Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Side 19
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003 19 Knattspyrna, Landsbankadeild karla: IBV 2 - Valur 1 Mikilvæs stis í heppnissisri Eyjamenn tóku á móti Valsmönnum í síðustu viku en bæði lið sárvantaði stig enda stutt í fallbaráttuna. Fyrri leikur liðanna endaði með þriggja marka sigri Valsmanna, 4 - I og því áttu Eyjamenn harma að hefna. Eftir jafnan og spennandi leik var það einmitt IBV sem stóð uppi sem sigurvegari og lokatölur 2-1. Leikurinn byrjaði íjörlega og eftir sjö mínútna leik höfðu liðin skorað sitt markið hvort. Gunnar Heiðar Þor- valdsson skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu eftir góðan undir- búning Atla Jóhannssonar og Stein- gríms Jóhannessonar en tveimur mínútum síðar skoraði Tom Betts í eigið mark og jafnaði þar með leikinn. Eyjamenn voru svo aðeins sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og besta færið fékk Steingrímur þegar hann fylgdi á eftir skoti Gunnars Heiðars en rétt missti af boltanum sem rúllaði meðfram marklínunni og aftur fyrir endamörk. í síðari hálfleik vonr það hins vegar Valsmenn sem voru sterkari en sköp- uðu sér fá færi. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fengu Eyjamenn hins vegar færi á að sækja og Ingi INGI Sigurðsson kom inn á í leiknum og halaði inn þrjú mikilvæg stig með marki sínu. Var þetta 200. leikur hans fyrir IBV í efstu deild. Sigurðsson, sem hafði komið inn á um miðjan fyrri hállleik, negldi boltanum fram völlinn. Valsmenn náðu að hreinsa fram að miðjum eigin vallar- helming en þar var Ingi aftur mættur og sendi háan bolta inn í teig Valsmanna. Boltinn skoppaði svo í vítateignum og þaðan í netið, ótrúlegt mark hjá Inga, sem fagnaði innilega. Þetta reyndist sigurmark leiksins en Valsmenn voru mjög aðgangsharðir við mark IBV undir lokin, áttu m.a. sláarskot en inn vildi boltinn ekki og því fengu Eyjamenn þau dýrmætu stig sem í boði voru. ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Tom Betts, Einar Hlöðver Sigurðsson, Unnar Hólm Ólafsson, Atli Jóhanns- son, Andri Ólafsson, Bjamólfur Lárusson, Bjami Geir Viðarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Stein- grímur Jóhannesson. Varamenn: Igor Bjami Kostic, Hjalti Jónsson, Bjami Rúnar Einarsson (kom inn á 85. mín), Pétur Runólfsson (kom inn á 90. mín), Ingi Sigurðsson (kom inn á 35. mín). Mörk IBV: Gunnar Heiðar Þor- valdsson og Ingi Sigurðsson. Knaitspyrna, 2. deild: KFS 2 - KS 2 Sanngjörn úrslit í jöfnum leik Á laugardag tóku KFS-menn á móti Siglfirðingum en KS er í efri hluta deildarinnar á meðan KFS er í neðri hlutanum. Það var hins vegar ekki að sjá hvort liðið væri í efri hlutanum því lengst af var jafnræði með þeim. Niðurstaðan úr leiknum varð jafntefli, nokkuð sem hvomgt liðið sætti sig við en líklega sanngjöm úrslit. Leikurinn fór reyndar ekki vel af stað fyrir KFS því gestimir vom beitt- ari framan af. Leikmenn KFS gáfu hins vegar fá færi á sér og Einar Gíslason, markvörður liðsins, greip ágætlega inn í þegar á þurfti. En undir Iok fyrri hálfleiks fengu gestimir auka- spymu á silfurfati rétt fyrir framan vítateigKFS. Úr aukaspymunni skor- uðu þeir en boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og Einar átti ekki möguleika á að vetja. Þrátt fyrir að vera undir í hálfleik gáfust leikmenn KFS alls ekki upp og í fyrri hluta síðari hálfleiks sóttu heimamenn mun meira. Þeir upp- skám líka eftir því þegar Sigurður Ingi Vilhjálmsson skallaði inn af stuttu færi eftir ágæta sókn. Eftir þetta dró aðeins úr sóknarkrafti KFS og gestimir gengu á lagið. Þegar rétt rúmlega fimmtán MYNDARLEGASTA vegg 2. deildar er að finna í KFS. mínútur voru til leiksloka f'engu dómur mjög strangur. Gestirnir jafnaði metin skömmu fyrir leikslok Siglfirðingar dæmt víti og þótti sá skomðu úr vítinu en Sindri Viðarsson og niðurstaðan því 2-2. L Markat. s 1. Fylkir 12 19:9 23 2. KR 11 15:13 20 3. Grindavík 11 17:17 19 4. Þróttur II 19:16 18 5. ÍBV 12 18:19 16 6.FH 11 17:17 15 7. KA 11 18:17 14 8. ÍA 11 14:13 14 9. Valur 11 14:19 12 10. Fram 11 14:25 8 í .andshankadeild kvenna L Markat. s l.KR 10 46:8 26 2. Breiðablik 9 30:18 21 3. Valur 9 31:12 20 4. ÍBV 9 34:10 19 5. Stjaman 9 11:19 7 6. Þór/KA/KS 9 6:26 6 7.FH 10 9:37 6 8. Þrótt/Hauk 9 7:44 3 Knattspyrna, Landsbankadeild karla: Fylkir 3 - ÍBV 0 Árbæjargrýlan lifir enn Hjalti Jóh: Maðurvill sem minnst segja eftir svona leiki. Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks, ákveðnari en við og þeir uppskáru eftir því. ÍBV lék gegn Fylki á þriðjudag og fór eins margir halda fram, að Eyja- mönnum gangi illa í síðasta leik fyrir þjóðhátíð. Það hefur í það minnsta verið reynslan undanfarin ár. Undan- tekningin er þegar ÍBV vann Keflavík, á útivelli í síðasta leik fyrir þjóðhátíð árið 2000 en tapaði næstu tvö ár fyrir Fram á heimavelli. Hins vegar hefur IBV gengið illa með Fylkismenn síðan Árbæingar komust í efstu deild og aðeins einu sinni unnið þar. Á þriðjudaginn varð engin breyting á því, Eyjamenn steinlágu 3 - 0 og em því aftur komnir í neðri hluta deildarinnar. Hjalti Jóhannesson sagði í samtali við Fréttir að um leikinn væri ekki mikið að segja. „Maður vill sem minnst segja eftir svona leiki. Fylkis- menn mættu ákveðnir til leiks, ákveðnari en við og þeir uppskám eftir því. Við vomm líka ekki að spila eins og við ætluðum okkur og því fór sem fór. Þetta reyndar fór ágætlega af stað hjá okkur og eftir að þeir komust í 1-0 fengum við færi til að jafna en nýttum þau ekki. Fylkisvöllurinn hefur alltaf verið okkur erfiður en ég vil þakka Eyjamönnum fyrir stuðn- inginn sem við fengum í Árbænum en við vorum hvattir áfram þótt við væmm tveimur mörkum undir.“ ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Unnar Hólm Ólafsson, Tiyggvi Bjarnason, Tom Betts, Hjalti Jóhannesson, Atli Jó- hannsson, Anclri Ólafsson, Bjamóljur Lárusson, Bjarni Geir Viðarsson, Gunnar Heiðar Þon’aldsson, Stein- grímur Jóhannesson. Varamenn: Igor Kostic, Ingi Sigurðs- son, Ian Jeffs, Pétur Runólfsson, Bjami Rúnar Einarsson. Þrír í úrtökumót Á hverju ári heldur KSÍ úrtökumót fyrir unga og efnilega knattspymu- menn á Laugarvatni. Þar koma saman um 60 knattspyrnumenn og em þeir gjaldgengir sem em á yngra ári í þriðja flokki. Fyrirkomulag úrtökumótsins er þannig að leik- mönnunum er skipt í fjóra hópa sem svo leika gegn hver öðmm ásamt því að stunda æfingar. Sam- hliða þessu fer fram hæfileikamótun ungra dómara og sjá þeir m.a. um dómgæslu í rnótinu. Frá ÍBV fara þrír leikmenn, þeir Frans Friðriksson, Hafþór Jónsson og Ellert S. Pálsson en úrtökumótið stendur yfir dagana 8. til 10. ágúst. Esther og Kári í landslið Esther Óskarsdóttir var á dögunum valin til þess að æfa með U-16 ára landsliði íslands en Esther er fimmtán ára gömul. Alls mættu 32 leikmenn til leiks en æfingamar fóm fram um helgina og var æft tvisvar á dag. Þá var Kári Kristjánsson einnig valinn í landslið skipað leik- mönnum fæddum 1984 og síðar. íslenska liðið kemur til með að leika í lokakeppni EM dagana 7-18 ágúst og fer keppnin fram í Slóvakíu. Pása í íþróttunum Vegna verslunamiannahelgarinnar kemur rúmlega vikuhlé á íþróttalífi íslendinga. Kvennalið ÍBV leikur næst gegn Breiðabliki á útivelli 13. ágúst og svo er bikarúrslitaleikurinn þann 17. Karlaliðið lcikur næst laugar- daginn 9. ágúst þegar Grindvík- ingar koma í heimsókn en KFS á næst leik föstudaginn 8. ágúst þegar liðið tekur á móti ÍR. Leikir yngri flokkanna stoppa líka í um vikutíma fyrir og eftir þjóðhátíð en í næstu viku verður aðeins einn leikur, hjá íjórða flokki kvenna. Margrét 03 Karítas í byrjunarliðinu íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tekur nú þátt í Ól- ympíuleikum æskunnar sem fara fram í París. Fyrsti leikur liðsins var á mánudaginn en þá lék liðið gegn írskum jafnöldrum sínum. Leiknum lyktaði með eins marks tapi íslands 0-1 en bæði Margrét Lára Viðarsdóttir og Karítas Þórar- insdóttir vom í byrjunarliði íslands. Island átti svo að leika gegn Dönum á þriðjudag en úrslit vom ekki kunn. Framundan Miðvikudagur 6. ágúst Kl. 17.00 ÍBV-Valur4.fl. kv. AB.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.