Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. maí 2003 Fréttir 15 Vinnum bæjar- félaginu heilt -og munum halda því áfram þó aðstæður breytist -segir Guðríður Asta Halldórsdóttir sem skipar annað sæti á lista Framsóknar og óháðra og telst réttkjörin bæjarfulltrúi þó oddvitinn sé á öðru máli Félagsmálaráðuneyti úrskurðaði fyrir skömmu að Guðríður Asta Halldórsdóttir sé réttkjörinn vara- bæjarfulltrúi B-lista Framsóknar- flokksins og óháðra í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Aður hafði And- rés Sigmundsson tilnefnt Skæring Georgsson sem varamann sinn eftir að hann sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk. Guðríður Ásta er í 2. sæti listans en Skæringur í því 12. Ásta segist hafa leitað eftir áliti ráðu- neytisins þar sent hún vildi vita hver staða hennar væri sem varabæjar- fulltrúi. „Eg er mjög ánægð með niðurstöðuna, ekki eingöngu vegna þess að þetta snýr að mér heldur öllu sveitarstjómarfólki. Næsti maður á eftir aðalmanni í bæjarstjórn er sannarlega varamaður og röðun á lista skiptir máli og gildir. Þetta er í fyrsta skipti sem svona úrskurður fellur en það hefur aldrei verið látið reyna á þetta ákvæði sveitarstjómarlaga fyrr. I framhaldi af úrskurðinum sendi ég bréf til bæjarráðs þar sem ég óskaði eftir því að verða áheyrnarfulltrúi í bæjarráði fyrir Framsóknarflokk og óháða með tillögurétt og málfrelsi. Framsóknarflokkurinn sem slíkur hefur engan fulltrúa inni í bæjarráði því Andrés starfar sem einstaklingur og er ekki á vegum B- lista.“ Læt málefnin ráða Með hverjwn kemur þú til með að starfa, komirþú inn sem varamaður? „Ég kem til með að láta málefnin ráða. Framsóknarflokkurinn rauf ekki fyrrverandi samstarf, það var Andrés sem klauf sig út úr meirihlutanum. Samstafið var gott og Andrés fór í meirihlutaviðræður við Vestmanna- eyjalistann án samþykkis fulltrúa- ráðsins. Hann ræddi aldrei ónægju sína við mig, né að hann hefði áhuga á að fara í samstarf við Vestmanna- eyjalistann. I samstarfssamningi var kveðið á um, að ef til ágreinings kæmi færu tveir efstu menn úr hvorum flokki ásamt bæjarstjóra í það að leysa hann og ná sameiginlegri niðurstöðu. Á þetta reyndi aldrei. Ég er þvf ekki sátt við hvemig að slitum var staðið. Ef ég kem inn sem varabæjarfulltrúi læt ég málefnin ráða og greiði atkvæði eins og ég tel hagsmunum bæjarfélagsins best borgið. Ég vona að núverandi meirihluti beri gæfu til að halda Inga sem bæjarstjóra hann er mjög samviskusamur og góður í því embætti sem hann tók að sér. I ráðningarsamningi sem gerður var við Inga er ekkert óeðlilegt eins og nýr meirihluti hefur verið að ýja að. Svona uppákomur eru mjög dýrar fyrir bæjarfélagið, nú er lítið að gerast hjá nýja meirihlutanum og virðist eiga að geyma afgreiðslu allra mála fram yfir alþingiskosningar. “ Viss klofningur Er ekki Framsóknarflokkurinn klof- inn? „Auðvitað hefur átt sér stað viss klofningur, því er ekki að neita. Ég lít samt sem áður þannig á að aðal- og varabæjarfulltrúar, ásamt fólki í nefndum, eigi allir að vinna að sama markmiði með heill bæjarfélagsins í huga og verði að standa sig sem slíkt. Til þess vorum við kjörin í vor. Eftir þessi læti var ákveðin óvissa um það hvað tæki við. En framsóknarfólk og óháðir hittast eins og áður á laugar- dögum og við förum yfir atburði vikunnar. Einnig hittumst við, sem erum í nefndum á vegum Sjálfstæðis- flokksins, fyrir bæjarráðs- og bæjarstjórnarftindi auk þess sem við erum í net- og símasambandi og erum dugleg að miðla upplýsingum á milli. Samstaðan er góð innan raða