Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Blaðsíða 20
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 / Fax 481-1293 kRmzmiR VEITINGAHÚS BÁRUSTÍG 11 T A, SÍMI 481 3393 IGóður matur. Góð þjónusta. Kostar minna en þú heldur. Sendibílaakstu - innanbæj r í Vilhjálmur B *r 481-2943 rr 897-1178 et ergsteii >£Aúlf£Í isson IMBÍU. LUNDABALLIÐ 2003 er að sögn kunnugra það langflottasta sem haldið hefur verið. Meðal þeirra sem tróðu upp voru Grímsson five. Þeir eru f.v. Halldór, Einar, Heimir, Þórður og Grímsson sjálfur, Hallgrímur Þórðarson. í gær komu saman til fundar í ráðhúsinu fulltrúar leikskólanna þriggja í bænum, formaður skólamálaráðs, framkvæmda- stjóri fræðslu- og menn- ingarsviðs og bæjarstjórinn. Viðfangsefnið var hugmyndir um byggingu nýs leikskóla. Að sögn Andrésar Sigurvinssonar var fundurinn fyrst og fremst til að leggja á ráðin hvernig best er að standa að faglegri vinnu á byggingu nýs leikskóla. „Þarna hittust fagaðilar til að fara yfir málið og komu menn sér saman um hvernig best sé að vinna þetta.“ Formaður Eldingar svarar útvegsmönnum: Eyjamenn og Vestfirðingar ættu að standa saman -því aðstæður okkar eru um margt líkar og leiðirnar liggja saman „Ég þekki Sigurjón Óskarsson og fylgdist eins og aðrir með ferli hans á sjónum sem Eyjamenn mega vera stoltir af. í þessu viðtali ræðst Sig- urjón á mig fyrir neðan beltisstað svo ég fór að spyrjast fyrir um manninn. Þær fréttir sem ég fékk af honum eru að hann sé mikill ágætismaður og menn skilja ekki af hverju hann lagðist svo lágt,“ segir Guðmundur Halldórsson, formaður smábátafélagsins Eldingar á Vest- fjörðum og er hann að svara Sigurjóni og Þórði Rafni Sigurðs- syni vegna ummæla þeirra í síðustu Fréttum. „Þórður og útvegsmenn í Eyjum eru með órökstuddar fullyrðingar um skaða sem þeir verða fyrir ef lfnuívilnun verður tekin upp. Þær tölur, sem þeir eru að gefa út, stand- ast ekki rök. Þeir hafa hvergi minnst á það sem þeir fengu þegar 30.000 tonnum af þorski og 20.000 af ýsu og ufsa var úthlutað. Það sem línuívilnun felur í sér eru 4.400 tonn af þorski miðað við afla dagróðrabáta á síðasta ári. Þeir hafa líka sagt að línuívilnun varði smábáta sem er alrangt, þetta á við alla báta. Þarna er líka tækifæri fyrir Eyjamenn. í síðustu kosningum var annars vegar kosið um fyrningarleið, sem stjómarandstöðuflokkarnir boðuðu, og hins vegar línuívilnun sem sam- þykkt var á landsfundum beggja stjómarflokkana. Um þetta var ein- faldlega kosið í síðustu kosningum og ég er þakklátur fyrir þann stuðn- ing sem Vestmannaeyingar sýndu línuívilnun með öfiugum stuðningi við stjórnarflokkana. Vandi Vestmannaeyja er fyrst og fremst hvað lítið er unnið af bolfiski í Eyjum og hvað mikið er flutt út í gámum og landað erlendis. Þetta er innanhéraðsvandamál í Vestmanna- eyjum og ættu Eyjamenn að ræða í héraði hvernig þeir geti snúið þessu við þannig að virðisaukinn verði eftir í Eyjum en flytjist ekki utan.“ Eru Vestfirðingar ekki búnir að selja frá sér kvóta og fá úthlutað aftur? „Það er innifalið í kvótakerfinu að menn kaupi og selji og það er ekkert athugavert við það. Attatíu prósent af kvótanum hafa gengið kaupum og sölum. Þetta er bara rangt og gert til að koma höggi á okkur. Auðvitað finnst þetta hér eins og annars staðar. Eyjamenn og Vestfirðingar ættu að standa saman því aðstæður okkar eru um margt líkar og leiðirnar liggja saman."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.