Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 12. júlí 2004 Rólegt eftir þjóðhátíð Það er ekki hægt að segja annað en rólegt hafi verið hjá lögreglu í vikunni sem leið enda fólk greinilega að jafna sig eftir átök helgarinnar á undan. Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu en hann átti sér stað á tjaldstæðinu í Herjólfsdal yfir Þjóð- hátíðina. Farið hafði verið inn í tjald og tveimur töskum stolið. Tvö skemmdarverk vom tilkynnt lögreglu í vikunni. í fyrra tilvikinu var um að ræða rúðubrot í Bjamaborg en gmnur leikur á hver þar var að verki. Seinna tilvikið varð á Kirkjubæjar- braut en þar hafði verið gert gat á vinnuskúr sem þar er. Ekki er vitað hver þama var að verki en þeir sem hafa einhveijar upplýsingar sem gagnast gætu við að upplýsa málið em beðnir um að hafa samband við lögreglu. Af umferðarlagabrotum er það að frétta að ein kæra liggur fyrir vegna áreksturs og brottfarar en atvikið átti sér stað á Vestmannabraut sl. laugardag um kl. 14:00. Leikur gmnur á hver þama var að verki og er málið í rannsókn. Þá liggja þrjár kæmr fyrir vegna ólöglegrar lagninga. Eitt umferðaróhapp var dlkynnt lögreglu en það átti sér stað á Garðavegi þann 3. águst sl. Ekki var um slys á fólki að ræða og h'tíð tjón á ökutækjum. Nú þegar pysjutíminn er að komast á fulla ferð er rétt að ítreka það við foreldra og forráðamenn bama að setja endurskinsmerki á bömin þegar þau fara til pysjuleitar. Þá er rétt að benda ökumönnum á að fara varlega þar sem umferð gangandi vegfarenda eykst á þessum tíma. Einnig er rétt að ítreka það að útivistarreglumar gilda þrátt fýrir að pysjutíminn sé bytjaður. S Volare á Islandi færir sig um set: Eyjafólk sem vill vera hér -segir Guðmunda Hjörleifsdóttir um þá ákvörðun íjölskyldunnar að reka verslunina, sem teygir anga sína um allt land, í Vestmannaeyjum Verslunin Volare á íslandi opnar í dag í nýju húsnæði að Vestmannabraut 36. Reyndar var ekki flutt langt því gamla verslunin var að Vestmannabraut 38. Miklar framkvæmdir hafa verið undanfarið í nýja húsnæðinu sem áður hýsti starfsemi Hússins, menningarhús fyrir ungt fólk. Guðmunda Hjörleifsdóttir hefur rekið Volare síðan 1997 og sagði hún vöxt fyrirtækisins hafa verið góðan. „Það var svo komið að gamla hús- næðið var einfaldlega orðið of lítið fyrir okkur. Við emm að taka inn nýja förðunarlínu frá Volare sem ber heitið Unique. Þetta er nýjasta afurð Dr. Melumad sem framleiðir allar vör- umar og mikið verður lagt upp úr förðunarlínunni." Guðmunda upplýstí að til að mynda hafi svæðis- og hópstjórar Volare á lslandi farið til Parísar fyrir skömmu til að kynna sér nýju vömmar. Sölu- menn Volare em um 100 víðs vegar um landið. Frá stofnun fyrirtækisins hefur sala um allan heim farið fram í gegnum heimakynningar. Það er ekkert öðmvísi hér en viðbótin er Volare verslunin sem er sú eina í heiminum. „Við bjóðum upp á heimakynn- ingar á vömnum og það em góðar gjafir í boði fýrir gestgjafa. Eins er 45 daga skilafrestur á öllum vömm ef fólk hefúr ofnæmi fyrir þeim.