Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Side 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004 Landa- KIHK.IA Fimmtudagur 18. nóvember Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Spjall og góð samvera á morgungöngunni með bamavagninn. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. Heim- sóknargestir velkomnir líka. Kl. 15.50. Kirkjuprakkarar, kirkju- starf 6-8 ára krakka sem fara í leiki og eiga líka bænastund. Kl. 17.00. TTT- kirkjustarf 9-12 ára krakka. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Laugardagur 20. nóvember Kl. 12.30. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, eldri hópnum, í Safnaðarheimilinu. Sunnudagur 21. nóvember Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með leik, sögum og lofgjörð. Kl. 14.00. Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins. „Manns- sonurinn kemur.“ Altarisganga. Kaffisopi á eftir. Sr. Kristján Bjömsson. Kl. 20.30. Fundur hjá Æskulýðs- félagi Landakirkju-KFUM&K. Mánudagur 22. nóvember Kl. 17.30. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kven- félagi Landakirkju. Þriðjudagur 23. nóvember Kl. l'7.00. Æftng hjá Litlum læri- sveinum, yngri hóp. Kl. 18.00. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, eldri hóp. Kl. 20.00. Hópastarf, 12 spora andlegt ferðalag í kristinni mi. Miðvikudagur 24. nóvember Kl. 20.00. Tensing unglingastarf í KFUM&K húsinu við Vest- mannabraut. Æskulýðsfélag Landakirkju-KFUM&K. ITvítasunnu- KIIÍK.IAN Fimmtudagur 18. nóvember Kl. 20:30 Biblíufræðsla. Stenst Biblían í nútímanum? Föstudagur 19. nóvember Kl. 20:30 Unglingakvöld, fyrir alla unglinga. Laugardagur 20. nóvember Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar- stund með brauðsbrotningu. Sunnudagur 21. nóvember Kl. 15:00 SAMKOMA og Bama- starf. Mikill söngur, blessun og fyrir- bænir. Lifandi og kröftugt Guðs orð. Bamastarf meðan samkoman er. Kaffisopi og gott samfélag eftir samkomu. „Andi minn gleðst í Guði frelsara mínum.” Lúk. 1:47. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastundir hvern virkan dag milli kl. sjö og átta á morgnana. Aðventkirkjan Laugardagur 20. nóvember Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Á leiðinni á Old Trafford Gísli Valtýsson, framkvæmdastjóri Eyjasýnar óskar hér að ofan Jóhannesi Sigurðssyni til hamingju með það að hafa verið dreginn út í áskriftaleik Frétta. Jóhannes er á leiðinni á Old Trafford þar sem hann fær tækifæri til að fylgjast með leik Manchester United gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Charlton Athletic. Jóhannes er reyndar Liverpool aðdáandi en hefur lengi stefnt á að fara á leik í enska boltanum en aldrei farið. Það verður því ekki amalegt fyrir Jóhannes að sjá Hermann taka Ronaldo í bakaríið. Athyglisverður fyrirlestur um lesblindu: Lesblindir oftast mjög skapandi fólk -listrænir og hafa góða tilfinningu fyrir þrívídd HALLI kann þá list að skemmta fólki og koma því á framfæri sem hann vill segja. Kominn heim Fyrirlestur um lesblindu verður í Safnaðarheimilinu næsta laugardag klukkan 12.00. Fyrirlesturinn verður tvískiptur og fjallað verður um Davis aðferðafræði. Koibeinn Sigurjónsson hjá Les- blind.com heldur fyrirlesturinn og varð hann fyrir svörum. Kolbeinn segir að bakgrunnur Davis aðferðanna verði kynntur og farið verði yfir hvað sé Davis leiðrétting og Davis námstækni fyrir grunnskóla. „Við erum að kynna hvað er í boði fyrir lesblinda en Davis leiðrétting er hugsað sem úrræði fyrir þann hóp. Við erum ekki að rétta tæki eins og litaglærur eða þvílíkt heldur kennum tæknisem auðveldar lesblindum leiðina til náms. Davis námstækni hins vegar er hugsuð fyrir