Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Blaðsíða 1
HERJOLFUR Frá Frá Vettm.cyjum Þorl.höfn Daglega 8.15 12.00 Aukaferðir: Alla daga nema þri., mið. og laug. 16.00 19.30 HERJÓLFUR /mnrffiírurrfar JIMMV Upplýsingasfmi: 481-2800 • www.herjolfur.is 30. árg. / 40. tbl. / Vestmannaeyjum 2. óktóber 2003 / Verð kr. 180 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is Heimir þjálfari seinni um- ferðarinnar Olga, íris og Karen í úrvalsliði Hestar í óleyfi í síðustu viku birtist auglýsing í Fréttum frá Landnytjanefnd þar sem áréttað var að öll beit við vegkanta í Vestmannaeyjum sé bönnuð nema með skriflegu samþykki bæjaryfirvalda. Þrátt fyrir þessi skýru orð sáust tveir hestar á beit við vegkant upp við Helgafell. Sæmundur Ingvarsson, for- maður Landnytjanefndar, sagði í samtali við Fréttir að eigandi hestanna hafi ekki fengið leyfi frá bæjaryfirvöldum. „Ég er búinn að ræða við hlutaðeigandi og hann er að fara í að fjarlæga skepn- umar.“ Aðspurður hvort einhver viður- lög væru við slíku broti sagði hann það ekki vera nema um margítrekuð brot væri að ræða og þá væri helst beitt sviptingu búfjárleyfis. Fær silfurskóinn I síðasta tölublaði Frétta var rang- lega sagt frá því hverjir myndu fá viðurkenningar fyrir marka- skorun á íslandsmótinu en hið rétta er að Margrét Lára Viðars- dóttir og Gunnar Heiðar Þor- valdsson fá bronsskóinn en Olga Færseth fær silfurskóinn. Loka- hóf KSÍ er á laugardag. YFIR 160 manns mættu í kólesterol- og blóðþrýstingsmælingu í Alþýðuhúsinu á sunnudaginn. Bls. I gær voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 til 18 í Lands- bankadeild karla og 8 til 14 í Landsbankadeild kvenna. Heimir Hallgrímsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var valinn þjálf- ari seinni umferðarinnar enda var frammistaða IBV nánast óað- finnanleg í síðustu sjö leikjunum ef frá er talinn útileikurinn gegn Stjömunni. Þá voru Olga Færseth, Iris Sæmundsdóttir og Karen Burke allar valdar í úrvalslið seinni um- ferðarinnar en sú síðastnefnda var einnig í liði fyrri umferðar. Hjá körlunum komst enginn í ÍBV á listann en Gunnar Sig- urðsson, Eyjamaður og mark- vörður Fram var valinn í úrvals- liðið. Allt bendir til að Heimir verði áfram með liðið næsta sumar. S / Atta sagt upp í bræðslu Isfélagsins: Formaður Drífanda þungorður: Vinnubrögð sem leysa engan vanda -Liður í endurskipulagningu - Verður fljótlega boðið starf á ný, segja ísfélagsmenn A þriðjudag var átta starfsmönnum í bræðslu ísfélagsins sagt upp ráðningarsamningi og jafnframt var sagt upp samkomulagi um fasta yfirvinnu, vinnufyrirkomulag og vinnutímastyttingu. Astæða upp- sagnarinnar er sögð vera endur- skipulagning innan félagsins en starfsmennirnir eru félagar í Dríf- Stór vinningur kom á Lottómiða á Kletti í sumar. Vinningsupphæðin var 6.600.450,- og eftir því sem næst verður komist óskaði vinn- ingshafmn nafnleyndar. Ymsar sögusagnir eru á kreiki um anda stéttarfélagi. Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, staðfesti þetta í samtali við Fréttir. „Astæðan er endurskipulagning innan fyrir- tækisins og teljum við nauðsynlegt að skilgreina betur störf og vinnu- tíma starfsmanna með gerð nýs ráðningarsamnings. Stefnt er að því hver fékk þennan „dularfulla" vinning og jafnvel að ágreiningur sé uppi um hver hinn raunverulegi vinningshafi er. Þær sögusagnir eru ekki réttar eftir því sem næst verður komist. að bjóða þessum átta endurráðningu fljótlega,“ sagði Ægir Páll. Arnar Hjaltalín, formaður Dríf- anda, sagði stéttarfélagið hafa verið í samningaviðræðum við Isfélagið vegna starfsmanna í bræðslunni frá því haustið 2001. „Það varðar breytingar á vinnufyrirkomulagi vegna tilkomu nýrrar tækni eins og ákvæði eru um í aðalkjarasamningi. I stað þess að semja segja þeir öllum starfsmönnum upp með væntingum um endurráðningu. Uppsagnir setja fjárhagslegt öryggi þessara manna og fjölskyldna þeirra í uppnám. Atvinnuástand er erfitt í bænum og það læðist að manni sá grunur að þeir séu að notfæra sér ástandið. Þeir virða ekki lýðræðislegan rétt einstaklinga og stéttarfélaga að semja eftir settum leikreglunt um kaup og kjör. Með þessu er vinnu- markaðurinn að færast á svipað stig og hann var á fyrstu áratugum síðustu aldar þegar troðið var á rétti manna. Svona vinnuaðferðir urðu til þess að Drífandi stéttarfélag var upphaflega stofnað 1917. Vinnu- brögð eins og þeir hafa sýnt, leysa engan vanda,“ sagði Arnar Hjaltalín eftir að samningaviðræður við for- svarsmenn ísfélagsins enduðu á þennan hátt. „Sögur" um sex milljóna Lottóvinning Handbolta- vertíðin hafin Eyjabúð 50 óra í gar var mikið um dýrðir í Eyja- búð þegar eigendurnir minntust þess að 50 ár voru liðin frá stofnun verslunarinnar. ^LS^^c^4^ Nú er handboltinn kominn á fullt eins og kemur fram á íþrótta- síðum blaðsins í dag. I BLS. 18. oq 19. TM-Öryggi fyrir fjölskylduna www.tmhf.is Sameinaðu allar tryggingar á einfaldan og hagkvæman hátt. ÖRYGGI Bilaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 , Rettmgar og sprautun Sími 481 1535 Heildarlausn / flutningum E eimskip www.eimskip.is • <www.flytjandi.is • simi 4813500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.