Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember2004
Grunaður um ölvun:
Stakk af eftir
eftir útafkeyrslu
Undir morgun sl. laugardags var lög-
reglu tilkynnt um að bifreið væri
utanvega við gatnamót Ashamars og
Hamarsvegar. Þama hafði ökumaður
bifreiðarinnar greinilega misst stjóm á
bifreiðinni með þeim afleiðingum að
hún lenti utan vega og á umferðar-
merki sem er á gatnamótunum. Þrátt
fyrir eftirgrennslan lögreglu fannst
ökumaðurinn ekki. Hann gaf sig hins
vegar fram við lögreglu um hádegið
sama dag. Ökumaðurinn er gmnaður
um ölvun við akstur og er málið í
rannsókn.
Ökumaðurinn slapp ómeiddur frá
þessu atviki.
20.000 krónur
hurfu úr veskinu
-sem stolið var í Krónunni
en kom fram í ísjakanum
Síðastliðinn fimmtudag, þann 11.
nóv. var tilkynnt um að kvenveski
hafi verið stolið í versluninni
Krónunni. Veskið kom síðan fram í
versluninni ísjakanum um
klukkustund síðar. Stolið hafði verið
um 20.000 krónum sem vom í
veskinu. Ekki er vitað hver þama var
að verki en allir sem geta gefið
einhverjar upplýsingar um hver stal
veskinu em beðnir um að hafa
samband við lögreglu.
Bæjarstjórn: Sjálfstæðismenn og Vestmannaeyjalisti í eina sæng:
Friður og frcimfarir eru kjörorðin
Eftir miklar sviptingar í bæjarstjóm
Vestmannaeyja síðustu daga er orðinn
til nýr meirihluti Vestmannaeyjalista
undir forystu Lúðvíks Bergvinnssonar
og Sjálfstæðisflokks sem Amar
Sigurmundsson leiðir. Er þetta þriðji
meirihlutinn á kjörtímabilinu, fyrst
vom það D og B, næst kom B og V og
nú er D og V.
Eftir upphlaup í bæjarstjóm íjórða
nóvember, vegna viljayfirlýsingar um
kaup á Fiskiðjuhúsinu undir menn-
ingarhús sem Andrés Sigmundsson
hafði undirritað, varð óvíst um
framhald meirihluta V-lista og B-lista.
Andrés, bæjarfulltrúi B-lista, sendi frá
sér yfírlýsingu í síðustu viku þar sem
hann segir að hann hafi ekki skuld-
bundið neinn og því sé ekkert annað
að gera í stöðunni en að halda áfram
samstarfi með V-lista.
Búist var við að það myndi draga til
tíðinda á fundi bæjarráðs fimmtu-
daginn 11. nóvember. Þá var fyrsta
mál á dagskrá tillaga frá bæjar-
stjómarfundinum um að vísa Andrési
frá sem formanni bæjarráðs og
nefndar um byggingu Menningarhúss.
Andrés neitaði að yfirgefa fundar-
salinn á meðan mál hans voru rædd.
Eftir rúmlega tveggja klukkustunda
fund tókst ekki að komast að sam-
komulagi og var ákveðið að fresta
bæjarráðsfundinum um sólarhring.
Aftur var mætt kl. sjö á föstudags-
kvöldið. Fundað var í flestum
herbergjum á efstu hæð Ráðhússins
fyrir fundinn og báru menn saman
bækur sínar. Þá var óvíst í hvað stefndi
en samkvæmt heimildum reyndu
fulltrúar V-lista lengi vel fram eftir
föstudeginum að koma á sáttum við
Andrés. Það gekk ekki eftir og strax
og fundur hófst var ljóst í hvað stefndi
enda samþykktu Lúðvík Bergvinsson
og Amar Sigurmundsson tillögu
bæjarstjómar um að víkja Andrési frá.
Andrés bókaði á fundinum að þetta
væri honum pólitískt áfall sem kæmi
algjörlega í bakið á honum. Fundi var
frestað eftir tæplega hálftíma og um
leið tókust Lúðvík og Amar í hendur
um nýtt meirihlutasamstarf.
Síðar þetta sama kvöld, eða um
22.00 var skrifað undir samstarfs-
samning þar sem búið var að skipta
niður í helstu embætti og móta stefnu.
