Reykjavík


Reykjavík - 20.10.2012, Side 4

Reykjavík - 20.10.2012, Side 4
20. október 2012 Norðurljósagónarar í lífshættu Dæmi eru um að rútum fullum af ferðamönnum sé lagt við hættulegar aðstæður á vegum landsins á meðan farþegarnir rýna upp í himininn á norðurljósin, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Dæmi eru um að rútunum sé lagt í vegarkanti og ferðarmennirnir sjáist illa á göngu við rúturnar í myrkrinu. Tilviljun virð- ist ráða hvar stoppað sé. Ökumaður sem átti leið um Hvalfjörð sendi Um- ferðarstofu póst um hættuna. „Ég fór um Hvalfjörðinn um kl 22:00 í gærkvöldi og ók þar fram á tugi ferðamanna sem voru að skoða norð- urljósin, þarna voru tvær stórar rútur í vegkantinum og tugir ef ekki yfir 100 mans nánast standandi á veginum og einn sat í vegkantinum og myrkrið var algjört, ekkert endurskin eða neitt. Í ofanálag fyrir mig að aka að þessu í myrkrinu var aðstaðan þannig að þetta er í beygju og ljósin hjá mér lýstu ekki á fólkið fyrr en ég kom inn í beygjuna og þurfti ég að bremsa harkalega, enda brá mér verulega að aka framá þetta granda- laus. Hefði verið hálka eða athygli mín verið við annað þannig að ég hefði ekki bremsað fyrr en nokkrum metrum lengra hefði allt annað getað gerst.“ Hjá Umferðarstofu taka menn undir þessar áhyggjur ökumannsins og hvetja þá sem bjóða upp á svona skoðunarferðir að tryggja öryggi far- þega sinna sem og annarra vegfarenda með því að leggja á öruggum stað. Ný lestrarstefna grunnskóla borgarinnar samþykkt Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur-borgar hefur samþykkt nýja lestr- arstefnu fyrir grunnskóla Reykjavíkur, en í henni er kveðið á um aukið vægi lestrar og ritunar í öllu námi og á ölum skólastigum. Samkvæmt nýju stefnunni fá nem- endur kennslu og þjálfun í mismun- andi lestrarlagi eða tækni, eins og ítar- lestri, nákvæmnislestri, leitarlestri eða skimunarlestri. Þá á að laga kennslu að ólíkri getu nemenda innan hvers hóps. Einnig er hvatt til þess að skólar hafi aðgang að kerfisbundnu námsmati sem nái til allra þátta lestrarnámsins og allra aldursstiga, svo taka megi réttar ákvarðanir fyrir hvern og einn um áframhaldandi lestrarnám og þjálfun. 4 Samkeppni um opnunaratriði Vetrarhátíðar Höfuðborgarstofa og Orkusalan standa fyrir samkeppni um opnunaratriði Vetrarhátíðar 2013, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð. Atriðið markar upphaf hátíðarinnar 7. febrúar og verður það á óvæntum, en fjölförnum stað í borgarrýminu. Samkeppnin er öllum opin, hönnuðum, arkitektum, mynd- listarmönnum, tónlistarmönnum, ljósafræðingum, tölvunarfræðingum og öðrum og er reyndar hvatt til samstarfs ólíkra listgreina. Verð- launaféð er 400 þúsund krónur og samningur um framkvæmd vinn- ingstillögunnar. Frestur til þátt- töku rennur út 16. nóvember, en nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar, honnunar- midstod.is. Í fyrra var vetrarhátíðin sett með atriði arkitektsins Marcos Zotes, þegar verki hans, Rauðri náttúru, var varpað á framhlið Hallgrímskirkju við lifandi tónlistarflutning hljóm- sveitarinnar For a Minor Reflection. Borgarstjórn samþykkir sölu nærri helmingshlutar í Gagnaveitunni Nærri helmingshlutur, eða 49%, í Gagnaveitu Reykjavíkur sem unnið hefur að lagningu ljósleiðara í Reykjavík og víðar, verður seldur. Borgarstjórn samþykkti þetta í vikunni. Eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefur skilgreint kjarna- starfsemi fyrirtækisins. „Kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykja- víkur felst í rekstri vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu, sölu og framleiðslu á rafmagni og heitu og köldu vatni. Orkuveita Reykjavíkur getur nýtt þekk- ingu fyrirtækisins í þátttöku í öðrum veiturekstri, s.s. rekstri gagnaveitu, enda þjóni hann markmiðum eigenda og þátttakan hljóti samþykki þeirra“, segir í yfirlýsingu frá eigendanefndinni. Eigendur Gagnaveitunnar vilja hafa hönd í bagga með að þróun grunnnets samskipta sem best verði tryggt með virkum eignarhlut í opnu grunnneti sem hvetur til samkeppni þjónustu- aðila, dragi úr hættu á offjárfestingu og verði rekið með hóflegri arðsemi. Eigendanefndin leggur til að stjórn OR fái umboð til að undirbúa sölu á 49% hlut OR í Gagnaveitu Reykja- víkur. Áframhaldandi meirihlutaeign OR sé ætlað að tryggja hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru á þeirri skoðun að selja bæri öll hlutabréfin í Gagnaveitunni og borg- arfulltrú Vinstri grænna lagðist gegn sölunni og taldi að þótt starfsemin heyrði ekki undir kjarnastarfsemi OR, gegndi Gagnaveitan ekki síður almannahlutverki en aðrar veitur og því ætti fyrirtækið að vera í eigu og á forræði almennings. Lesið um allan Vesturbæ Mikil lestrarhátíð var í Vest-urbænum þessa vikuna í tengslum við Reykjavík bókmennta- borg UNESCO. Það voru skólarnir í hverfinu sem stóðu að hátíðinni, en Borgarbókasafniið kom að há- tíðinni með ýmsum hætti, lánaði meðal annars grænar bækur í fyrir- tæki og verslanir fyrir starfsmenn og viðskiptavini til að glugga í. Þá lásu starfsmaður safnsins og María Þórðardóttir leikkona upp í Péturs- búð og í Kjötborg og nemendur úr hverfinu fóru víða um og lásu ljóð og annan texta í skólum, fyrirtækjum og stofnunum. LJÓSLEIÐARI HEIM TIL ÞÍN!

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.