Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 21. apríl 2005 Þórunn Jónsdóttirer Eyjamaður vikunnar. Ég skora á Sveinbjörgu frá Hálsi til að vera næst. EYJAMAÐUR VIKUNNAR Handavínna aðaláhugamálið Grafin lúða og kjötkássa Það hefur varla farið fram hjá nokkmm Eyjamanni að um næstu helgi er hippahátíðin fræga. Hippaklæðnaðurinn var ansi sérstakur og gera margir mikið úr því að vera rétt klædd eða klæddur þetta kvöld. Þómnn Jónsdóttir hefur ásamt Astu vinkonu sinni saumað hippaföt í stómm stíl. Það gerðu þau líka í fyrra og fengu færri en vildu föt hjá þeim. Þær halda nú úti heimasíðu og taka við pöntunum og munu selja hippafötin á handverksmarkaði hippans á föstudagskvöld. Nafn: Þómnn Jónsdóttir. Fæðingardagur: 20. janúar 1965. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Eiginmaðurinn Hlynur Geir Richardsson og börnin 5, Davíð Smári, Björgvin, Auður Ósk, Bjarki og Dagný Sif. Draumakíllinn: Húsbíll með öllu tilheyrandi. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt á alla vegu. Versti matur: Saltfiskui'. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Stuðmenn. Uppáhalds vefsíða: www.blog.central.is/hippaband. Aðaláhugamál: Ýmiss konar handavinna, prjón, hekl, saum p.fl. og ættfræði. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Steinadalur í Suður-sveit. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkyns- sögunni: Veit ekki. Ertu hjátrúarfull? Það kemur fyrir. Uppáhalds íþróttamaður og/eða íþróttafélag: Auður Ósk Hlynsdóttir og ÍBV. Stundar þú einhverja íþrótt: Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni: ER, Krónikan og Öminn. Besta bíómynd sem þú hefur séð: Dalalíf. Hvernig kom það til að þið fóruð að sauma hippaföt? Helga Jónsdóttir yfirhippi benti okkur á þennan möguleika á sl. ári og við slógum til. Hvernig hafa móttökurnar verið? Hreint út sagt frábærar. á síðasta ári fengu færri en vildu svo það er unr að gera að mæta tímanlega í ár. Hvernig leggst hippahátíðin í þig? Mjög vel. Eitthvað að lokum: Hvet fólk til að mæta á föstudagskvöldið í Vélasalinn við Vesturveg kl. 20.00 og kíkja á það sem við höfum verið að sauma og hekla sl. vikur einnig eru myndir á síðunni www.blog.central.is/handverk sem vert er að skoða. Ég þakka Auðbjörgu kœrlegafyrir áskorunina og œtla að bjóða upp á grafna lúðu og franska kjötkássu. Grafín lúða 2 msk. ólífuolía 1 laukur 3-4 hvítlaukstrif 500 gr lúða 6 sítrónur I laukur 1 tsk oregon (Helst ferskt en annars 2 tsk) 2-4 tómatar (Eftir smekk og stærð) I paprika 'A tsk. salt 'A tsk. pipar Va bolli olía 1 lítil krukka ca. 3 dl sætur pikkles 'A tsk. sykur 2-3 dropar tabascosósa 10 svartar steinlausar ólívur Aðferð: Lúðan skorin í strimla. 3 sítrónur sneiddar. Lúðu og sítrónusneiðum raðað til skiptis í skál sem hægt er að loka vel. Safinn kreistur úr hinum sítrónunum og hellt yfir. Látið standa í ísskáp í minnst 10 líma, hristið af og til.Grænmeti saxað niður, það ásamt olíunni látið saman í skál. Látið standa í I klst. Það er síðan sett í blandara, Lúðan tekin úr sítrónubaðinu, smá af sítrónusafanum hellt í blandarann. Mixað vel saman. Lúðan sett í hreina skál með loki, gumsinu hellt yfir og látið standa í 3 klst. Þá er lúðan tekin upp úr og raðað á fat. Smá gums yfir. Restin af gumsinu sett í skál. Borið frarn með ristuðu brauði. Frönsk kjötkássa Mjög góður kjötréttur sem hægt er að laga daginn áður, og baka svo áður en gestir koma. Matthildur Sveinsdóttir er matgæðingur vikunnar 'A kg svínagúllas 'A kg lambagúllas 3 pylsur (soðnar) 1 ds. tómatar í bitum 1 msk. tómatsósa úr dós 2 msk. rauðvín (má vera meira) 100 gr bakaðar baunir 1 bolli croutons Brytjið lauk og hvítlauk og steikið á pönnu. Sett til hliðar. Steikið svína- og lambakjöt við háan hita í potti í nokkrar mínútur Bætið lauk út í og síðan pylsurn, tómötum tómatsósu rauðvín og smá vatni út í pottinn, látið sjóða í nokkra mínútur. Setjið í eldfast mót (þá má geyma þetta) Látið (180° heitan ofn í 1 og 'A tíma. Bætið baununum og brauðinu ofan á og bakið í 'A tíma. Skreytið með steinselju. Berið fram heitt með salati og snittubrauði. Verði ykkur að góðu. Vestmannaeyingar Þann 31. janúar sl. fæddist Önnu Halldórsdóttur og Halldóri Sölva Haraldssyni, stúlka. Hún vóg 3.392 kg. og var49.5 cm. löng. Hún fæddist á Landsspítalanum í Reykjavík og hefur hlotið nafnið Helga Lind Halldórsdóttir. A myndinni heldur amma hennar og nafna. Helga Símonardóttir á ungviðinu. Fjölskyldan er búsett í Eyjum. Alls tóku 32 strákar þátt í skólaskákmóti Taflfélagsins í síðustu viku þar sem keppt var í tveimur aldursflokkum. Nökkvi Sverrisson stóð uppi sem sigurvegari í ungri flokki, Hallgrímur Júlíusson varð í 2. sæti og Sindri Freyr Guðjónsson í því 3. í eldri flokki sigraði Þórhallur Friðriksson og Haraldur Pálsson varð í 2. sæti. Hvað á að gera um helgina? „Eg ætla að fara með konunni upp á land, hún er að útskrifast úr fjamámi frá Bifröst. Verð að bardúsa í bænum á föstudaginn fyrir Tölvun og fer svo í útskriftina." -Davíð Guðmndsson, framkvæmdarstjóri Tölvunar. á döfinni I vikunni fimmtudogur Sumordagurinn fyrsti. Bpggðosofnið kl. 11.00 Tilkynnt um bæjarlistomonn Vestmonnoevjo órið 2005. íþróttamiðstöðin kl. 14.00. Fjölbreptt dagskrá hjá Skátunum. flugstöðin kl. 15.30 til 18.00: fl ferð og flugi í flugstöðinni. Höllin: Kaffihúsakór með tónleika kl. 21.00. Föstudogur: Vélasalur Listaskólans kl. 20.00. listahátíð hippans. Vélasalur Listaskólans kl. 21.00. Þjóðlagakvöld hippans. lougordogur: Vélasalur Listaskólans frá 17-19.00. Hippasýning opin. Höllin: Hippaball. Húsið opnar kl. 19.00, dansleikur hefst kl. 21.00. sunnudagur: Biskup íslands messar í Landakirkju. ÍBV - ÍR 4. liða úrslit karla kl. 16.15. Oddaleikur ef með þarf. þriðjudogur (BV - Haukar úrslitaeinvígi kvenna. 2. leikur kl. 19.15

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.