Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Blaðsíða 8
8/
Fréttir / Fimmtudagur 12. júlí 2004
Frábært lið skapar tækifærin
-segir markamaskínan Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem nú hefur verið valinn í 22
manna æfingahóp landsliðsins sem mætir ítölum - Hann stendur líka í ströngu
með ÍBV sem nú er í toppbaráttunni og sjálfur er hann langmarkahæstur í deildinni
GUNNAR Heiðar: Það var gríðarlega mikið stökk að fara upp í meistaraflokk í efstu deild. Við fengum auðvitað smá
undirbúning í deildarbikarnum en á sumrin er auðvitað allt annar hraði. Svo er aginn miklu meiri í leik liðsins.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson,
sóknarmaður IBV, hefur
heldur betur staðið undir
væntingum í sumar. Gott
gengi hans hefur haldist í
hendur við góðan órangur
IBV enda er knattspyrnan
liðsíþrótt þar sem hæfileikar
einstaklinga njóta sín best
þegar vel gengur. IBV hefur
skorað flest mörk allra liða í
Landsbankadeildinni, 22
talsins og hefur Gunnar skor-
að helming þeirra eða ellefu.
Hann er auk þess lang-
markahæstur í deildinni og
stefnir hraðbyri ó gullskóinn
sem markahæsti leikmað-
urinn hlýtur. Nýjasta afrek
Gunnars er svo að vera
valinn í 22 manna æf-
ingahóp A-landsliðsins sem
mætir Itölum ó Laugardals-
vellinum í næstu viku.
Gunnar ólst upp við íþróttir,
enda kemur hann af
íþróttasinnuðu heimili og eins
og svo mörg börn og
unglingar, þó prófaði
Gunnar handbolta, fótbolta
og frjólsar íþróttir.
Ætlaði ekki að spila fyrsta
leikinn
„Ég held ég hafi verið sex ára þegar ég
var dreginn á mína fyrstu æfingu. Það
var Grettir Jóhannesson sem gerði það
og ég man bara að ég var
langminnstur á æfingunni. Það var
reyndar alltaf þannig að ég var alltaf
titturinn í hópnum alveg upp í þriðja
flokk,“ segir Gunnar.
Og Gunnari er ferskt í minni þegar
kom að fyrsta leiknum. „Eg man það
að við áttum að fara spila en þá lenti
ég í svaka rifrildi, fór að gráta og allt
það. Ég var ekki að rífast við
þjálfarann __ eða samherjana heldur
mömmu. Ég var líklega svo hræddur
að ég ætlaði ekki að þora að keppa en
mamma var að ýta mér áfram,“ segir
Gunnar og hlær. „Þetta situr mjög fast
í minningunni.11
Eins og áður segir var Gunnar í
handbolta, fótbolta og frjálsum og
hann segist búa að þeirri reynslu að
hafa prófað þessar íþróttir. Reyndar
finnst honum leiðinlegt að horfa upp á
unga krakka í dag, sem jafnvel æfa
ekkert og eru bara í tölvunni. „Ég
valdi fótbolta fimmtán ára gamall og
held að það hafi verið sterkur leikur
fyrir mig. Fyrir þann aldur held ég að
krakkar eigi að vera í sem flestu, prófa
sem flestar íþróttir því þau hafa bara
gott af því. Ég man einmitt vel eftir
því að ef maður var ekki að æfa, þá
var farið út í Hamarsskóla að leika sér
í fótbolta. Það var verið að leika sér í
öllum görðum, búin til ný lið og mikið
í gangi hjá okkur krökkunum.“
Cantona goðið
Af hverju varð fótboltinn fyrir valinu?
„Ég veit það eiginlega ekki. Mér
líkaði vel í fótbolta og eins og ég sagði
þá var maður alltaf að leika sér í
fótbolta á milli æfinga. Pabbi fylgdist
vel með enska boltanum, spilaði líka
sjálfur fótbolta á sínum yngri árum og
auðvitað smitaðist maður af áhug-
anum. Þannig byrjaði ég auðvitað að
halda með United og Cantona var mitt
goð á mínum yngri árum. Svo hélt ég
líka mikið upp á Maradona og Pele.“
Þú hefur varla séð mikið til Pele?
„Nei, og ekki Maradona heldur en
mamma og pabbi keyptu spólu þar
sem sýndar voru myndir af öllum
gömlu hetjunum. Ég skoðaði þá spólu
fram og til baka. Þannig að fótboltinn
var Kklega alltaf í efsta sæti hjá mér þó
svo að mér hafi líkað mjög vel bæði í
handbolta og í frjálsum."