Andrés sagði á laugardaginn í yfír-
lýsingu að Lúðvík hafi undirbúið
aðförina vandlega og reynst ódrengur
undir lok samstarfsins. Hinir tveir
bæjarfulltrúar V-listans, Guðrún
Erlingsdóttir og Stefán Jónasson
sendu frá sér yfirlýsingu síðar þennan
dag og hörmuðu ósannar og
ósmekklegar ásakanir Andrésar í garð
Lúðvíks. A þriðjudaginn bar svo til
tíðinda þegar Framsóknarfélagið, sem
hingað til hefur staðið að baki
Andrésar, sendi ffá sér yfirlýsingu þar
sem hann er hvattur til að segja af sér.
Því virðist Andrés vera algjörlega
einangraður innan síns flokks sem og
bæjarstjómar.
A bæjarstjórnarfundinum á þriðju-
dag lagði Andrés aftur fram bókun,
mun ítarlegri en áður þar sem segir
meðal annars að ákvörðun Lúðvíks
um samstarfsslitin særi allt vinstra- og
félagshyggjufólk í Vestmannaeyjum
enda sé hann að leiða harðsvímð
hægriöfl aftur til valda. Litlar
umræður urðu um málið, Lúðvík og
Amar Sigurmundsson stigu í pontu og
töluðu um sína sýn á samstariíð en
svömðu Andrési litlu.
Lúðvík sagðist þó taka fulla ábyrgð
á því að hafa slitið samstarfmu. Það
hefði ekki verið veijandi að ætla sér að
taka pólitíska ábyrgð á gjörðum
Andrésar.
Fríður - Framfarir
A bæjarstjómarfundinum á þriðju-
daginn var eftirfarandi samstarfs-
samningur samþykktur:
V-listi (Vestmannaeyjalistinn) og D-
listi ( Sjálfstæðisflokksins ) em
sammála um að taka upp meiri-
hlutasamstarf í bæjarstjóm Vest-
mannaeyja til loka kjörtímabils
núverandi bæjarstjómar árið 2006.
Standi samstarfið undir þeim
væntingum sem til þess eru gerðar
getur skapast gmndvöllur til
áframhaldandi samstarfs eftir næstu
bæjarstjórnarkosningar fá listarnir til
þess umboð.
Gmndvöllur þessa samstarfs byggir
á brýnni þörf fyrir betri samstöðu
Eyjamanna í sókn og vöm fýrir Vest-
mannaeyjar og með hagsmuni
íbúanna að leiðarljósi.
Þá eru listarnir sammála um
eftirtalin atriði:
Bæjarstjóri verði áfram Bergur Elías
Agústsson. Skipurit Vestmannaeyja-
bæjar verður óbreytt til loka kjör-
tímabilsins 2006, að frátöldum
breytingum vegna fjárhagslegrar
endurskipulagningar og samstaða
næst um milli listanna.
Forseti bæjarstjómar verði af V-lista
og formaður bæjarráðs verði af D-
lista. Bæjarráð verði skipað tveimur
fulltrúum af D-lista og einum af V-
lista.Varamenn í bæjarráði verði tveir
af V-lista og einn af D-lista.
Formaður fjölskylduráðs verði af
V-lista, Formaður menningar- og
tómstundaráðs verði af D-lista til júní
2005 og V-lista til loka kjörtímabils
vorið 2006. Formaður skólamálaráðs
verði af D-lista. Formaður umhverfis-
og skipulagsráðs verði af V-lista.
Formaður hafnarstjómar verði af V-
lista.
Varaformenn ráðanna fjögurra,
bæjarráðs og hafnarstjómar verði af
þeim lista sem ekki skipar formann.
Jafnmargir fulltrúar verða frá hvomm
lista um sig í sjö manna ráðum.
Fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í
stjóm Eignarhaldsfélagsins Fasteignar
hf. verði af V-lista. En fulltrúi í stjóm
Hitaveitu Suðumesja verði af D-lista,
Gæta skal fyllsta jafnræðis milli
listanna við ákvarðanir um fulltrúa
bæjarins í nefndum og ráðum, sem
Vestmannaeyjabær á aðild að og
meirihlutinn tilnefnir í.
V-listi og D-listi eru sammála um
að leita allra leiða til spamaðar og
aðhaldssemi í rekstri bæjarfélagsins.
Staðið verði við samþykktir bæjar-
stjómar um byggingu Menningarhúss
í Vestmannaeyjum og byggingu nýs
leikskóla á Sólareitnum við Asaveg og
aðrar verklegar framkvæmdar sem
teknar hafa verið ákvarðanir um.
Einnig eru önnur verkefni í gangi sem
áfram verður unnið að.
