veit ekki
hvað dagurinn eða restin af túrnum á
eftir að bera í skauti sér og því hirðir
hann allan afla og kemur honurh fyrir
niðri í lest. Það er erfitt að ímynda sér
að menn fari að sortera og henda nema
kannski þá í einhverjum algerum
undantekningatilfellum þar sem menn
eru í gríðarlegu fiskiríi. Slíkt myndi
fljótlega spyijast út, tala nú ekki um ef
það færi að verða stór munur á því
hvernig fiskur kæmi upp úr bátum
sem veiða á sömu slóðum á sama
tíma. I þessu. sambandi vil ég líka
nefita að við viljum skilja ijárhagslega
á milli veiða og vinnslu þannig að sem
mest af afla til landvinnslu fari á
markað þar sem vinnslufyrirtæki í
landi geta boðið í hann. Þetta myndi
auka möguleika sjómanna og útgerða
á að koma öllum fiski í verð þar sem
landvinnsla yrði fjölbreyttari og
jafnframt sérhæfðari."
Nú sagði fonnaður Frjálslyndra í
Kastljósi fyrir skömnm að hann hafi
hent smáfiski í sóknarkeifinu fyrir
tíma kvótakeifisins þar sem þaðfékkst
svo lítið fyrir hann. Er það ekki ein-
mitt hœttan, menn fá x marga daga og
skipstjórinn vill koma með sem
verðmœtastan afla að landi á þeim
tíma?
„Fyrir tíma kvótakerfisins var við-
miðun á smáfiski 45 sentimetrar. Á
þessum árum voru'menn að henda
fiski sem var mun minni en sá fiskur
sem nokkur kemur með að landi í dag.
Verð á fiski var ákveðið af Verð-
lagsráði, verð á smáfiski niður úr öllu
valdi og ekki í neinu samræmi við það
sem hægt var að fá fyrir hann erlendis.
I dag er verð á smáfiski verulega hátt,
samanber sölur á fiskmörkuðum og
engin ástæða til að bera hann ekki að
landi fyrst búið er að veiða hann.
Skipstjórar munu ekki eyða dýrmæt-
um tíma á sjó til að veiða fisk til að
henda honum og sigla annað í von um
eitthvað betra. Við megum heldur ekki
gleyma því að miklar breytingar hafa
orðið á markaðsaðstæðum fyrir fisk
síðustu 20 ár. Meðferð afla um borð í
fiskiskipum hefur einnig tekið fram-
förum. Fiskur sem var „rusl“ árið
1980 er verðmæti í dag.“
Það er talað um mikla óvissu og
óöryggi í kringum k\’ótakeifið. Að
útgerðarmenn geti hvenœr sem er