Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Síða 16
16
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004
Fjölmenni á nótt safnanna
▲
Andrés Sigmundsson sagði ►
sögur úr gosinu og á milli
rifjaði Sæþór Vídó upp Topp
tíu gosáranna. Þarna voru
gestir milli 60 og 70
▲
M Það mættu milli 60 og
70 manns að hlýða á
Amar Sigurmundsson
fyrir utan Landlyst.
Þar stóð fólkið í kulda
og trekk á meðan
Arnar sagði sögu þess
sem fyrir augu bar,
Landlystar, Skansins,
hafnargarðanna, Sjó-
veitutanksins, lýsingu
Heimakletts og fleira.
Nótt safnanna á laugardaginn
heppnaðist mjög vel og
þátttaka var góð. Dagskráin
hófst klukkan tvö með
upplestri rithöfunda í
Bókasafninu og eftir það tók
við hver dagskrárliðurinn af
öðrum og lokatónninn var
sleginn í Vélasalnum þar sem
ljúfir djasstónar yljuðu
gestum fram eftir nóttu. Það
var ekki annað að heyra en að
fólki líkaði þetta framtak vel.
Nótt safnanna, er haldin að frum-
kvæði Kristínar Jóhannsdóttur ferða-
mála- og markaðsfulltrúa, sem þama
var að færa þýska hugmynd yfir á
Vestmannaeyjar. Þó aðstæðumar séu
ekki þær sömu þá eiga Vestmanna-
eyjar sér ekki síður sögu en borgir í
Þýskalandi. Og söfnin eru til staðar,
Byggðasafnið, Náttúmgripasafnið,
Skanssvæðið og Júlíukróin sem er
einstök heimild um tíma sem var.
I síðustu viku var Norræna bóka-
safnsvikan og bar því vel í veiði fyrir
Bókasafnið að tengjast Safnanóttinni
og þar hófst dagskráin með upplestri ,
Kristínar Steinsdóttur, Áma Johnsen
og Ulfars Þormóðssonar. Ami las upp
úr væntanlegri bók sinni og Úlfar upp
úr bók sinni sem er nýkomin út. Vel
var mætt og góður rómur gerður að
lestri þeirra félaga og kitlaði Ámi oft
hláturtaugar viðstaddra.
Seinna um daginn barst leikurinn út
á Skans þar sem séra Þorvaldur Víðis-
son var með helgistund í Stafkirkj-
unni. Þar var líka vel mætt og eins
hlýddu milli 60 og 70 manns á Amar
Sigurmundsson fyrir utan Landlyst.
Þar stóð fólkið í kulda og trekk á
meðan Amar sagði sögu þess sem
fyrir augu bar, Landlystar, Skansins,
hafnargarðanna, Sjóveitutanksins,
lýsingu Heimakletts og fleira.
Eftir kvöldmat var boðið upp á
sögur og tónlist frá gosinu 1973 á
Byggðasafninu. Andrés Sigmundsson
sagði sögur úr gosinu og á milli rifjaði
Sæþór Vídó upp Topp tíu gosáranna.
Þarna vom gestir milli 60 og 70 og
tókst báðum vel upp, Andrési í
upplestrinum sem var á léttari
nótunum og Sæþóri í tónlistinni.
Mest var aðsóknin í Júlíukrónna þar
sem Sigurgeir Jónsson fór með
sagnaþætti af Bjamhéðni Elíassyni
fyrrum skipstjóra og útgerðarmanni.
Júlíukróin, sem er kennd við Júlíu VE
sem Emil Andersen stýrði og gerði út,
er einstök heimild um útgerðarsögu
Vestmannaeyja sem verður að varð-
veita. Hún er enn í eigu fjölskyldunnar
og hefur Jóel, sonur Malla á Júlíu eins
og Emil var venjulega kallaður, séð
um hana undanfarin ár.
Það var vel til fundið hjá Sigurgeir
að rifja upp kynni sín af Bjamhéðni á
þessum stað því þeir Malli vom
samtímamenn. Þama vom mættir vel
yfir hundrað manns og skemmtu sér
hið besta enda fór sagnaþulurinn
Sigurgeir í Gvendarhúsi á kostum.
Það var fullt út úr dymm á
fyrirlestri og myndasýningu Ingvars
Sigurðssonar, forstöðumanns
Náttúmstofu Suðurlands, í
Náttúragripasafninu þar sem hann
sagði frá dvöl sinni á
Suðurskautslandinu. Athyglisverð
frásögn af heimsálfu sem ekki er í
alfaraleið.
Lokahnykkur Safnanætur var svo í
Gamla Áhaldahúsinu, Vélasalnum,
þar sem opnuð var sýning Ljós-
myndasafns Vestmannaeyja á ein-
stæðum ljósmyndum Kjartans Guð-
mundssonar af Kötlugosinu 1918.
Þetta em myndir sem aldrei hafa áður
verið sýndar og sýna vel þá miklu
krafta sem Katla býr yfir. Er
athyglisvert a§ sjá þessar myndir núna
þegar búast má við Kötlugosi á hverri
stundu.
-f