Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 12. ágúst2004 Kristín Jóhannsdóttir markaðs- og ferðamálafulltrúi: Vil gæðamat á gistingu Kristín Jóhannsdóttir, markaðs- og ferðamálafulltrúi, hefur fengið mikil viðbrögð við greininni, Gisting á uppsprengdu verði, í síðustu Fréttum. Hún segir að leyfisveitendur fyrir gistingu kannist ekki við að hafa veitt leyfi fyrir gistingu í bílskúr. Fréttir ræddu við Kristínu, heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra. „Hér er fólk að innrétta gistiaðstöðu með nýjum rúmum og allt tipp topp og því er ergilegt að „svartir sauðir" komi óorði á alla hina,“ sagði Kristín. „Ég hélt fund með fólki í ferða- þjónustu fyrir stuttu síðan og lét þar koma fram að ég vildi koma upp gæðamati á gistiheimilum. Það verður ekki farið í stjömugjöf eða neitt slíkt heldur flokkun á gistingu eftir A, B, C kerfi. Gisting er seld á svipuðu verði þó svo að mikill munur sé á gæðum. Mér hefur verið bent á að fólk í ferðaþjónustu sé að leigja húsnæði umfram það sem leyfi er til í kring um þjóðhátíð, Shellmót og þessa stóru atburði. Ég er búin að láta alla í ferðaþjónustu vita, að hingað komi hlutlaus aðili ofan af landi á vegum ferðamálaráðs og skoði gististaði," sagði Kristín. Pysjutíminn og hvataferöir Nú stendur pysjutíminn sem hæst og Kristín segir að hún hafi fengið fullt af fyrirspumum um hvenær pysjumar séu væntanlegar. „Það var talsverð umræða um það í fyrra að hér væru engar pysjur og ég ætla að vona að það verði komnar pysjur upp úr næstu helgi en þýska sjónvarpið ZDF kemur hingað til að fjalla sérstaklega um mín störf og pysjutímann. Súsanna Svavarsdóttir verður með þátt á Skjá einum næsta sunnudag klukkan 21.00 þar sem sérstaklega verður fjallað um hvað ferðaþjónustan og Vestmanna- eyjabær hafa upp á að bjóða. Sér- staklega verður lögð áhersla á pysju- tímann og einnig það sem verður framundan í vetur s.s hvata- ferðadagskrá haustsins sem ferða- þjónustan hér ætlar að bjóða upp á í samstarfi við Leikfélagið," sagði Kristín. Tuttugu gistístaðir með leyfi Alþingi setur lög um veitinga- og gististaði en lögreglustjóri veitir leyfi að fenginni umsögn sveitarstjómar, eldvamaeftirlits, heilbrigðisnefndar og vinnueftirlits. Reglugerð um veitinga- og gististaði gildir um alla sölu á gist- ingu á gististöðum, alla veitingasölu, sem almenningur á aðgang að, og leigu á samkomusölum í atvinnu- skyni. Rut Áslaugsdóttir, heilbrigðisfull- trúi, tekur út gististaði sem óska eftir leyfi. „Ég fer yfir fjölda salema o.fl. en á gistiheimilum em t.d. ákvæði um að ekki séu fleiri átta gestir um hvert salemi og sturtu, samkvæmt reglugerð um veitinga- og gististaði. Það eru staðlar fyrir rúm, hvað þau eiga að vera löng og breið og tiltekið lág- marksrými fyrir hvem gest. Neðsti flokkur hjá okkur er hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði en um slíka gistingu gilda ekki eins strangar reglur. Hér er enginn með gistiskála nema Skátafélagið Faxi. Mér telst til að hér séu u.