Reykjavík - 20.10.2012, Page 2
2 20. október 2012
Bæjarstjórn Akureyrar minnir borgar-
stjórn Reykjavíkur á skyldur sínar
Bæjarstjórn Akureyrar ræddi í vikunni niðurstöður skýrslu um áhrif þess að flytja miðstöð inn-
anlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur
og var bókun þar að lútandi samþykkt.
„Vegna umræðu um flutning Reykja-
víkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill
bæjarstjórn Akureyrar minna á þá
ábyrgð og skyldur sem höfuðborg
landsins ber gagnvart landsmönnum
öllum. Greiðar flugsamgöngur lands-
byggðarinnar til Reykjavíkur eru
forsenda þess að borgin geti gegnt
hlutverki sínu sem höfuðborg landsins
alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar
stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra
viðskipta-, mennta-, menningar- og
heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig
sínar höfuðstöðvar.
Bæjarstjórn hvetur borgarstjórn
Reykjavíkur til að hafa framangreind
atriði í huga við umfjöllun um fram-
tíðarstaðsetningu flugvallarins. Bæjar-
stjórn vekur jafnframt athygli á helstu
niðurstöðum í nýútkominni skýrslu
KPMG og lýsir yfir vilja sínum til frekari
viðræðna við borgaryfirvöld um málið.“
Borgin búin að kaupa Umferðar-
miðstöðina og Keilugranda 1
Borgarstjórn hefur samþykkt að borgin kaupi Umferðarmið-stöðina á 445 milljónir króna
af Landsbankanum. Ætlunin er að þar
verði miðstöð almenningssamgangna
og að skiptistöðin á Hlemmi flytjist
þangað.
Borgaryfirvöld segja að með kaup-
unum öðlist borgin full yfirráð á
svæðinu og eyði þar með óvissu og
gefist nú kostur á að deiliskipuleggja
svæðið í heild. Gert er ráð fyrir fjöl-
breyttri uppbyggingu á svæðinu og er
hugmyndin að þar rísi blönduð byggð
lítilla og meðalstórra íbúða sem henta
muni ungu fólki.
Þá ákvað borgarstjórn að staðfesta
kauptilboð í lóðina Keilugranda 1,
en heildarverð fyrir hana og skemmu
sem á henni stendur er 240 milljónir
króna. Borgaryfirvöld segja að óvissa
hafi ríkt um lóðina og uppi hafi verið
óskir um mikla uppbyggingu þar sem
ekki hafi verið í takti við hugmyndir
skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Með
kaupunum geti borgin skipulagt lóð-
ina eftir eigin hugmyndum, en að gert
sé ráð fyrir hóflegri þéttingu byggðar
á reitnum sem samræmist nýju aðal-
skipulagi ásamt íþróttaaðstöðu sem
nýtist börnum og unglingum. Lóðin
er nærri Grandaskóla og KR.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu fram bókun þar sem segir meðal
annars:
„Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins geta ekki stutt þessi kaup og fjár-
festingu sem nemur rúmlega 700 millj-
ónum. Ástæðan er sú að það er hvorki
fullkannað hvort BSÍ henti best sem
aðalskiptistöð fyrir Strætó bs, líkt og
kaupin eru grundvölluð á, eða hvort
Reykjavík getur eignast Keilugranda-
lóðina með minni tilkostnaði, en borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að
borgin eigi að leysa þá lóð til sín með
lágmarkskostnaði og ráðstafa henni í
þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Vest-
urbænum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins telja einnig óeðlilegt að tengja
þessi kaup saman. Það er gert vegna
óska seljandans, Landsbanka Íslands,
en ekki er augljóst hvernig það tengist
hagsmunum borgarinnar.“
Fulltrúar meirihlutans, Besta flokks-
ins og Samfylkingarinnar bókuðu hins
vegar:
„Það er sérstakt fagnaðarefni að
þessar lykileignir skulu vera komnar í
eigu Reykjavíkurborgar. Kaupin bjóða
upp á spennandi tækifæri varðandi
framtíðarskipulag á svæðunum.“
Reykjavík vikublað óskar eftir að komast í samband við borgar búa sem sjaldan eða
aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl.
Vinsamlegast sendið okkur tölvu póst á ritstjorn@fotspor.is eða hringið í síma 698-6789.
Reykjavík vikublað 39. Tbl. 3. áRganguR 2012
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578-1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Haukur Holm, netfang: haukur@fotspor.is. Myndir: Ýmsir, netfang: ritstjorn@fotspor.is, sími: 698-6789.
Umbrot: Prentsnið. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 46.000 eintök. dreifing:
Reykjavík vikublaði eR dReift í 45.600 eintökum ókeypis í allaR íbúðiR í Reykjavík.
Viltu segja skoðun þína?
ReykjavíkuRgetRaunin
Tæknin, margs konar, er í sífelldri þróun og hefur alltaf breytt lífi okkar mannanna. Kannski má segja að hún þróist hraðar nú en oft áður, eða í það minnsta hefur hún meiri áhrif á okkar daglega
líf en á sumum öðrum tímum.
Í Reykjavík-vikublaði í dag er viðtal við eiganda elstu starfandi mynd-
bandaleigu landsins og er framtíðarspá hans fyrir greinina ekki björt.
Hann í raun spáir því að myndbandaleigur á netinu í líkingu við þær
sem símafyrirtækin bjóða upp á eigi eftir að ganga að hefðbundnum
myndbandaleigum dauðum. Helsta hálmstrá leiganna sé að marka sér
sérstöðu svipað og eigandi Grensásvídeós hefur gert. Hann leggur áherslu
á norrænt efni sem og sígilt efni. Það er gott til þess að vita að hægt sé
að sækja sér innihaldsríkar kvikmyndir og þáttaraðir til mótvægis við
fjöldaframleiðsluna í draumaverksmiðjunni.
Það er auðvitað sorgleg staðreynd ef þessi hrakspá gengur eftir og mynd-
bandaleigur hverfa. En það þýðir ekki að berja hausnum við steininn og
reyna að berjast á móti straumnum.
Þessi þróun leiðir hins vegar hugann að öðru. Hún leiðir hugann að því
hvernig margt sem við þurftum að fara að heiman til að sækja og jafnvel
langar leiðir, er núna við hendina án þess að maður fari spönn frá rassi.
Í tölvunni á netinu getum við skoðað nánast alla fjölmiðla heimsins og
fengið fréttirnar strax, hvaðan sem er og alls staðar að. Kvikmyndir sækir
maður einnig á netið og samskiptin við aðrar manneskjur geta líka farið
þar fram. Það má eiga samskipti með tölvupósti eða í gegnum Skype eða
hliðstæð forrit. Þá situr maður heima hjá sér og talar við þá sem maður
þarf að tala við og sér þá meira að segja líka. Maður þarf nánast ekkert að
fara að heiman. Maður fær heiminn heim til sín. Þetta er mikil þróun og
auðveldar okkur lífið á margan hátt. En við getum ekki enn snert aðrar
manneskjur nema standa augliti til auglitis við þær. Það breytist vonandi
aldrei.
Góða helgi.
Leiðari
Að fá heiminn
heim til sín
Svar á bls. 14
Hvaða frægi veitingastaður var rekinn
um árabil í þessu húsi við Laugaveg?
Stefnt er að því að Strætó verði með skiptistöð í Umferðarmiðstöðinni.
Skemman á keilugranda 1 hefur lítt
verið til prýði, en nú styttist í að hún
hverfi.