Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Side 9
f-
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004
9
Andrés Sigmundsson neitar því að hafa brotið trúnað:
Saddir stjómendur eru ekki
til þess fallnir að breyta miklu
-segir hcinn um nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vestmannaeyjcdistans
ANDRES: Ég vil benda bæjarbúum á að tíu mínútum eftir að bæjarráðsfundinum var slitið á
föstudaginn var komið nafn á meirihlutann og búið að skipa í nefndir. Trúi því nú hver sem vill hvort
þetta var ekki hönnuð atburðarás? Með þessu er Lúðvík Bergvinsson að rústa öllu samstarfi vinstri-
og félagshyggjufólks í Vestmannaeyjum sem hafði tekist með miklum ágætum. Lúðvík er að leiða
Sjálfstæðisfiokkinn til valda, en það var vegna lagvarandi setu hans, stöðnunar og spillingar sem leiddi
til þess að við mynduðum meirihlutastarf V-lista og Framsóknar.
Andrés Sigmundsson, bæjar-
fulltrúi framsóknar og frá-
farandi formaður bæjarráðs,
hefur ekki siglt lygnan sjó í
pólitíkinni eins og berlega
hefur komið fram í fréttum
síðustu daga. Hann er nú
kominn í sitt þriðja hlutverk í
bæjarstjórninni þó ekki séu
enn liðin þrjú ár frá síðustu
bæjarstjórnarkosningum.
Fyrstu sporin steig hann með Sjálf-
stæðisflokknum en eftir um eitt ár
slitnaði upp úr því sambandi og við
tók dans með Vestmannaeyja-
listanum. Það verður ekki sagt annað
um þennan seinni meirihluta Andrésar
en að þar hafi verið stígið fast tíl jarðar
í dansinum og ýmsu komið í fram-
kvæmd. En eitt spor steig Andrés sem
aðilar f bæjarstjóminni vom ekki
ánægðir með þegar hann skrifaði
undir viljayfirlýsingu um kaup á Fisk-
iðjuhúsinu undir menningarhús en þar
er hann formaður. Sjálfur lítur Andrés
ekki svo á að þama hafi hann farið yfir
strikið sem bæjarfulltrúi eða formaður
bæjarráðs því yfirlýsingin hafi á engan
hátt verið bindandi fyrir bæinn og
segir hann lögfræðiálit styðja þá
skoðun hans. En niðurstaðan er sú að
nýtt par er komið út á dansgólfið þar
sem Sjálfstæðisflokkur og Vest-
mannaeyjalistí hafa sett kinn við kinn.
Andrés fullyrðir að þama hafi
tumamir tveir, Amar Sigurmundsson
Sjálfstæðisflokki og Lúðvík Bergvins-
son hannað atburðarás tíl að koma sér
út í kuldann. En sjálfur er hann ekki
hættur, hann lítur á sig sem þjón þess
fólks sem kaus hann í síðustu kosn-
ingum.
AHtaf vlnstri maður
„Það mætti halda að ég fari alltaf með
ófriði en ég held að það sé frekar að
hann beinist að mér,“ segir Andrés
hlæjandi þar sem við sitjum í stofunni
heima hjá honum. „Ég hef alltaf verið
vinstra megin í pólitíkinni," segir
Andrés þegar hann er spurður að því
hvar hann staðsetji sig í hinu pólitíska
litrofi. „Ég var formaður Æskulýðs-
fylkingarinnar í Vestmannaeyjum sem
var í samræmi við skoðanir mínar. Ég
var skráður í Samtök frjálslyndra og
vinstri manna sem átti þátt í að fella
Viðreisnarstjómina 1971. Ég fór í
framboð fyrir Samtökin en aðal-
mennimir vora Hannibal Valdi-
marsson og Magnús Torfi Olafsson.
Eftír það gekk ég til liðs við Framsókn
og hef verið þar síðan.“
Bæjarpólitíkin 1
Vestamannaeyjum
„Ég sat í bæjarstjóm fyrir Framsókn
árið 1990 en þá komst Sjálfstæðis-
flokkurinn til valda í Vestmannaeyjum
og hefur því verið í stjóm bæjar-
félagsins í um 12 ár. í mínum huga er
Sjálfstæðisflokkurinn veikburða
flokkur og honum hafa fylgt marg-
vísleg óþægileg mál eins og algengt er
um flokka sem sitja lengi að völdum.