þ.b. tuttugu gististaðir með leyfi frá heilbrigðiseftirliti en það er ekki löglegt að selja gistingu öðm vísi en húsnæði uppfylli skilyrði heil- brigðiseftirlits, eldvamaeftirlits, o. fl.,“ sagði Rut. Þokast í rétta átt Ragnar Þór Baldvinsson, slökkvi- liðsstjóri, segir kröfur vegna eldvama eftirlits mismunandi eftir því hversu húsnæðið er yfirgripsmikið. „Öll stærri gistihús og hótel em tekin út af manni frá Brunamálastofnun. Hann gefur út skýrslur um ástand þessara húsa en minni gististaðir, heimagisting og sumarbústaðir em teknir út hér heima. Það em engin hús héma sem eru í óviðunandi ástandi en þó í mis- munandi góðu standi, segir Ragnar. „Ég horfi á þetta út frá eldvömum og það er gjörsamlega óþolandi ef menn setja upp heimagistingu án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Öllum sem breyta húsnæði til annarra nota en það var upphaflega ætlað íyrir, ber að sækja um leyfi til byggingayfirvalda hér í Eyjum áður en framkvæmdir hefjast. Allt það húsnæði sem ég hef tekið út er í þokkalegu lagi og það má segja að við séum sífellt að þoka málum til betri vegar,“ sagði Ragnar um eldvamir á gististöðum. Þegar haft var samband við þann sem leigði stúlkunum vildi hann að eftirfarandi kæmi fram: „Haft var samband við þennan umtalaða stúlknahóp og þeim boðin endur- greiðsla á öllu sem þær höfðu greitt í hádeginu á laugardegi ef þær vildu fara annað en þáðu ekki.“ Annað vildi hann ekki láta hafa eftir sér en Fréttum er kunnugt um að þetta sé ekki einsdæmi á þjóðhátíð. Masterclass 2004 og Tónlistardagar í Eyjum: Vonast til að námskeiðið ávinni sér alþjóðlegan sess s -segir Ashildur Haraldsdóttir, flautuleikari Dagana 14. til 22. ágúst verður tónlistarhátíðin og „masterclassinn“ Tónlistardagar í Vestmannaeyjum. Þetta er í tjórða sinn sem slíkt námskeið er haldið hér í Eyjum með tilheyrandi tónleikahaldi, tónlistar- unnendum til mikillar ánægju. Tónlistarnemar víðs vegar að af landinu ásamt tónlistamemum frá Danmörku og Mexíkó sækja nám- skeiðið þar sem þeir hljóta kennslu í hljóðfæraleik og kammermúsíkiðkun undir handleiðslu Áshildar Haralds- dóttur, flautuleikara, Guðnýjar Guð- mundsdóttur, fiðluleikara, Gunnars Kvaran, sellóleikara og Nínu Mar- grétar Grímsdóttur, píanóleikara. Ashildur Haraldsdóttir, hefur skipulagt „masterclassinn" undanfarin ár og segir bæjarbúum og ferða- mönnum velkomið að heimsækja Tónlistarskólann og fylgjast með tónlistarkennslunni. „Allir geta sér að kostnaðarlausu sótt opinbera tónleika tónlistardagana þar sem tónlistarmenn úr fremstu röð leiða saman hesta sína, en jafnframt „masterclassinum“ fer fram metnaðarfull kammertónlistar- hátíð kennara. Undanfarin þrjú ár hefur sú þróun átt sér stað að nemendur og kennarar hafa fest sig í sessi í mannlífi Vestmannaeyja í þá níu daga sem hátíðin stendur. Við höfum heimsótt stofnanir eins og Hraunbúðir og Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og ég vona ég innilega að sama snið verði á núna. Við munum leika á tónleikum í Höllinni, Tónlistarskólanum og um borð í bátnum Víkingi.