“ Hingað til hafa sölumenn nánast allir verið kvenkyns og fáir karlmenn hafa mætt á kynningar. Guðmunda sagði þetta þó vera að breytast. „Það hefur færst í aukana að karlmenn leiti eftir góðum kremum og er það skref í rétta átt. Þeir þurfa ekki síður á þeim að halda en við,“ sagði hún og vildi sérstaklega ráðleggja strákum sem vinna á vélaverkstæðum og við smíðar að fá sér krem. „Þá mæli ég með kreminu okkar í stóm dósinni." Guðmunda sagði fyrirtækið sann- kallað ljölskylduíýrirtæki. „Við hjónin störfum bæði við þetta sem og báðar dætumar en þær vinna hjá Volare í Svíþjóð. Önnur tengdadóttirin vinnur hjá Volare í Eyjum og hin ásamt sonunum er til aðstoðar. Svo er Jóný systir að vinna hjá mér og Þorkatla Ólafsdóttir er að byija en ég tala nú oft um hana sem fósturdóttur mína, enda kom hún tíl Eyja 13 ára gömul til að passa hjá okkur hjónunum." Af hverju í Eyjum? Hún sagði að þau hafi eignast marga góða vini um allt land við það að starfrækja fyrirtækið en auk þess hafa sölumenn nokkmm sinnum farið í ferðir erlendis. Aðspurð hvers vegna hún sé með íýrirtækið staðsett í Eyjum segir hún að hér hafi hún nánast alltaf búið og hér sé gott að vera. „Það getur samt verið erfitt að halda úti verslun héma. Fólk sækir í ríkari mæli til Reykjavíkur. Við emm aftur á móti Eyjafólk og viljum vera hér,“ sagði Guðmunda. Þó Volare vömmar séu lýrirferðarmestar í versluninni em það síður en svo einu vörutegundimar. „Við erum með mikið af fallegri gjafavöm á mjög góðu verði. Einnig er hún Jóný systír með sína fram- leiðslu hér en leirvörumar hjá henni hafa vakið mikla athygli," sagði hún og skemmst er að minnast þess að markahrókurinn Thierre Henry fékk leirskál frá henni sem verðlaun frá Arsenal klúbbnum á Islandi á síðasta ári. „Eg mun opna formlega á fimmtu- daginn kl. 14.00 og vil bjóða alla velkomna í nýju verslunina," sagði Guðmunda um leið og hún rauk aftur af stað að leggja lokahönd á versl- unina. MARGRÉT Rós Andrésdóttir, Guðmunda Hjörleifsdóttir og Jónína Björk Hjörleifsdóttir vinna hjá Volare ásamt Þorkötlu Olafsdóttur sem vantar á myndina. ttjjmu m wOTrnwxj.'tyiwKw.Bjgjjma; Draumalið Eyjafrétta Bygglr é Aiaxi vclstjita ----------------- 1 N«í»ng | Lykiloií | Fara inn I ■ Glcyrnt lykilurð Nýskrónino íða I Reglur ng stig I Vinningar I Annað I | Lagfsrlngar á hópum 1 Athugið að það eru f gangi | lagfænngar á hópum f j draumaliðsleiknum og mun það ] verða komið f lag strax f j fyrramáliðll [Leta meira..] | Emkl boltlnn á SkjáElnum I Útsondingorftcur fri «nsku j úrvslsdsildinni I knsttspymu sr msAsl j sftirtdttssts sg dýrssts tidnvsrpssfni I iKlÁRflMH mun sýns um 230 Islkl fri tnsku úrvslsdsildinni í vstur. Alllr Isiklrnlr vtrðs í opinnl dsgskri. Dsnnig munu 90% Héðsrlnnsrfi frisn tdgtng ti btssu vlnsais sjdnvsrpstfnl. Til t» þstts sd klslft hsfur SKlÁR/’/A'nr fsngia Qdgur fyrlrtaki til lids vid tig sn þsu vsrds Vlnsamloga athugið að slðan or onn vinnslu II Unnið or að lagfosrlngum á hópurri á leiknumll ÍTTIIIJI hll I — LID UMFR. Aríenal 0 Aston Vills 0 Birmmgham 0 Bljckb'jm 0 Bolton 0 Chsrlton 0 Chelsea 0 C Palace 0 Everton 0 Fulham 0 Liverpool 0 Man Citv 0 Man Utd 0 M'brough 0 Newcastle 0 Norwicfi 0 Portsmouth 0 Southampton 0 . Tottenham 0 West Brom 0 Psssi fyiirtaki tru: Actsvls. Fijilsl ^irfsstlngsrbsnkinn. Icslsndslrog Viss. [Lesa meira..] Þessl vefur rnun verða tilhúln á fústiidaginnl Ef það eru spiirnlngnr sendið þá tdlvupóst á tolvunCSitolvun.is Draumalið Eyjafrétta af stað: Móttökurnar ótrúlegar -segir hönnuður vefsins Nú eru Fréttir og eyjafrettír.is að hleypa af stokkunum einu af sínum stærstu verkefnum sem er Draumalið eyjafretta.is og Tölvunar. Eins og nafnið bendir tíl er þama átt við léttan leik í knattspymu og fer hann fram á eyjaffettir.is. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því nú gefst áhuga- fólki um ensku úrvalsdeildina tækifæri á að koma sér upp sínu draumaliði. Leikurinn fer af stað um helgina um leið og fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni. Slóðin er eyjafrettir.is/draumalid og þrátt fýrir að enn sé ekki farið að kynna leikinn nema á spjallrásum em viðtökumar mjög góðar. Tölvun kemur að þessu verkefni með Fréttum. Hönnuður vefsins, Guðmundur S. Jónsson, segir að þama sé um mjög spennandi leik að ræða og viðbrögðin séu alveg ótrúleg. „Vefurinn, sem við köllum Draumalið Eyjafrétta, byggir á Aicon-vefstjóranum, þeim sama og eyjafréttir.is byggir á,“ sagði Guð- mundur. „Okkur hjá Tölvun finnst mjög gaman að koma að þessu verkefni, bæði vegna þess að Draumaliðið er faglega mjög ögrandi verkefni og svo emm við líka allir miklir áhugamenn um enska knattspymu. Eg var aldrei í vafa um að Draumaliðið myndi hitta í mark en viðtökumar em hreint ótrúlegar. Eg sagði frá þessu á spjall- síðum nokkurra enskra liða og við- brögðin em mildu meiri en ég gerði mér nokkum grein fýrir. Strax á fýrstu klukkutímunum vom komin hátt í 500 lið og það athyglisverða var að ekkert þeirra kom frá Vestmannaeyjum," sagði Guðmundur. Nú er unnið að því að kynna leikinn og verið að leita eftir samstarfsaðilum. Stefnt er að því að veita myndarleg verðlaun fyrir þá sem ná bestum árangri. Þegar liggur fyrir að Draumalið Eyjafrétta verður tekið fyrir í spjallþáttum fyrir leiki á Skjá einum. Pysjur eru heldur fyrr á ferðinni en venjulega og Pálmi Freyr Ókarsson, aðstoðarvitavörður, segir þær myndarlegar og gerðarlegar. Þeir feðgar Pálmi Freyr og Óskar Sigurson í Stórhöfða hafa um árabil fylgst með og merkt pysjur. Þeir hafa veitt því eftirtekt undanfarin ár, að ár sem er á sléttri tölu hafa komið betur út en á stakri. Pysjur komu seint í fyrra. 2003 en 2002 var gott ár með tilliti til ástands pysja. Sömuleiðis virðist þetta ár ætla að koma vel ÚL Eignarhaldsfélag Brunabótafélagsins: Bærinn fékk 12 milljónir Fyrir bæjarráði á mánudaginn lá bréf frá eignarhaldsfélagi Bmnabótafélagi íslands þar sem tilkynnt var um ágóðahluta Vestmannaeyja fyrir árið 2003. í ljósi góðrar afkomu félagsins á síðasta ári og það sem af er þessu ákvað stjómin að hækka ágóðahlutinn um helming. Hlutdeild Vestmanna- eyja í Bmnabótafélaginu er 4,013% og er hlutur bæjarins því 12.039.000 af þeim 300 milljónum sem ákveðið var að greiða út að þessu sinni. Arni Johnsen og Alexander Jarl í Kerinu Tónleikar verða í Kerinu í Grímsnesi klukkan 14.00 á laugardaginn þar sem koma fram margir af okkar bestu söngvumm. Skipuleggjandi er Ami Johnsen. Fram koma söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór, Davíð Ólafsson bassi og Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón. „Svo mun hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar koma fram með söngvumnum og leikurunum Helga Bjömssyni og Jóhanni Sigurðarsyni. Loks mun tíu ára Eyjapeyi, Alexander Jarl Þor- steinsson, syngja O sole mio,“ segir Ami í samtali við Morgunblaðið um tónleikana. Tónleikamir em á vegum félaga hestamanna á Suðurlandi. Tónleikar vom í Kerinu, fyrir 17 ámm. „Það er alveg einstakur hljóm- burður í Kerinu Það verða bundnir saman bátar útí á vatninu og þar stíga listamennimir á stokk."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.