grunnskóla- kennara og er tækni sem kennari notar á hóp harna, heilan bekk. Það geta öll börn nýtt sér þessa tækni, sérstaklega þau sem eiga við lesblindu að stríða,“ sagði Kolbcinn. Fyrirlesturinn er sérstaklega hugsaður fyrir foreldra og kennara og eftir fundinn verður boðið upp á greiningarviðtöl. Þegar Kolbeinn er spurður út í Davis leiðréttingu segir hann að námskeiðið taki viku þar sem leiðbeinandi fer í gegn um ferlið með nemanda. „Hjá lesblindum einstak-lingi eru mörg ljón í veginum, sem trufla hann við nám. Við temjum ljónin. Við aðstoðum ekki við námsefnið heldur kennum tækni sem getur hjálpað nemendum að tileinka sér námsefnið.“ Kolbeinn segir að lesblindan fari aldrei, hún hafi marga kosti en neikvæð hlið hennar birtist í formi námsörðugleika og því hlýtur sú hlið hennar alla athyglina. „Einstaklingur sem þjáist af lesblindu býr oft yfir miklum kostum. Þetta er oftast mjög skapandi fólk, listrænt og hefur góða tilfinningu fyrir þrívídd. Styrkleikarnir geta legið í hönnun, verk- þekkingu, handverki og það væri hægt að telja endalaust. Sem barn er lesblindur einstaklingur oft forvitnari en gengur og gerist, sem er grunnur þess að afla sér þekkingar. Ef viðkomandi fær hins vegar blýant og blað í hendurnar þá fer allt í vitleysu. Þetta eru ciginleikar sem nýtast fólki oft ekki fyrr en á hærri skólastigum, því grunnnámið er svo skipulagt að þessir einstaklingar þrífast þar illa. Þú færð ekki einkunn fyrir hvatvísi eða áræðni í skóla, né að fara þínar eigin leiðir. Arangur samkvæmt fyrirfram skilgrcindri mæli- stiku er það eina sem gildir. Líklegt er að mikill mannauður fari til spillis þar sem svo niargir skapandi einstaklingar komast ekki í gegnum grunnnámið.“ Utgangspunktur Davis aðfcrðarinnar er að fólk tileinki sér tækni sem hjálpar því í námi og starfi. „Við forðumst loforð en þessi aðferð hefur reynst mörgum árangursrík,“ sagði Sigurjón en hægt er að bóka viðtal eftir fundinn hjá Lesblind.com. -Halli Reynis sló Halli Reynis tróð upp á Comero á föstudagskvöldið fyrir fúllu húsi og var stemmningin góð. Sjálfur var Halli ánægður með móttökumar og greinilegt var að margir vom mættir til að rifja upp gömul kynni því Halli varhér tíður gestur á ámm áður. A heimasíðu sinni segir Halli að það hafi verið að það hafi verið gaman að koma til Eyja enda hafi hann ekki spilað hér síðan 1997. „Ég spilaði á stað sem heitir Comero sem er í alla staði skemmtilegur. Helena er húsfreyja þar á bæ og góð heim að sækja. Það var mjög góð mæting á tónleikanna og góð stemmning og fannst mér vel á móti mér tekið í alla staði. Eins og týndi sonurinn væri kominn heim, takk fyrir og velkominn heim. Ég vonast til að komast aftur í vetur til Eyja,“ segir Halli á heimasíðunni. Sá sem þctta skrifar þekkir ekki mikið til Halla Reynis nema að hafa í gegn á Cornero heyrt til hans nokkuð reglulega í útvarpi. En það segir ekkert um listamanninn sem hefur verið mjög afkastamikill. Er hann nú að fylgja sínum fimmta diski úr hlaði. Sá heitir Við erum eins, sem á mjög vel við tónleika hans á Comero á föstudags- kvöldið, svo vel féll hann inn í hópinn sem þama var mættur til að kynnast honum eða rifja upp gömul kynni. Halli Reynis er söngskáld af bestu gerð, lög, textar, söngur og undirspil smella saman og allt kemst til skila. Hún var því skemmtileg stundin þama á Comero sem hentar vel undir tónleika af þessu tagi. Það er því full ástæða til að þakka Halla Reynis fyrir innlitið um leið og Helenu húsffeyju er þakkað framtakið. Því sennilega er staðurinn hennar á lofti Vömhússins best geymda leyndarmálið í skemmtanalífi Vestmannaeyja í dag. omar@ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.