“ Áshildur segir að kennurum og nemendum finnist Vestmannaeyjar hafa yfir sér ævintýralegan blæ. „Eyjar eru svolítið eins og útlönd en ég legg áherslu á að kynna námskeiðið erlendis. Við eigum góða kennara og nemendur og ég vonast til að námskeiðið ávinni sér alþjóðlegan sess. Þetta er langtímamarkmið og nú er mikilvægt að halda út en öll markaðssetning er dýr en ég er að reyna að koma okkur að í erlendum tímaritum.. Mér finnst mikilvægt að fá erlenda nemendur, líka fyrir íslendinga, því það er svo mikilvægt að nemendur kynnist því sem aðrir eru að gera. Nú er ódýrara að ferðast til og frá landinu þannig að það kemur okkur til góða. Ég hlakka til að koma til Eyja og vona að veðrið verði gott og að við komumst á pysjuveiðar," sagði Áshildur og vildi taka fram að bæjaryfirvöld í V estmannaeyjum hafi tekið tónlistardögunum opnum örmum og Pokasjóður styrkir einnig verkefnið. Utgrfaudi: Byjasýn chf. tHOJiK-tl'it!) - Vestmannaryjum. Ititstjóri: Ómar (iarðarsson. Blaðamenn: Sigurswinn Wrdarson, OuðbjSig Sigurgpirsdóttir. ljiróttir: Júlíiis Ingason. Ábyrgðanncnn: Omar Garðarsson & Gisli Valtýsson. Pivntviiina: Byjasýn/ Eyja]ircnt. VcstmannacyjuiiL Aðsetur ritstjórnai'. Stnindvcgi 47. Simar: 4811300 & 481 3310. Myiulriti: 481-1893. Nctfang/raljxistni: fivttir@cyjafrcttir.is. Vcffang: http/Avww.eyjafn'ttir.is Vestmannaeyjadagskrá á Menningarnótt: Eyjamenn taka höfuð- borgina með trompi Nú liggur fyrir dagskrá Eyjamanna á menningarnótt í Reykjavík sem v verður haldin laugardaginn 21. ágúst nk. Bæjarráð hefur samþykkt 2 milljóna framlag til verkefnisins og er Ijóst að Eyjamenn ætla að taka höfuðborgina og Ráðhús Reykjavíkur með trompi og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá um leið og kynna á ýmislegt það sem Vestmannaeyjar bjóða upp á. Dagskráin er eftírfarandi: Skrúðganga: Ætlunin er að Lúðrasveit Vestmannaeyja leggi af stað frá Hljómskálanum kl. 13:30 og gangi sem leið liggur Fríkirkjuveginn, Lækjargötu og inn og yfir brúna inn í Ráðhúsið. Stjómandi Stefán Siguijónsson. Vestari salur: Lúðrasveit, leiklist, Eyjalög, hippar, unglingatónleikar, söngur og hljóðfæraleikur, glens og gaman. Kl. 14:00 Ávörp forseta borgarstjómar Áma Þórs Sigurðssonar og Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra Vestmannaeyja, Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur Eyjalög. Kl. 15:00 Tyrkjaránið 1627. Félagar frá Leikfélagi Vestmannaeyja. Syrpur eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson í flutningi Gísla Helgasonar, Hafsteins Guðfinnssonar og félaga. Kl. 16:00 Húllum hæ fyrir böm, Leikfélag Vestmannaeyja og götuleikhúsið „Ottó," Hippabandið leikur og syngur hippalögin sígildu. Kl. 17:00 Verðlaunaafhending frá Reykjavíkurmaraþoni Lúðrasveit Vest- mannaeyja spilar undir. Kl. 18:00 Tyrkjaránið 1627. Félagar frá Leikfélagi Vestmannaeyja. Iris Guðmundsdóttir og Unnur Ólafsdóttir syngja við undirleik Sigurmundar Einarssonar. Kl. 19:00 Hljómsveitimar Hoffman og Thorshamar. Tónleikar fyrir yngri kynslóðina. Kl. 20:00 Messuhópurinn, söngur og spil undir stjóm Ósvaldar Freys Hljómsveitin Dans á Rósum. K121:00 Obbó-síí hópurinn, ijöldi tónlistarmanna og söngvara kemur fram. Stjómandi Ósvaldur Freyr Guðjónsson. K1.22:00 Syrpur eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson í flutningi Gísla Helgasonar, Hafsteins Guðfinnssonar og félaga. K122:30 Ámi Johnsen slúttar með hinni einu sönnu Eyjastemmingu. Kynnar: Andrés Sigun’insson og Kristín Jóhannsdóttir. Miðdekk: Hamfarir og matur. Inni á tjamarveggnum verður í gangi alla dagskrána kvikmynd Emst Kettlers frá náttúmhamfömnum í Heimaey 1973 og í miðrýminu mun Grímur Gíslason kokkur í Höllinni í Vestmannaeyjum gefa fólki tækifæri á að smakka reyktan lunda með sinnepssósu jafnframt sem hann býður upp á ýmsa rétti sem hann framleiðir úr fiski sem veiðist við Eyjar. Þar verður einnig á boðstólum harðfiskur framleiddur af Godthaab í Eyjum og nýtínd söl. Landsmenn vita að sjósókn og veiðimennska hvers konar hefur verið lifibrauð eyjaskeggja í gegn um aldimar. Eystri salur: Eldfjall, uppbygging, mannlíf, þjóðhátíðartjald. lundapysjur. 