Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Qupperneq 15
Fréttir / Fimmtudagur 21. apríl 2005
15
Herjólfur:
Fékk dekk
í skrúfuna
Þegar Herjólfur var að leggja að
bryggju klukkan 15.45 í Vestmanna-
eyjum á laugardaginn fékk hann
dekkjalengju í skrúfuna með þeim
afleiðingum að önnur aðalvélin
stöðvaðist. Kalla þurfti til Lóðsinn til
að koma honum að bryggju.
„A þessu stigi sjáum við ekki
skemmdir á skipinu en þessi dekk
hafa eflaust legið á botninum. Þegar
þetta gerðist þá var kominn spotti að
framan þannig að það skipti miklu
máli, Við munum fara í gegnum þetta
og skoða nánar," sagði Guðfmnur Þór
Pálsson rekstrarstjóri Samskipa í
Vestmannaeyjum.
Að sögn sjónarvotta átti afturendi
skipsins stutt eftir í klappimar vestan
við bílabrúna þegar Lóðsinn kom og
ýtti skipinu að bryggju, Eins og fyrr
segir var búið að binda eitt band að
framan þegar óhappið átti sér stað.
Hér sést Lóðsinn ýta Herjólfi aftur
inn að bryggju en afturcndi
skipsins færðist nokkuð frá henni.
Mynd: Sigurgeir Jónasson.
Bragginn - Bílasala -
Réttingar og sprautun
Hefur náð
frábærum
árangrí í sölu bíla
Við Flatir í Vestmanneyjum hefur í
áratugi staðið bílaverkstæði með
nafninu Bragginn sem vísaði til
húsnæðisins sem starfsemin var í. Nú
er bragginn löngu horlinn og risið
nútímalegt hús þar sem rekið er
réttinga- og sprautuverkstæði ásamt
bílasölu og þjónustu henni tengdri.
Eðlilega er þetta í sitt hvorum hluta
hússins en það vekur athygli hvað allt
er snyrtilegt ólíkt því sem venjan er á
bílaverkstæðum. Bragginn sf. er með
umboð fyrir Bemhard í Vestmanna-
eyjum en Bemhard llytur inn Honda
og Peugeot bíla. Salan hér hefur
gengið vel, sérstaklega á Honda-
bílunum sem em orðnir mjög áberandi
á götum Vestmannaeyja.
Þegar komið er að Bragganum
kemur í Ijós íjöldi bfla þar sem Honda
og Peugeot em áberandi. Líka em
þama bflar sem þarfnast lagfæringa
eftir óhöpp í umferðinni og enda inni á
sprautunarsalnum. Hann er flísalagður
í hólf í hólf og gólf og ber vitni um
snyrtimennsku eigenda og starfs-
manna. I hinum hlutanum em bflar
sem verið er að rétta og þar er sama
snyrtimennskan. „Við viljum hafa
snyrtilegt í kringum okkur og
hreinsum út á hverjum degi eftir
vinnu," segir Gunnar Darri Adólfsson
sem nú á og rekur Braggann sf. ásamt
konu sinni, Svövu Bjamadóttur.
„Við emm með réttingar og
sprautun og bflasöluna og þjónustu í
tengslum við hana. Sigurjón bróðir er
með hefðbundið bflaverkstæði hér við
hliðina, Bflaverkstæði Sigurjóns. Við
vinnuin mikið saman þó þetta sé sitt
hvort fyrirtækið," bætir Darri við
þegar hann er spurður um reksturinn.
Þann I. nóvember 1987 keypti
Darri Braggann ásamt bræðmm sínum
Sigurjóni og Jóni Steinari. Fjórum
ámm síðar, árið 1991, byrjuðu þeir að
byggja nýtt hús yfir starfsemina og
seinni áfanginn reis á ámnum 2000 og
2001. Það var svo þann 1. nóvember
síðastliðinn að hann og Svava keyptu
hina út og reka Braggann ein.
Þegar talið berst að bflasölunni
kemur í Ijós að Darri getur vel unað
sínum hlut og sem dæmi um það
nefnir hann CRV-jeppann. „Það er
búið að fiytja inn 150 CRV bfla frá
áramótum og 15 hafa komið til Eyja.
