Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Blaðsíða 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlf 2003
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
Stunda glasalyftingar og bjórbolta
Hinir ýmsu hópar hafa sett skemmtiiegan svip á þjóðhátíðina
undanfarin ármeð skrautlegum búningum. Sá hópursem verið
hefur hvað mest áberandi sfðustu misseri er Vinir Ketils bónda.
Einn þeirra er Sindri Freyr Ragnarsson og er hann Eyjamaður
vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Zindri Freyr Ragnarsson
Fæðingardagur: Þann 22. janúar á því herrans ári 81!
Fæðingarstaður: Það ku vera eyjan mín bjarta sem leikur sitt lag
svo Ijómandi fögur hún er...
Fjölskylda: Jahh, bý nú í foreldrahúsum og ég er frjáls, ég er
frjáls, frjáls eins og fuglinn, ég er frjáls og ég skemmti mér, ég er
frjáls!
Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór: Ætlaði nú að
verða bakari (ekki veit ég nú af hverju) en nú hef ég bara ákveðið
að verða frægur, ríkur og dáður. Þá kannski aðallega ríkur og
dáður!
Bifreið: Hjólbörur eða gömul fjólublá Volkswagen bjalla!
Uppáhaldsmatur: Ég borða nú eiginlega allt (nema mysing) en
svín er í sérstöku uppáhaldi. Maður er nú einu sinni það sem
maður borðar.
Versti matur: Mysingur og þess háttar óbjóður.
Uppáhaldsvefsíða: Ég er mikið inni á www.homestarrunner.com
þessa dagana, en kíki svo líka inn á www.drink.to/vkb af og til.
Bogginn klikkar svo ekki www.boggi.blogspot.com. Svo finnst mér
líka gaman að kíkja á www.thehun svona þegar mér leiðist.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: David Bowie! Ekki
spurning! Enda er ég nú meðlimur í Bowie-kór Vestmannaeyja.
Hvaða mann eða konu vildir þú helst hitta úr mannkyns-
sögunni: Það eru reyndar þrír menn sem ég myndi vilja hitta og
ein kona. Væri til í að chilla á ströndinni með Jesú, henda mér í
paintball með Adolf Hitler (eða Dolli Hit eins og ég kýs að kalla
hann) og skella mér á línuskauta með Stephen Hawkins. Svo
væri ekki amalegt að eyða eins og einni kvöldstund með Jennu
Jameson.
Aðaláhugamál: Bútasaumur, hollenskar klossasmíðar, sofa, hitt
kynið, úlfurinn, bjórdrykkja í góðra vina hópi, söngur og leiklist.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þeir eru nú ansi
margir. En Frakkland þykir mér mjög fagurt land, svo og sveitir
Þýskalands. Svo skilst mér að það sé mjög fagurt að horfa yfir
Vestmannaeyjar ofan af Heimakletti, kannski að maður ætti að
fara að tékka á því?
Uppáhaldsíþróttamaður og íþróttafélag: í den var það Eric
Cantona og Man. United, en í dag verð ég að segja að VKB, KFS
og ÍBV eigi hug minn allan. Reyndar fylgist ég lítið með íþróttum,
nema þá liði VKB í bjórboltanum!
Stundarðu einhverjar íþróttir: Glasalyftingar og bjórbolta.
Ertu hjátrúarfullur: Jamm, það er ég svo sannarlega. Ég banka
á við þegar ég er búinn að segja eitthvað slæmt og alls konar
þannig dótarí.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Það eru aðallega gamanþættir og
góðar bíómyndir. Titus finnst mér mjög fyndinn svo er ég með
eitthvað David Lynch æði núna og er að horfa á öll hans verk
þessa stundina.
Besta kvikmynd sem þú hefur séð: Pulp Fiction og
Sindri Freyr Ragnarsson
er Eyjamaður vikunnar.
Eraserhead.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Syngja í sturtu og
skralla vel yfir mig, þá sérstaklega á þjóðhátíð.
Hvers vegna nafnið, Vinir Ketils bónda? Það er til heiðurs
föllnum félaga sem við fundum við illan leik hér forðum daga. Var
hann stuðbolti mikill, en ansi blautur. Okkurfannst svona við hæfi
að minnast hans á þennan hátt. Hægt er að lesa sögu félagsins
í þjóðhátíðarblaði 2002 minnir mig eða á heimasíðu okkar
www.drink.to/vkb.
Hvað hafið þið lengi komið saman í búningum? Þetta er, ef
minnið svíkur mig ekki, sjötta árið okkar.
Hvaða búningur er eftirminnilegastur? Jahh, ætli það séu ekki
tveir búningar sem fá vinninginn. Það eru náttúrulega bónda-
búningarnir alræmdu. I þeim komum við, sáum og sigruðum í
keppninni árið 1999. Svo var það búningurinn árið eftir sem var
soldið svona jahh, óhentugur. Það var Hróa hattar búningur og
vorum við allir í grænum sokkabuxum þá þjóðhátíð. Það var köld
þjóðhátíð.
