Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Side 17
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003 17 Mótið til fyrirmyndar að mati Páls Ketílssonar, sem stjórnaði útsendingum Sýnar: Engu líkt að standa á 15. teig í góðu veðri -sagði hann og telur hann völlinn ekki eiga sinn líka hér á landi Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta og fréttamaður Sýnar, liefur fylgst með golfíþróttinni nokkuð náið undanfarin ár og á íslandsmótinu sá hann um útsendingar Sýnar. Fyrstu tvo dagana voru sýndir klukkulíma þættir en seinni tvo voru beinar útsendingar og voru sýndar myndir í um 10 klukku- stundir frá rnótinu. Páll sagði í samtali við Fréttir að Islandsmótið hefði verið mjög vel heppnað í ár. „Það var mjög vel að þessu staðið hjá Eyjamönnum, öll undirbúningsvinna vár til fyrir- myndar svo ekki sé talað um völlinn. Veðrið hjálpar líka gríðarlega í svona mótahaldi, ef veðrið er gott þá verður allt svo miklu auðveldara. Fyrir mig var t.d. mun auðveldara að standa fyrir beinum útsendingum frá Eyjum í sól og blíðu. Veðrið setti einfaldlega punktinn yfir i-ið á annars mjög glæsilegu móti,“ sagði Páll. Hann var mjög ánægður með samstarfið við GV, það hafi verið til fyrirmyndar. „Þegar útsendingar eru svona viðamiklar er ávallt mikið umstang. Samvinna okkar og Eyja- manna var mjög góð og brugðist við öllum okkar óskum fyrirvaralaust. Þetta var auðvitað mikið mál, tíu myndavélar og tuttugu manns þannig að allt varð að ganga upp. Svona útsendingar hafa líka mikið gildi fyrir GV og ég man eftir því að eftir íslandsmótið í Hafnarfirði eitt árið var gríðarleg aðsókn á golfvöllinn hjá þeim. Völlurinn í Eyjum er gríðarlega skemmtilegur og eins og hann er í dag á hann sér enga líka hér á landi. Auk þess hef ég spilað á um 100 völlum erlendis og segi það að það er engu líkt að standa á 15. teig í góðu veðri.“ Var það eitthvað sem kom þér á óvart í mótinu? „Ef það var eitthvað þá var það helst spilamennska okkar bestu kylfmga, hún var ekki nógu góð. Völlurinn var auðvitað mjög erfiður en það var ekki eins mikil spenna á síðustu holunum og undanfarin ár en á móti kemur að aðstæður hafa líklega aldrei verið betri en í ár.“ PÁLL, bar hitann og þungann af útsendingum Sýnar sem voru mjög viðamiklar. Um leið eru þær góð auglýsing fyrir völlinn og GV. SKORKORTIN yfirfarin. Ragnhildur, Nína Björk og Ólöf María yfirfara skorkortin í þjóðhátíðartjaldinu hjá Herði Óskars. Á eftir var boðið upp á lunda. FRIÐRIK Már fékk kúluna sem Birgir Leifur notaði síðasta daginn. Birgir Leifur gerði betur og áritaði kúluna sem er þar með orðin safngripur. MEISTARAR heilsast. Ragnhildur fékk heillaóskir frá Jakobínu Guð- laugsdóttur GV sem hefur oftar en einu sinni hampað íslands- meistaratitlinum. BIRGIR Leifur getur státað af fallegasta kylfuberanum, en í því hlutverki var Elísabet unnusta hans. Stefndi á topp 10 Örlygur Helgi Grímsson úr GV Örlygur Helgi Grímsson er einn ungra kylfinga sem hafa verið að koma upp hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja undanfarin ár. Náði hann sínum besta árangri í Islandsmótinu um hclgina, 7. til 8. sæti. Hann sagði í samtali við Fréttir að stcfnan hafi verið sett á topp tíu. „Eg átti kannski ekki beint von á því að enda á topp tíu en stefnan var sett þangað og ég vonaðist auðvitað eftir því,“ sagði Ölli. Nú varstu jafn Júlíusi Hallgríms- syni sem hefur lengi verið sá besti í Eyjum. Ertu að ógna veldi lians? „Nei ég mundi ekki segja það, Júlli á mikið inni ennþá. Mér fannst hann vera að spila undir gctu um helgina. Hann hefur verið að breyta sveiflunni og ég held einfaldlega að hann sé ekki búinn að ná fullkomlegu valdi á henni." Svo ertu starfsmaður vallarins og varst íþvíað undirbúa liaiin fyrir mótið, hafðirðu ekki forskot á aðra keppendtir þar sem þú vissir um gildrurnar?, Jú, eitthvað forskot hafði ég. Annars var vellinum breytt svo mikið að við heimamennirnir vorum eiginlega ekki á heimavelli, þetta var alveg nýtt fyrir okkur. Flatirnar voru líka mjög hraðar enda liafa þær aldrci áður verið svona snöggslegnar. En auðvitað vissi ég hvernig væri best að haga spilamennskunni." Hvernig var svo hljóðið í kylfingum eftir inótið? „Það voru auðvitað allir á cinu máli með völlinn, hann var einstakur og veðrið var meiriháttar. Þeir sem voru að spila vel voru mjög sáttir en hinum sem gekk verr voru ekki eins sáttir með breytinguna en svona á þetta að vera í þessum mótum, krefjandi og skemmtilegt" Hvað sagði meistarinn um völlinn í Eyjum? Birgir Leifur Haíþórsson: „Undanfarin ár hef ég leikið víða í heiminum og völlurinn hérna í Eyjum er síst lakari en þeir sem maður hefur verið að spila á. Þar er um að ræða atvinnumannamót þannig að þar er úr meiri peningum að moða cn á áhugamannamótum. Vallarstarfsmenn, með Alla í fararbroddi, hafa greinilega lagt mikið á sig til að gera völlinn að því sem hann er í dag. Breytingarnar voru líka góðar, að þrengja brautirnar gerði meiri kriifur til kylfinga og röffið var erfitt þannig að rnaður varð að vera bcinn. En aðstæður voru glæsilegar og mótið eftirminnilegt fyrir vikið.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.