Eg er stundum að stríða þeim hjá
ÞESSIR nienn þjónusta Honda og Peugeot í Vestmannaeyjum ásamt öðrum tegundum. Gunnar Adolfsson,
Sigurjón Adolfsson, Sævar Benónýsson, Jón Steinar Adolfsson og Sæþór Gunnarsson.
umboðinu að þeir standi sig ekki nógu
vel. Ef við leikum okkur með
höfðatöluna þá þyrl'tu þeir að selja um
750 til að ná sama hlutfalli og við hér í
Eyjum," segir Darri og hlær.
Það vekur líka athygli sá mikli
fjöldi Hondabfla sem em á götum
Vestmannaeyja. „Skráðir bflar hér em
á milli 1500 og 1600 og ég held að
það sé ekki fjarri lagi að 20% þeirra
séu frá okkur, eða um eða um og yfir
300 bílar. Þama er að skila sér góð
þjónusta og líka það að við emm alltaf
með bfla á staðnum. Þetta verður held
ég að teljast góður árangur frá því ég
seldi Vamik og Maríönnu fyrsta
Honda-bflinn þann 31. desember
1998."
Darri segir að bflaframleiðendur
geri miklar kröfur til þeirra sem selja
bflana og núna segist hann ætla að
gera betur. „Við emm að kaupa tölvu
og búnað þar sem hægt verður að
mæla vélar í bæði Honda og Peugeot.
Hingað til hefur fólk þurft að sækja
þessa þjónustu til Reykjavíkur en það
breytist þegar við fáum græjumar."
Fimm starfa hjá Bragganum í heilu
starfi og hafa þeir nóg að gera að sögn
Darra. „Tryggingafélögin eru stærsti
viðskiptavinurinn í réttingum og
sprautun og ég gæti trúað að þeirra
hlutur sé um 80%. Þarna hefur okkur
tekist að byggja upp traust og það
sama má segja um Bemhard. Þeir em
ánægðir með okkur og samstarfið er
mjög gott. Þetta gengur vel og ég er
bjartsýnn á framtíðina því það hefur
sýnt sig að þegar maður leggur sig
fram er viðskiptavinurinn ánægður,"
sagði Darri að lokum.
Elín sýnir í Kaup-
félaginu á Eyrarbakka
Elín Egilsdóttir opnar
myndlistarsýningu í Kaupfélaginu
á Eyrarbakka á laugardaginn. Þar
sýnir hún 30 myndir sem hún
hefur unnið á síðustu 10 árum.
Elín hefur búið í
Vestmannaeyjum í 18 ár en hún
ólst upp á Eyrarbakka. Þetta er
fyrsta einkasýning Elínar sem
hefur stundað myndlist í um tíu
ára skeið. „Ég hef sótt tíma hjá
Steinunni Einarsdóttur
myndlistarkonu í
Vestmannaeyjum og hef tekið þátt
í nemendasýningum hjá henni en
núna ætla ég að sýna ein og það á
æskuslóðum á Eyrarbakka,“ sagði
Elín.
Sýningin verður opnuð á
laugardaginn 23. apríl klukkan
14.00 og verður þann dag opin til
18.00. „Það er mikill heiður fyrir
mig að fá þetta tækifæri. Þarna
sýni ég um 30 myndir sem ýmist
eru unnar með olíulitum,
vatnslitum eða bleki. Mótívin eru
úr sitt hverri áttinni og mest úr
gamla tímanum.“
Svningin verður opin til 1. maí,
frá klukkan 14.00 til 18.00 á
sunnudögum og 17.00 til 20.00
aðra daga.
ELÍN við eina
af myndunum
sem hún ætlar
að sýna.
Júpíter aftur
í slaginn
ísfélagið keypti loðnuskipið Júpíter
ÞH í vetur og notaði hann til flutninga
á loðnu af miðunum á vertíðinni.
Ætlunin var að selja hann í brotajám
til Danmerkur að vertíð lokinni en við
kynnin í vetur fóm að renna tvær
grímur á Isfélagsmenn og niðurstaðan
er; þeir ætla að eiga hann áfram og er
verið að gera hann kláran á veiðar í
Skipalyftunni.
„Við teljum Júpíter gott skip og
ætlum við að halda honum úti á loðnu
og sfld, líkt og við gemm með Sigurð
sagði Ægir Páll Friðbertsson
framkvæmdastjóri Isfélagsins við
Eyjafréttir.
JÚPÍTER liggur nú við bryggju í Skipalyftunni þar sem verið er að gera hann kláran á veiðar.