6 sjónvarpsskjáir verða víðs vegar í salnum sem sýna framangreint. Vestmannaeyjar samanstanda af 15 eyjum auk tuga dranga og skeija. Heimaey er langstærst eyjanna og varð til í eldgosi í Helgafelli fyrir 5 - 6000 árum, en það gos tengdi Stórhöfða við Norðurklettana. Allar hafa eyjamar orðið til í eldgosum. 1963 hófst Surtseyjargosið og er Surtsey nýjasta eyjan í klasanum. Hún er alfriðuð og kærkomið rannsóknarefni vísindamanna. 1973 hófust jarðeldamir í Heimaey og Eldfellið myndaðist og hraunið þar útfrá. Heimaey stækkaði um 20%. Tyrkjaránið 1627 ereinn átakanlegasti atburður í sögu Eyjanna. Þá vom 36 drepnir og 242 teknir herfangi, fluttir úr landi og seldir. Allir þekkja sögu Guðrúnar Símonardóttur en hún var keypt laus úr barbaríinu og kynntist eiginmanni sínum, Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi, á heimferð sinni. „Lundinn er fegurstur fugla“ I apríl á hverju ári kemur fuglinn í miljónatali og tekur land í Vestmannaeyjum. Prófasturinn, eins og hann er oft nefndur, er góðkunningi allra Eyjamanna, fuglinn okkar og hefur leikið stórt hlutverk í uppeldi okkar. Pysja nefnist afkvæmi lundans og pysjuævintýri hefst upp úr lokum Þjóðhátíðar. Þá fer Brúsi bjargvættur á stjá og safnar saman þeim lundapysjum sem hafa í skjóli nætur flogið að ljósunum í bænum. Síðan er þeim gefið frelsi í næstu ljöru daginn eftir. Otrúleg upplifun og stöðugt eykst fjöldi þeirra sem heimsækja Vestmanneyjar eftir Þjóðhátíð. Lundaball, uppskemhátíð úteyinga er einn af föstum viðburðum í september og öllum opinn. Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur verið við lýði síðan 1874. Þá var haldið upp á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar en vegna veðurs urðu Eyjamenn að sitja heima. Slógu menn þá upp sinni eigin hátíð og hefur hún verið haldin 130 sinnum síðan. IBV sér um undirbúning og skipulagningu hátíðarinnar og stór hluti heimamanna flyst búferlum (í hvítu tjöldin) inn í Herjólfsdal yfir hátíðisdagana. Landsþekktar hljómsveitir og skemmtikraftar, brenna á Fjósakletti og flugeldasýning og brekkusöngur stendur fólki til boða og Eyjastemming eins og hún gerist best. Aðsókn á Þjóðhátíð er stöðug og menn koma ár eftir ár til að upplifa þessa einstöku þjóðhátíðarstemmingu sem ríkir í Dalnum. Frœðslu-og menningarsvið Andrés Sigun’insson framkxœmdastjóri FRÉTriR konia út alla fimmtudaga. Blaðid crsclt i áskrift ogcinnig i lausasölu á Klctti, Tvistinum, Topjinnm, Vönival, Hcrjólfi, Flugliafnarvcrsluninni, Króminni, Isjakanum, Bónusvidcó, vcrslun 11-11, Skýlinu i Friðarhöfn og i Jolla í Hafnarfirdi og afgreiðslu Ilejrólfs í Þorláksliöfn. FRffiTIR cru prcntadar i 8000 cintökum. FRÉI'HR cru adilar að Samtökum liæjar- og héradsfríttablada Bftirprcnbin, hljóðritun, notkun Ijósm.vnda og annaðcrólieimilt ncma licimildaségctið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.