Ef til vill er það einkenni lýðræðis að
framfarir gerast oft svo skelfing hægt
en þó er það svo að einstaklingar geta
oft ýtt á framfarir. Ég er bara þannig
gerður að ég hef viljað keyra hratt og
framkvæma en það virðist ekki vera
þeim stóra að skapi,“ segir Andrés og
vísar þama til Sjálfstæðisflokks og
Vestmannaeyjalistans sem fengu þrjá
bæjarfulltrúa hvor í síðustu kosning-
um en Andrés sat í oddasætinu.
Á síðasta kjörtímabili starfaði
Andrés með V-listanum, var formaður
og sat í stjóm Bæjarveitna fyrir hans
hönd. Það slitnaði upp úr samstarfmu
þegar V-listinn lagðist gegn sölu
Bæjarveitna til Hitaveitu Suðumesja.
„Ég studdi söluna með sjálfstæðis-
mönnum en fyrir það galt ég, þurfti að
víkja sem formaður en eftír á að
hyggja var það kórrétt ákvörðun að
skella sér í söluna. Ég held að flestír ef
ekki allir séu sammála um það núna.
Síðar fór ég að vinna að framboði
Framsóknarflokks og óháðra og var
þar í efsta sæti.“
Andrés segir að undir lok kjör-
tímabilsins 1986 til 1990 hafi verið
orðið kreíjandi að heíja undirbúning
að skipulagsbreytingum. „Við höfð-
um verið að stokka upp ýmislegt hjá
bænum en það var ýmislegt eftír. Það
lá til dæmis fyrir að fara í breytíngar á
rekstri bæjarins. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði ekki dug til að taka á rekstrinum
á þeim tólf áram sem hann sat í
meirihluta til ársins 2002 og fyrir það
líðum við í dag.“
Andrés segir að vandinn hafi vaxið
með hveiju árinu sem leið. I kosn-
ingunum 2002 mat hann það svo eftír
viðræður við forystu flokksins að
sjálfstæðismenn væra þá reiðubúnir til
að fara í endurskipulagningu hjá
bænum og því hafi hann verið til í
slaginn og gengið til liðs við þá.
„Þegar á reyndi vora þeir hins vegar
ekki tilbúnir til nokkurra breytinga og
það var ástæðan fyrir því að það
slitnaði upp úr samstarfmu enda þótt
brotnað hafi á samgöngumálum. Þá
varð til nýr meirihluti sem er einn sá
besti sem setið hefur í bæjarstjóm
Vestmannaeyja um áratuga skeið,“
segir Andrés og á þar við samstarf
Framsóknar og V-lista.
Enginn trúnaðarbrestur
„Það var strax ráðist í skipulags-
breytingar í Ráðhúsinu og haldið
áfram annars staðar í kerfinu. Því starfi
er ekki lokið en allt miðaðist þetta við
að gera kerfið straumlínulagaðra
þannig að það þjóni íbúunum sem
best. Þetta er sú pólitík sem ég stend
fyrir. Ef við ímyndum okkur línu þar
sem grasrótín er fyrir ofan þá eram við
bæjarfulltrúar fyrir neðan til að
þjónusta fólkið. Skilvirkt stjómkerfi
er forsenda þess að við getum sinnt
okkar hlutverki og eins þess að fólkið
nái að hafa áhrif á það sem gerist
innan veggja Ráðhússins. Fómar-
kostnaðurinn við nauðsynlegar skipu-
lagsbreytingar er því miður oft að
segja upp fólki og þá verður maður að
vera undir það búinn að maður sé
látinn íjúka. Það á við bæjarfulltrúa
eins og aðra.“
Þegar talið berst að atburðum
síðustu daga neitar Andrés því að
samstarfið hafi ekki gengið vel. Hann
hafi sjálfur ekki vitað um neinn
trúnaðarbrest milli hans og V-listans.