framsóknarmanna hvort sem þeir starfa með Sjálfstæðisflokknum eða Vestmannaeyjalistanum." Ásta vill taka fram að starfsfólk Ráðhússins hafí verið mjög lipurt og útvegað gögn og veitt allar upp- lýsingar þegar eftir þeini hef'ur verið leitað. Hún segist vona að menn snúi bökum saman, vinni að uppbyggingu bæjarfélagsins og því sem skipti máli eins og atvinnu-, samgöngu- og skóla- málum. „Ég var ánægð með þær hugmyndir sem komu fram í viðtali við Baldvin Kristjánsson, skóla- meistara Framhaldsskólans um ákveðna sérhæfingu á skólanum og tel þær athyglisverðar. Allir flokkar lofuðu að byggja nýjan leikskóla fýrir bæjarstjómarkosningar og ég hef trú á að það verði gert á kjörtímabilinu. Hins vegar er Ijóst og það kom fram við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að svigrúm er ekki mikið til fram- kvæmda. Að lokum vil ég að það komi fram að kjósendur völdu mig til að starfa fyrir bæjarfélagið. Ég vil vera trú því sem ég er valin til að gera hvort sem það er í minni- eða meirihluta og kem til með að vinna heils hugar að því sem mér er treyst fyrir. Ég geri mitt besta,“ sagði Ásta. ADSENDAR GREINAR s Isólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður, skrifar: I kosningunum er valið er þitt Stundum má líkja stjóm- málum við íþróttir. Þó komumst við pólutíkusamir aldrei í hálf- kvisti við kvennalið ÍBV í hand- knattleik sem | varð Islands- meistari í handknattleik á verka- lýðsdaginn. Við getum verið stolt af stelpunum og því mikla og góða íþróttastarfi sem er hér í Vest- mannaeyjum. Iþróttastarf er for- varnarstarf og þjappar fólki saman. Til hamingu með árangurinn. Úrslitaviðureign í stjórnmálum á sér stað á laugardaginn lOmaíþegar gengið verður til kosninga á Islandi. Ég býð fram krafta mína áfram sem þriðji maður á lista Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi. Ég hef kappkostað að vinna fyrir Vest- mannaeyjar og reyndar kjördæmið í Úrslitaviðureign í stjómmálum á sér stað á laugardaginn lOmaí. Þegar gengið verður til ko.Miinga á Islandi. Ég býð fram krafta mína áfram sent þriðji ntaður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Ég hef kapp- kostað að vinna fyrir Vest- mannaeyjar og reyndar kjör- dæmið í heild og haft ánægju af. heild og haft ánægju af. Enn og aftur eru samgöngur mál málanna hér í Vestmannaeyjum. Til þess að mæta brýnni þörf strax er nauðsynlegt er að Herjólfur sigli á milli lands og Eyja einnig að nætur- lagi þegar mest álag er, t.d. vegna stærri íþróttaviðburða, þjóðhátíðar o.s.frv. Það léttir á vöruflutningum og eykur rými fyrir bíla og farþega. Herjólfur er okkar þjóðvegur, um það verður ekki deilt. Þá er nauðsynlegt að fá botn í það hvort göng milli lands og Eyja em raunhæfur mögu- leiki. Hér er ekki einungis um um hagsmunamál að ræða fyrir ykkur heldur einnig okkur sem búum í nágrenni við ykkur uppi á landi. Við verðum að hafa opin augu fyrir öllu sem getur treyst samgöngur milli lands og Eyja. Atvinnumál og samgöngumál eru samtvinnuð. Stöðugleiki er orð sem mikið er notað í dag. Stöðugleikinn þarf að vera á sem flestum sviðum. Ókyrrð hefur verið í bæjarmálum í Vest- mannaeyjum um tíma - þar þarf að komast kyrrð og ró á til þess að skapa vinnufrið. Sú ró fæst ekki með því að víkja nýráðnum bæjarstjóra eins og einhverjir hafa verið að velta fyrir sér. Stöndum vörð um Fram- sóknarflokkinn í komandi alþingis- kosningum; við viljum vinna með ykkur og fyrir ykkur. Á það má treysta. Höf erí 3. sœti á framboðslista Framsóknar íSuflurkjödœmi S Hjálmar Arnason, alþingismaður, skrifar: Vinna- Vöxtur - Velferð Ágæti Eyja- maður, nú líð- ur að lokum þessarrar kosninga- baráttu. Við munum ganga að kjörköss- unum laugar- daginn 10. maí nk. Framsóknarflokkurinn hefur alla kosningabaráttuna kappkostað að kynna sín góðu málefni enda teljum við að þau skipti kjósendur mestu máli. Þar hafa einkunnarorð okkar verið Vinna-Vöxtur-Velferð. Að gefnu tilefni langar mig að fara yfir nokkur atriði sem snerta Eyjamenn mikið og við í Fram- sóknarflokknum munurn beita okkur fyrir fáum við til þess styrk á kjördag. Herjólfur Þjóðvegur Herjólfur verði skilgreindur sem þjóðvegur - þjónusta og verð taki mið af því. Hraðskreiða ferju strax til Auka veiðiskyldu í 75-80%. Aukna áherslu á vistvænar veiðar, sbr. línuívilnun. Aukinn stuðning við fiskeldi. Auð- lindagjaldið verður nýtt til að efla nýsköpun í sjávarbyggð- unum. Úttekt á færeyska fiskveiðistjórnunarkerfmu lokið á árinu. Afnema kvótasetningu á meðafla, þ.á.m. keilu, löngu og skötusel. reynslu. Ferðum Herjólfs fjölgað varanlega og verulega. Flugsam- göngur verði bættar. Stefnt verði að jarðgöngum á milli lands og Eyja sem langtímalausn. Sjávarútvegur Auka veiðiskyldu í 75-80%. Aukna áherslu á vistvænar veiðar, sbr. línu- ívilnun. Aukinn stuðning við fiskeldi. Auðlindagjaldið verður nýtt til að efla nýsköpun í sjávarbyggðunum. Úttekt á færeyska fiskveiðistjóm- unarkerfínu lokið á árinu. Afnema kvótasetningu á meðafla, þ.á.m. keilu, löngu og skötusel. Fiskeldi Fiskeldi verður ein meginstöðu í fískvinnslu okkar. Vestmannaeyjar eiga að verða brautryðjendur í eldinu. Sókniner hafin. Nýheimar í Vestmannaeyjum Ella enn frekar rannsóknarsetur í Eyjum, útibú frá Nýsköpunarmið- stöð, Byggðastofnun og Impru. Áhættuljármagn fyrir nýsköpun í atvinnulífi. Unga fólkið og velferðin 90% lán í fyrstu íbúð. Bamakort fyrir börn til og með 16 ára. Endurgreiðsla námslána niður í 3,75%. Lækka skatt á matvæli. Afnema virðis- aukaskatt á bamaföt. Lækka tekju- skatt niður í 35,2%. Munið að merkja X við B á kjördag. VINNA - VÖXTUR-VELFERÐ Höf. er í 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Suflurkjödæmi Ingibjörg Jónsdóttir skrifar: Veljum duglegan þingmann og örugga stjóm Kosningamar nk. laugardag verða mjög spennandi og miðað við um- ræðuna upp á síðkastið snýst valið um það að fá vinstri stjóm eða halda áfram stöðugleika og hagvexti. Það er staðreynd að vinstri stjórnum fylgja skattahækkanir og verðbólga, það yrði skelfilegt. Ég hvet alla Vestmannaeyinga til að kjósa með hagsmuni Eyjanna í huga Guðjón er laus við hroka og yfirlæti og er tilbúinn að hlusta á fólk, hann er duglegur pólitíkus sem þekkir vel aðstæður í Eyjum. Atkvæði gefíð öðrum framboðum mun ekki auka vigt okkar Eyjamanna á Alþingi. og tryggja Sjálfstæðisflokkinn áfram við stjóm. Þá er mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að fá talsmann aftur inn á þing en eini Eyjamaðurinn í baráttusæti er Guðjón Hjörleifsson. Guðjón hefur unnið að málefnum Vestmannaeyja um langt skeið og enginn flokkur státar af jafn ötulum baráttumanni fyrir Eyjar. Guðjón er laus við hroka og yfirlæti og er tilbúinn að hlusta á fólk, hann er duglegur pólitíkus sem þekkir vel aðstæður í Eyjum. Atkvæði gefíð öðmm framboðum mun ekki auka vigt okkar Eyja- manna á Alþingi. Oddvitar tveggja flokka em ekki einu sinni með lögheimili í öllu kjördæminu. Kjósum okkur duglegan þingmann og tryggjum áfram ömgga landstjóm og setjum X við D á laugardaginn. Höf. efi I /. sæti á framboðslista Sjálfstæðisjlokksins íSuðurkjödcemi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.