D-listi og V-listi em sammála um
að leggja mjög ríka áherslu á bættar
samgöngur við Vestmannaeyjar. Það
er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þróun
byggðar í Eyjum að hægt verði að taka
ákvörðun um framtíðarstefnu í
samgöngum milli lands og Eyja
haustið 2005.
Fulltrúar listanna munu á næstu
vikum vinna frekar að útfærslu
samstarfsyfirlýsingar, auk verkefna-
áætlunar sem tekur mið af stöðu og
möguleikum bæjarfélagsins til næstu
framtíðar.
Vestmannaeyjar, 12. nóvember 2004,
Lúðvík Bergvinsson
Amar Sigumiundsson
Guðrún Erlingsdóttir
Elliði Vignisson
Elsa Valgeirssdóttir
Stefán Jónasson
Kosið í nefndir og ráð á vegum Vestmannaeyjabæjar:
Guðrún áfram forseti en Arnar formaður bæjarráðs
Á bæjarstjóm á þriðjudaginn var kosið
í ráð og stjómir á vegum Vest-
mannaeyjabæjar.
Fyrst var kosning forseta bæjar-
stjómar og skrifara til júní 2005.
Guðrún Erlingsdóttir fékk sjö atkvæði
í kosningu til forseta bæjarstjómar og
Elliði Vignisson fékk sjö atkvæði í
kosningu til varaforseta bæjarstjómar.
Bæjarráð:
Aðalmenn em Amar Sigurmundsson,
formaður, Lúðvík Bergvinsson,
varaformaður og Elsa Valgeirsdóttir.
Til vara em Stefán Jónasson, Elliði
Vignisson og Guðrún Erlingsdóttir.
Andrés Sigmundsson óskaði eftir
tilnefningu til setu í bæjarráði.
Fjölskylduráð:
Guðrún Erlingsdóttir formaður, G.
Ásta Halldórsdóttir varaformaður,
Kristín Valtýsdóttir, Auður Einars-
dóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Ágústa
Kjartansdóttir og Andrés Sigmunds-
son.
Menningar- og tómstundaráð:
Elliði Vignisson formaður, Bjöm
Elíasson varaformaður, Þorsteinn
Viktorsson, Páll Scheving Ingvarsson,
íris Róbertsdóttir, Egill Amgrímsson
og Andrés Sigmundsson.
Skólamálaráð:
Elsa Valgeirsdóttir formaður, Jóhann
Guðmundsson varaformaður, Berg-
þóra Þórhallsdóttir, Gunnlaugur
Grettisson, Steinunn Jónatansdóttir,
Margo E. Renner og Andrés Sig-
mundsson.
Umhverfis- og skipulagsráð:
Stefán Jónasson formaður, G. Ásta
Halldórsdóttir varaformaður, Sigríður
Bjamadóttir, Friðbjöm Ólafur Val-
týsson. Stefán Lúðvíksson, Drífa
Kristjánsdóttir og Andrés Sigmunds-
son.
Hafnarstjórn:
Hörður Þórðarsson formaður, Stefán
B. Friðriksson varaformaður, Viðar
Elíasson, Valmundur Valmundsson
og Skæringur Georgsson.
Stjórn Nýsköpunarstofu:
Eygló Harðardóttir og Páll Marvin
Jónsson. Til vara Guðrún
Erlingsdóttir og Stefán B. Friðriksson.
Lögregla:
Ökumenn
fari varlega
Af umferðarmálum er það helst að
frétta að í vikunni sem leið vom tíu
bifreiðaeigendur boðaðir með bif-
reiðar sína til skoðunar. Skrán-
ingarmerki vom tekin af einni bitfeið
vegna ástands hennar og ein kæra
liggur fyrir vegna vanrækslu á að
vátryggja bifreið.
Nú þegar kólna fer í veðri og færð
er ekki eins og best verður á kosið er
rétt að minna ökumenn á að fara
varlega í umferðinni. Rétt er að benda
ökumönnum á að búa bifreiðar sínar
undir vetrarakstur og skafa vel rúður
bifreiða sinna áður en haldið er af
stað.
Þá er rétt að minna foreldra á að
benda bömum sínum á að vera ekki
að leik úti á götum, sérstakiega þegar
hálka er, því það eykur slysahættu
enda eiga ökumenn erfiðara um vik
að stöðva bifreiðar sínar þegar hálka
er.
MARGIR kennarar nýttu sér áfaliahjálp sem veitt var á þriðjudaginn.