Eitthvað að lokum? Lengi lifi VKB. Ef þið hittið Helga forseta þá
endilega bjóðið honum í glas, þetta er öðlings peyi. Einnig eru allir
velkomnir í nýja tjaldið okkar.
l wmm
__________..
flcZr* ?' /
MATGÆÐINGUR VIKUNNAR
Spænskir réttir
Ég vil byrja ú því að þakka honwn Jóni Högna fyrir
áskorimiria. Ég liefnú lúmskan grwi wn aö íþesswn
svokallaða matar- og vínklúbbi þeirra Kristleifs sé nú
drukkið meira af víni en borðað er af mat! En nóg wn
það, Jón skoraði á rnig að konia meðferskar hugmyndir
frá Spáni og réttimir sem ég œtla að bjóða upp á eru
einmitt allir œttaðirfrá Spáni.
Fideua
3-4 msk. ólífuolía
250 gr risarœkjur eða humar
250 gr rœkjur
salt
250 gr skötuselur skorinn í bita
1 '/2 tsk. paprikuduft
225 gr tómatar saxaðir
1 lítri fisksoð
3-4 hvítlauksgeirar
2 msk. söxuðfersk steinselja
6-8 sajfranþrœðir, fínnuddir
250 gr spagettí
sítrónubátar og steinselja til skrauts
Hitið ólffuolíu á stórri paellu pönnu eða unnarri stórri
steikarpönnu. Steikið skelfiskinn í 3-4 mín og saltið.
Takið af og setjið ískál. Steikið nœst skötuselinn í
nokkrar mínútur. Takið upp úr og geymið með
skelfiskinum. Bœtið meiri olíu á pönnuna efmeð þatf.
Hrœrið paprikuduftinu út t', bwtið támötunum á pönmtna,
heliið svo soðinu og bœtið hvítlauknum, sajfran og
steinselju út í, sjóðið í 2 mín. Svo er spaghettíinu bœtt út í
og það soðið þar til það er orðið meyrt og hefur tekið í
sig megnið afsoðinu. Fiskinum bœtt út í og hann hitaður
upp í um 3-4 mín. Skreytið með sítrónugeirum og
steinselju.
Spænsk Tortilla
3 stórar skrallaðar kartöflur
3 msk. ólífuoiía
I laukurfínltakkaður
salt og pipar
3egg
Kartöflumar skoniar t sneiðar og laukurinn hakkaður í
Þórey Friðbjarnardóttir
matvinnsluvél. Dálítið af köidtt vatni sett ípott ásamt
salti og kartöflumar soðnar í ttm 5 mín. Olía hituð á
pönnu og laukurinn steiktur, síðan er katlöflunum bætt út
í, kryddað með salti og pipar. Eggin slegin saman í skál
og krydduð með salti og pipar. Lœkkið örlítið undir
pönnttnni og bœtið eggjunum út í. Steikt í um 5 mtn þar
til tortillan er gullinbrún.
Spænskt sveitabrauð
225 gr. hveiti
2 tsk. salt, helst gróft
3 tsk. þurrger
olía til penslunar
maísmjöl eða hveiti til að sáldra yfir
grœnar ólífur, skomar í bita (má sleppa)
Setjið hveitið og saltið í stóra skál, hrærið gerinu saman
við og gerið dœld í miðjuna. Hellið 13Adl afylvoigu
vatni í dœldina og lirærið deigið með trésleif. Síðan er
deigið hnoðað á borði í 10-15 mín þar til það er nokkttð
teygjanlegt. Það er stðan látið hefa sig í um 2 Vi klst í
olíuborinni skál. Eftirþað er bútin til rúlla sem er lögð á
bökunarplötu með samskeytin niður. Skerið u.þ.b. 3
þverskurði í deigið. Penslið með vatni. Ofiiinn hitaður í
230 C og pottur með vatni settur í ojhbotninn. Bakað í 5
mín. Takið vatnspottinn úr ofiúnum og bakið brauðið
áfram í 20 mín.
Mig kingar næst að skora á vinkonu ntína, hana Símoníu Helgadóttur, sent næsta matgæóing. Hún ltefur
boðið mér í ntargar dýrindis máltíðirnar.
Göngustígur í dalinn
I vikunni var malbikaður göngustígur inn í Herjólfsdal. Er þetta mikið
framfaraskref og öryggisatriði en einnig hefur ljósastaurum verið komið upp
meðfram göngustígnum. Er fólk hvatt til þess að nota stíginn um helgina. A
myndinni em krakkar úr Vinnuskólanum sem sannarlega kunna að meta stíginn
góða.
á döfinni
31. Húkkaraballið.
Ágúst
1.-3. Þjóðhátíð Vestmannaeyja
8. 2. deild karla KF5 ■ ÍR kl. 19.00 á Helgafellsvelli
9. Landsbankadeild karla ÍBV ■ Grindavík kl. 14.00 á Hásteinsvelli
23. Landsbankadeild kvenna ÍBV - Þór/KA/KS kl. 14.00 á Hásteini
23. 2. deild karla KFS ■ Völsungur kl. 16.00 á Helgafellsvelli
30. Landsbankadeild karla ÍBV ■ Þróttur R. kl. 14.00 á Hásteinsvelli