Spilað á móti framtíð-
arstjörnum Englands
Gunnar hefur ávallt verið mjög
markheppinn en í upphafi lék hann á
miðjunni. En fljótlega færði hann sig
framar á völlinn enda fannst honum
alltaf skemmtilegast að fylgjast með
því hverjir skoruðu mörkin í meistara-
flokki og vildi verðaeinnafþeim. Eitt
af afrekum Gunnars var í þriðja flokki
þegar hann skoraði yfir fimmtíu mörk
í íjórtán leikjum. „Okkur gekk mjög
vel þama og Einar Friðþjófsson sendi
mig og Olgeir Sigurgeirsson út til
Tottenham. Það var auðvitað alveg
meiriháttar fyrir okkur að komast
þama út og við æfðum þama með U-
17 ára liðinu. Okkur gekk líka vel, ég
var búinn að setja nokkur mörk á
æfingunni og þá kallaði þjálfarinn á
vamarmann úr eldra liðinu til að prófa
mig gegn sterkari manni. Sá var
þeldökkur, stór og sterkur og miklu
erfiðari. Ég náði samt að plata hann
nokkram sinnum og þjálfarinn var
mjög ánægður með mig. Seinna
komst ég að því að þessi vamarmaður
var enginn annar en Ledley King,
framtíðarmiðheiji enska landsliðsins,"
segir Gunnar og glottir.
„Svo vora fleiri þama. Ég kynntist
Peter Crouch ágætlega enda er hann
léttur náungi og mikill húmoristi. Ég
vissi reyndar ekkert hvar hann væri í
dag og þess vegna var mjög fyndið að
sjá hann síðasta vetur með Aston Villa
en hann er núna kominn í South-
ampton."
Gunnar fékk sitt uppeldi hjá Þór en
spilaði líka með Tý þar sem Þórarar
náðu ekki í lið í fjórða flokki. Hann
segist vera Þórari inn við beinið en
umfram allt IBV-ari. Gunnar segir að
þegar hann var í yngri flokkunum
þurftu Eyjamenn ekki að hafa neina
minnimáttarkennd gagnvart öðram
krökkum.
„Ég man líka eftir því í frjálsum þá
vorum við að gera ágæta hluti og
þurftum ekkert að skammast okkar
íyrirþað. Viðvorumauðvitaðlíkaað
gera fína hluti í fótboltanum,
sérstaklega eftir að Týr og Þór voru
sameinuð en mér finnst þetta hafa
dottið aðeins niður núna, annar
flokkur kominn niður í C-deild og
þriðji flokkur í B-deild. ÍBV er allt of
gott félag til þess að vera þama í neðri
deildunum.“
Þú talaðir áðan um Cantona, Pele og
Maradona sem hafa verið goðin á
þínum yngri áram. En vora einhverjir
fleiri sem höfðu áhrif á þig sem
knattspymumann?
„Já, það var þjálfari hjá okkur einu
sinni sem heitir Kristján Kristjánsson
og spilaði einu sinni með ÍBV. Mér
fannst hann vera toppþjálfari en þeir
vora fleiri, t.d. bræðumir Ingi og
Maggi Sig. sem báðir era frábærir
þjálfarar. Það var svo óneitanlega
mjög sérstakt að fara að spila með
Inga síðar. Það var algjör snilld.“
Númer eitt að komast í ÍBV
Gunnar segir að fljótlega upp úr
fermingu hafi hann farið að sjá ffam á
að jafnvel geta spilað með meist-
araflokki. „Það var númer eitt að
komast í ÍBV. Ég fór snemma að æfa
með meistaraflokki, fimmtán eða
sextán ára og ég held að það hafi gert
mér mjög gott. Þegar þú æfir með
stærri, sterkari og betri leikmönnum
þá hlýtur þú að taka framföram. Svo
þegar Njáll Eiðsson kom fóra hlutimir
að gerast, ég komst í hópinn og svo í
byijunarliðið,“ segir Gunnar og bætir
því við að hann hafi ekkert verið neitt
sérlega markheppinn fyrsta árið. Þá
var ég settur á kantinn þegar við
spiluðum 4-5-1 og þegar við voram
með boltann færðum við okkur upp í
4-3-3. Ég get vel spilað á kantinum en
mér líkar best uppi á toppnum, fá
stungumar inn fyrir vömina og fá
tækifæri upp við markið. Ég var bara
svo heppinn að spila með Tómasi Inga
(Tómassyni) því hann var duglegur að
senda reglulega á mann svo ég fengi í
það minnsta tækifæri til að skora.“
Manstu eftir fyrsta leiknum?
„Nei, ekkert sérstaklega. Ég man
samt eftir því eitt sinn þegar við
spiluðum á móti Grindavík héma á
heima og þurftum að vinna. Þetta var
síðasti leikurinn fyrir bikarúrslitaleik
og aðalmennimir vora að spara sig
fyrir stóra leikinn. Við Atli Jóh.
fengum tækifæri en því miður
töpuðum við, 1-2. Þama fékk maður
að kynnast því áfalli að tapa á
heimavelli, nokkuð sem IBV hafði
ekki gert í einhver ár en þama kom að
því. Ég held reyndar að jxtta hafi ekki
verið fyrsti leikurinn hjá mér en
öragglega einn af þeim fyrstu.“