Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 1
Áætlun Herjólfs Brottfarartímar Haust 1.9. -30.11. Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn Þri., mið., lau. 8.15 12.00 Mán., fim., fös., sun. 8.15/16.00 12.00/19.30 Bókanir fyrir kojur, klefá og bfla þarf að staðfesta meó fullnaðargreiðslu fyrir kl.12.00 daginn fýrir brottfor. Nánari upplýsingar er að finna á vef Heijólfs, www.heijolfur.is og á sfðu 415 f Textavarpi RÚV, auk þess sem upplýsingar eru veittar í síma 481 2800. HERJÓLFUR 31. árg. / 46. tbl. / Vestmannaeyjum 18. nóvember 2004 / Verð kr. 190 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is Oddvitar Sjólfstæðisflokks og Vestmannaeyja mynda nýjan meirihluta. I BLS. 6 og 2 Hitaveita Suðurnesja: Ætlar að bora eftir heitu vatni Hitaveita Suðurnesja vinnur að því að undirbúa tilraunaboranir á Heimaey. í fyrra fékk Hitaveitan jarðfræðinga frá Orkustofnun til að rannsaka jarðlög á Heimaey og unnu þeir jarðfræðikort í framhaldi af því. Ivar Atlason, tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suðumesja í Vest- mannaeyjum, segir að jarðfræð- ingamir hjá Orkustofnun hafi eftir rannsóknir mælt með fjórum stöðum þar sem heppilegt væri að bora. „Sá kostur sem þeir mæltu helst með er á Haugasvæðinu og þar stendur til að bora niður á 1500 til 2700 metra en endanleg dýpt liggur ekki fyrir. Forstjóri Hitaveit- unnar er búinn að gefa það út að það verði farið í að bora á næsta ári eða í síðasta lagi 2006,“ sagði Ivar. „Verkið gengur út á það að ftnna brotið berg og fá úr því skorið hvort við fáum það heitan vökva að hann sé virkjunarhæfur. Því neðar sem borað er aukast líkumar á að finna vökva með meiri hita og þrýstingi, það er lykilatriði upp á hugsanlega raf- magnsframleiðslu. Mér og Friðriki Friðrikssyni, fyrrverandi veitustjóra, hefur verið falið það verkefni að nota veturinn til að undirbúa þetta verkefni," sagði Ivar. Engar uppsagnir Kennsla er nú með eðlilegum hætti í grunnskólunum eftir átök síðustu vikna. Samkvæmt upplýsingum eru allir kennarar mættir til vinnu þó þungt sé í þeim hljóðið að sögn Hjálmfríðar Sveinsdóttur, skólastjóra Bamaskólans. Víða um land hafa kennarar sagt upp störfum en engar uppsagnir hafa komið inn á borð skólastjóra í Eyjum. Halldóra Magnúsdóttir, skóla- stjóri Hamarskóla, segir kennara vera að hugsa sig um og gefi ekkert út um hvað þeir hyggist gera. Hún segir kvíða í kennur- um. Beðið er eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum en gerðar- dómur verður skipaður á laugar- dag, takist ekki samningar fyrir þann tíma. VETUR konungur hefur bankað upp á og er nær alhvít jörð í Eyjum. Mynd: Sæþór Forstöðumaður Nýsköpunarstofu ósáttur við Byggðastofnun: Umsóknir frá Vestmannaeyjum ekki teknar fyrir þrátt fyrir loforð Sigurjón Haraldsson forstöðumaður Nýsköpunarstofu segir að tölur sem birtust í Fréttum í síðustu viku um skiptingu styrkja milli landshluta hjá Byggðastofnun komi sér ekki á óvart. „Við byrjuðum fljótlega eftir að ég hóf hér störf að senda inn umsóknir fyrir nokkur verkefni. Það er þannig að Byggðastofnun hefur um 150 milljóna króna pott til að útdeila úr á hverju ári. Við sóttum um tii að sinna undirbúningsvinnu vegna nokkurra verkefna. Þau snerust um að fá ráðgjafa og sér- fræðinga til að útfæra hugmyndir og kanna grundvöll þeirra.“ Sigurjón segir að síðan hafi þeir beðið eftir svari en ekkert gerðist. „Loks sögðu þeir okkur að um- sóknin væri ekki nógu greinargóð. Þá sendum við ítarlega greinargerð og síðan höfum við fengið loforð nánast í hverjum mánuði að málið verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar. Þetta hefur verið að velkj- ast innanhúss hjá Byggðastofnun síðan í maí. Reyndar fékk ég munnlegt loforð eftir að fréttin birtist hjá ykkur, um að þetta verði tekið fyrir á fundi stjómar nú í lok nóvember.“ Sigurjón segir að umsóknir miðist við tvö ár og beðið er um 15 milljónir hvort ár. Hann veltir því upp hvort stjórn Byggðastofnunar taki ákvarðanir um styrki út frá því hvar neyðin sé mest en ekki sé litið til hvar góðu hugmyndirnar séu. „Það er allt of mikið verið að setja peninga í skammtímalausnir. Við getum tekið sem dæmi Vestfjarða- aðstoðina á sínum tíma. Þá voru settar 300 milljónir í að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjum á Vest- fjörðum árið 1997. Hvar eru þessi fyrirtæki í dag? Jú, þau eru öll hætt rekstri." Sigurjón bætti því við að honum fyndist oft verið að henda peningum í eitthvað til að friðþægja til skamms tíma. „Það er kannski skynsamlegra fyrir Byggðastofnun að setja pening í þau sveitarfélög þar sem einhverjar góðar hug- myndir eru í gangi.“ Friður og framfarir Það var góð stemming á söfnum bæjarins á laugardaginn þar sem margt var í boði. | BLS. 16 og 17 Fjölmenni á safnanótt TM-Öryggi fyrir fjölskylduna www.tmhf.is Sameinaðu allar tryggingar á einfaldan og hagkvæman hátt. ÖRYGGI Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 _ . Rettingar og sprautun Sími 481 1535

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.