„Þetta var hönnuð atburðarás frá
upphafi. Þegar Guðjón Hjörleifsson
vitnaði í mig á bæjarstjómarfundinum
örlagaríka hafði hann eftir mér að
strákamir í Fiskiðjunni væra of dýrir,“
segir Andrés.
„Þetta sannar tvennt. í fyrsta lagi að
málið hafði verið til umræðu í
verkefnanefndinni og átti því ekki að
koma á óvart. í öðra lagi það sem ég
hef haldið fram að verðið hafði alls
ekki verið ákveðið. Þetta vissu menn
og því var óheiðarlegt að halda því
fram að ég hefði verið reiðubúinn til
að kaupa Fiskiðjuhúsin fyrir langt yfir
100 milljónir. Énda er það alveg út í
hött. Á fundinum kom líka fram í máli
Lúðvíks að viljayfirlýsingin sem ég
undirritaði væri alls óskuldbindandi
fyrir bæjarfélagið. Því var það gegn
hans betri vitund að nota þetta síðar
sem trúnaðarbrest. Það var einnig
gegn betri vitund að leggja að mér að
undirrita mistakayfirlýsinguna, því
engin mistök höfðu átt sér stað.“
Var beittur þrýstingi
„Ef við víkjum síðan aftur að bæjar-
stjómarfundinum var mér bent á að
hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið einn
að verki hefði krafan verið sú að ég
viki alfarið úr bæjarráði og verk-
efnanefndinni en ekki aðeins sem
formaður. Á löngum fundi fyrir
bæjarráðsfund á fimmtudaginn reyndi
Lúðvík aftur að beita mig þrýstingi til
að játa mistök og segja af mér
formennsku í verkefnanefndinni. Ég
benti honum á lögfræðiálitið en
sagðist verða reiðubúinn til að ræða
breytingar í öllum nefndum síðar. Ég
teldi hins vegar að afsögn núna væri
ekkert nema viðurkenning á sök sem
ég hef ekki framið. Allt þetta sannar
mér að atburðarásin hafi verið plönuð.
Þegar ákveðið var að fresta bæjar-
ráðsfundi frá fimmtudegi til föstudag
var það til þess eins að þeim tækist að
púsla saman því sem upp á vantaði.
Það er svo Lúðvík Bergvinsson sem
slítur meirihlutasamstarfmu á föstu-
daginn og talar þá um trúnaðarbrest.
Ég vil benda bæjarbúum á að tíu
mínútum eftir að bæjarráðsfundinum
var slitíð á föstudaginn var komið nafn
á meirihlutann og búið að skipa í
nefndir. Trúi því nú hver sem vill
hvort þetta var ekki hönnuð at-
burðarás?" segir Andrés og heldur
áffam.
„Með þessu er Lúðvík Bergvinsson
að rústa öllu samstarfi vinstri- og
félagshyggjufólks í Vestmannaeyjum
sem hafði tekist með miklum ágætum.
Lúðvík er að leiða Sjálfstæðisflokkinn
tíl valda, en það var vegna langvarandi
setu hans, stöðnunar og spillingar sem
leiddi til þess að við mynduðum
meirihlutastarf V-lista og Framsóknar.
Samfara félagslegum áherslum höfum
við verið að stokka upp valda- og
stjómarkerfið og leggja grann að
niðurgreiðslu á langvarandi skuldum
bæjarins. Nú munu sjálfstæðismenn
fá tvo menn í bæjarráð í stað eins áður
og tel ég að það muni spegla
valdahlutföllin í nýrri stjóm Eyjanna.
Það er því spuming hvort höfuð-
stöðvar V-listans færist ekki líka upp í
Ásgarð," segir Andrés og brosir.
Hvað með framtíðina? „Ég vona að
þær framfarir sem við lögðum grann
að haldi áfram Ég er hins vegar
hræddur um að vorið kólni. I
Vestmannaeyjum era tiltölulega fáir
sterkir einstaklingar en allur al-
menningur á undir högg að sækja.
Saddir stjómendur era ekki til þess
fallnir að breyta miklu,“ sagði Andrés
að lokum.
omar@eyjafrettir.is
IÞ