Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Blaðsíða 16
'íDl FERSKT Oö
FJÖLSYN
MmjzmtK
VEITINGAHUS
BÁRUSTÍG 11
SÍMI 481 3393
Sendibílaakstur
- innanbæjar
Prétta- og auglýsingasími: 481-3310 / Fax 481-1293
Vilhjálmur Bergsteinsson
• 481-2943
* 897-1178
brugðu sér í berjamó í veðurblíðunni vestur á eyju. Þær sögðu mikið af krækiberjum en töldu að þau mættu
þroskast betur, enda eru þau safaríkari í lok ágúst. Berjaspretta virðist mjög góð í ár og víst að margir ættu
að geta saftað og sultað í haust. Oddný sagði frábært að búa til krækiber jahlaup og hafa með ostum og
ristuðu brauði.
Kennsla í að halda hátíðir og mót
Eyjamenn áforma að bjóða upp á
námskeið í svonefndri atburða-
stjórnun. Námskeiðið, sem verður
opið öllum, fer fram á vegum Ný-
sköpunarstofu Vestmannaeyja og
inniheldur fræðslu í því hvernig
skipulagning, fjármögnun og
stjórnun fjölmennra atburða á að
fara fram.
Bergur Elías Agústsson, bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum, segir
Eyjamenn búa yfir langri og far-
sælli reynslu í því að undirbúa og
skipuleggja fjölmennar samkomur.
Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort
Vestmannaeyingar ætli með nám-
skeiðinu að ljósta upp leyndar-
málum og þar með sé sérþekking
þeirra úr sögunni.
Bergur segir þetta af og frá og að
ákveðinnar þröngsýni gæti í þessari
afstöðu. „Þetta snýst um mótin
sjálf, reynsluna, markaði og þá sér-
stöðu sem hvert mót og viðburður
skapa. Það eru haldin íþróttamót
víðs vegar um land eins og á Akra-
nesi, Siglufirði, Kópavogi og víðar.
Þetta snýst um hvernig menn eiga
að standa að mótshaldi, hvað þeir
þurfa að varast, áætlanir og það er
þekking sem við viljum miðla. Við
þurfum ekki að vera hrædd við það.
Erlendir háskólar neita ekki
útlendingum um inngöngu af ótta
við að þeir steli hugmyndum.
Námið verður hér í Eyjum og ein-
staklingar sem það stunda afla sér
þekkingar á þessu sviði og geta nýtt
hana hvar sem er. En þetta getur
líka orðið til þess að fleiri viðburðir
verði skipulagðir, Vestmannaeyjum
til framdráttar," sagði Bergur.
Ráðast úrslitin um íslandsmeistaratitilinn
á sunnudaginn þegar ÍBV og FH mætast?
Búast við
fjörugum leik
-segja Birkir Kristinsson, fyrirliði ÍBV
og Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH
Á sunnudaginn verður sannkallaður
toppslagur á Hásteinsvellinum
þegar Eyjamenn taka á móti FH.
Hafnfirðingum hefur gengið vel
gegn IBV síðustu misserin. Unnu
þeir 2-1 í Kaplakrika í fyrri umferð-
inni og unnu svo báðar viðureignir
liðanna í fyrra, m.a.s. 1-3 á Há-
steinsvelli.
Birkir Kristinsson, fyrirliði ÍBV,
býst við fjörugum leik á sunnu-
daginn. „Jú, mér líst ágætlega á að
taka á móti FH á Hásteinsvellinum.
FH er að mínu mati með eitt besta
lið deildarinnar í dag enda hafa þeir
náð mjög stöðugu gengi í sumar og
við eigum inni einn sigurleik gegn
þeim.“
Er eitthvað sérstakt hjá FH sem ber
að varast?
„Sóknarlega eru þeir mjög sterkir
og á miðjunni er Heimir Guð-
jónsson sem bindur spilið saman.
Varnarlega eru þeir líka ekkert
slakir þannig að Hafnfirðingar eru
einfaldlega mjög sterkir á vell-
inum.“
Hvernig endar leikurinn?
„Eg spái okkur sigri, 2-1. Við
fáum mörk í þessum leik og hann
verður fjörugur," sagði Birkir að
lokum.
Heimir Guðjónsson hefur verið
akkerið í leik Iiðsins, drjúgur og
traustur miðjumaður af gamla
skólanum og er einnig fyrirliði
liðsins.
„Það er auðvitað alltaf gaman að
koma til Eyja að spila og ég á ekki
von á að það verði nein breyting þar
á um helgina. Þetta er mjög mikil-
vægur leikur fyrir okkur, við erum
efstir en ég vil meina að pressan sé
öll á hinum liðunum, að ná okkur,“
sagði Heimir.
„Eyjamenn hafa komið mér á óvart
í sumar en þeir eru með sterka
liðsheild og augljóst að Maggi
Gylfaeraðgeragóðahluti. Svo eru
þeir með sterka pósta, Birki,
Bjamólf og Gunnar Heiðar þannig
að þeir eru mjög sterkir."
Hvernig spáir þú að leikurinn endi í
tölum?
„Eg spái því að við vinnum leikinn
2-3, mikið af mörkum og fjörugur
leikur," sagði Heimir Guðjónsson
að lokum.
Leikurinn byrjar klukkan 17.00 en
ekki 18.00 þar sem leikurinn verður
í beinni útsendingu á Sýn. Knatt-
spymuráð hefur sett stefnuna á að
skapa skemmtilega stemmningu á
vellinum þannig að nú ættu
Eyjamenn að flykkja sér að baki
IBV og styðja þá til sigurs.
VIKUTILBOÐ
12. -18. ágúst
Aroma Shampoo
Brillo hreingerningarlögur 1 Itr
Federicci pasta slaufur 500 gr
Papriku/Osta Stjörnur
Johnson Blaut tissue
Kókos bitar
Veré Nú Áður
69,- 228,-
vörur á tilboði
Hunts BBQ lærissneiðar
Mexico tvírif jur
Koníakslegnar grísakót. úrb
1468,- 1768,- kr/kg
1169,- 1408,- kr/kg
1398,- 1698,- kr/kg
■'x rilPp
"'RN'USNAKK Íi
í altiivaleid í ÍO ár,