Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 17
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004 17 Þama var líka mætt Jazztríó Stolza & co sem flutti blandað jassefni, bæði frá gamla swingtímanum og frá bebop tímabilinu. Hljómsveitina skipa Erik Qvick trommur, Olafur Stolzenwald kontrabassa, og Andrés Þór Gunnlaugsson gítar. Þeir jössuðu fram á nótt og þar með lauk velheppnaðri Safnanótt og full ástæða til að taka ofan fyrir Kristínu og öðrum sem að henni komu. Það er jú alltaf svo ánægjulegt þegar einhver nennir að bijóta upp hversdaginn fyrir okkur hin. „Eg kynntist þessu í Berlín og Frankfurt þar sem allur sá fjöldi safna sem þar eru var opinn langt fram á nótt,“ segir Kristín um þá hugmynd sína að yfirfæra þýskar safnanætur yfír á Vestmannaeyjar. „Þar var boðið upp á dagskrá sem gekk frá einu safni til annars enda ekki hægt að vera með sér uppákomu á hverjum stað. Það var svo eftir Menningamótt í Reykjavík í sumar að ég nefndi þetta í spjalli. Eftir að hafa búið við þýskt skrifræði í mörg ár reiknaði ég ekki með að Safnanótt í Vest- mannaeyjum gæti orðið að vemleika fyrr en einhvem tíma næsta haust. En hér em hlutimir gerðir strax og tveimur mánuðum seinna er fyrsta Safnanóttin orðin að vemleika.“ Kristín segir að í fyrstu hafl hún reiknað með að tónlistin yrði fyrirferðarmikil en í ljós hafi komið að hér er mikið af fólki sem hefur frá ýmsu að segja og segi skemmtilega frá. „Við renndum blint í sjóinn með aðsókn en okkur tókst að draga fólk upp frá sjónvarpinu og aðsóknin var meiri en ég þorði að vona. Allir sem lögðu okkur lið vom til í slaginn og úr varð skemmtun sem kostaði lítið sem ekki neitt. Það er fullur áhugi á að gera þetta afitur að ári og ég bið alla þá sem eiga eitthvað í pokahorninu að hafa samband," sagði Kristín að lokum. Það var fullt út úr dyrum á ► fyrirlestri og myndasýningu Ingvars Sigurðssonar í Náttúrugripasafninu A í Gamla Áhalda- húsinu, var sýning Ljósmyndasafns Vestmannaeyja á Ijósmyndum Kjartans Guð- mundssonar af Kötlugosinu 1918. M Jazztríó Stolza & co jassaði fram á nótt og lauk velheppnaðri Safnanótt. ^ Mest var aðsóknin í Júlíukrónni þar sem Sigurgeir Jónsson fór með sagnaþætti af Bjarnhéðni Elíassyni A fyrrum skipstjóra og útgerðarmanni. Frœðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja Þetta er námskeiðið sem margir hafa beðið eftir! T130010904 - Ýmis hagnýt tölvukennsla fyrir námsmenn, skrifstofufólk og framhaldsbyrjendur Ritgerðaruppsetning, skýrslugerð, prentun, upprifjun frá eldri námskeiðum ofl. Hagnýtt einstaklings- og hópmiðað námskeið fyrir skrifstofufólk, vœntanlega námsmenn og námsmenn. Á námskeiðinu verða kynntir notkunarmöguleikar Word ritvinnsluforritsinsí ritgerðarsmíðum, skýrslum o.fl. Farið verðurí ýmsa notkunarmöguleika tölvunnar og ýmissa forrita við nám og starf s.s. ýmsar uppsetningarí töflureikni, áprentun á umslög og límmiða, tengiprentun ofl. Umrœðuvefur verður notaður meðal nemenda á meðan á námskeiði stendur þar sem nemendur geta fengið leiðbeiningu og rcett saman. Staösetning: Rannsókna- og frceðasetur Vestmannaeyja 3ju hœð. Tími: Kennt verður í samtals 12 kennslustundir auk tölvusamskipta meðal nemenda og kennara á meðan á námskeiði stendur, Fyrsti tlmi verður fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20 Aðrir tímar ákveðnir í samráði við nemendur. Áhugasömum er bent á að láta skrá sig nú þegar. Verö: 16.900 Annað á vegum Visku: Endurbygging austurbœjar ? - opinn kynningarfundur fyrir almenning Kynningarfundur á verkefninu „Endurbyggingu austurbcejar" verður sunnudaginn 21. nóvember 2004 kl. 16:00 í Rannsókna- og frœðasetrinu Strandvegi 50 3ju hceð. Kynnt verður hugmynd verkefnisins, staða þess og framtíðarsýn. Allir er láta sig minningu horfins austurbcejar á Heimaey varða eru sérstaklega hvattir til að mceta. Á fundinum verða afhent bréf til íbúa þessa svceðis og farið yfir íbúaskrá til staðfestingar. Fundarstjórar Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur og Bergþóra Þórhallsdóttir forstöðumaður Visku, Kaffiveitingar Bókarkynning tUpplesturog kynning á bókinni "Ránið" eftir Gunnhildi Hrólfsdótfur, en Ránið er þriðja sjálfstceða sagan um Kötlu. Katla er komin aftur til Vestmannaeyja þar sem hún cetlar að dvelja hjá vinkonu sinni yfir þjóðhátíð. Brekkusöngur, brenna og flugeldar, þcer vilja ekki missa af neinu. Margt er þó öðruvísi en cetlað er og gegn vilja sínum fœrist Katla pftur til ársins 1627 þegar Tyrkir komu til landsins og rcendu íslendingum í hundraðatali. Fjölskyldum var sundrað, fólk smánað og flutt til Alsír þar sem það var selt í ánauð. Nútímaunglingurinn Katla sogast inn í atburðarás sem er cesilegri en nokkur tölvuleikur. Augnlæknir. Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni dagana 22. - 26. nóvember. Tímabókanir verða föstudaginn 19. nóvember kl. 9 -14 í síma 481-1588 og mánudaginn 22. nóvember kl 9 -14 í síma 481-1955. Væntanlegir sérfræðingar á Heilbrigðisstofnunina Vestmannaeyjum 23 - 28. nóvember Þorvaldur Magnússon nýrnasérfræðingur.. 04. -12. desember Gunnar Guðmundsson lungnasérfræðingur Nánari upplýsingar og tímabókanir eru gefnar í móttöku Heilbrigðistofnunarinna, sími 4811955. Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum eyjafrettir.is - Fréttir milli frétta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.