Reykjavík


Reykjavík - 20.10.2012, Side 10

Reykjavík - 20.10.2012, Side 10
10 20. október 2012 Orðsmiðurinn hagi Íslenska er síkvik og lifandi og er verkfæri okkar til að tjá skoðanir, tilfinningar og hvaðeina sem okkur brennur í brjósti. Það skiptir því máli að meðhöndla tungumálið af virðingu og nærgætni. Íslenska á ekki og getur ekki haldist óbreytt um eilífð, en allar breytingar taka mið af tíðaranda og fleiru. Sumar breytingar eru af hinu góða, en aðrar ekki. Stundum er unnið tjón á tungumál- inu þegar alls kyns orðskrípi og talsmáti nær að skjóta rótum, breytingar sem ekki bæta tungumálið heldur þvert á móti skaða það, gera það ónækvæmara og einfaldlega ljótara. Gott dæmi um slíkt núna er sá leiði siður að segja til dæmis „ég er ekki að skilja þetta“, þegar einfaldara og fallegra væri að segja „ég skil þetta ekki“. Eða: „við erum ekki að gera þetta“, í stað: „við gerum þetta ekki.“ Þetta er ljótt mál og engum til prýði. En svo er það hin viðbótin, þar sem tungumálið er bætt með hugmynda- auðgi, góðri tilfinningu fyrir málinu og góðum skammti af kímnigáfu. Gott dæmi um það er pétrísk-íslensk orða- bók með alfræðiívafi. Þar hefur Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnað- arins í Reykjavík tekið saman í bók ýmis orð sem hann hefur búið til eða snarbreytt merkingu þekktra orða eða öllu heldur bætt við merkingu. Bókin kom fyrst út árið 1988, en Bókaútgáfan Hólar hefur nú gefið þessa bók út í 33. sinn og hefur upplagið aldrei verið stærra, enda vinsældirnar sívaxandi. Pétur er tekur sjálfan sig ekki hátíð- lega, gerir grín að sjálfum sér ef því er að skipta og er prestur sem er algjör- lega laus við helgislepju. Sum nýyrða hans snú beint að honum sjálfum, fjölskyldu hans eða heimili og þá eru fjölmörg þeirra tengd starfi prestsins og ýmsum kirkjuathöfnum, en önnur hafa almenna og víðtæka skírskotun. Öll virðast þau þó eiga það sameiginlegt að gleði, grín og jafnvel væntumþykja virðast rótin að nýyrðunum. Bókin er tæpar hundrað síður að lengd sem segfir okkur að í henni er gríðarlegur fjöldi nýyrða eða nýmerk- inga. Lítum á nokkur dæmi úr bókinni. Afgreiddur – sköllóttur maður. Afturelding – matur sem hitaður er upp aftur. Algildur – maður sem er allur feitur. Afturvirkur – samkynhneigður. Árangur – þegar menn hafa ama af því hvaða þeir eru orðnir gamlir. Bardúsa – kvenkyns barþjónn. Bálreið – slökkviliðsbifreið. Blaðamatur – salatblöð og kínakál. Bylgjubæli – vatnsrúm. Dauðariðill – maður sem verður þess valdandi að kona deyr í ástaratlotum við hann. Dragbítur – árbítur sem hefur dregist, sbr. brunch á ensku. Draugavegurinn – Laugavegurinn eftir að honum tók að hnigna. Dráttarkúla – eista. Einyrki – maður sem ort hefur eina vísu um ævina. Erfidrykkja – arfgengur alkóhólismi. Fara í lagningu – kistulagning. Fjörtjón – skemmtanahald sem fer úr böndunum með tilheyrandi kostnaði. Flettari – maður sem flettir sig klæðum eða svokallaður flassari. Flengreið – kappakstursbíll. Flygill – flugþjónn. Hópreið – langferðabíll. Hemlahosur – sokkar fyrir lítil börn með gúmmíi á ilinni. Knæpa – kvenkyns knapi. Líkræningi – prestur sem jarðar í annarri sókn en sinni eigin. Orkulimur – bensínslanga. Óefni – fátækt. Rafbarbari – tölvuþrjótur. Smettissmér – andlitskrem. Skyndiskita – þegar mönnum verður brátt í brók. Stafangur – lesblinda. Sukklokasamningur – starfslokasamn- ingur útrásarvíkings. Svaramaður – maður í munnlegu prófi. Tilbúinn undir tréverk – nýdáinn og tilbúinn til kistulagningar. Túrtappi – lágvaxinn alkóhólisti. Undandráttur – ótímabært sáðlát. Útúrdúr – maður sem sofnar undir stýri og ekur út af. Varavæting – drykkur. Veiðivatn – ilmvatn. Yfirdráttur – greiða og draga hár yfir skallann. Þjóðverji – Íslendingur sem er á móti ESB og einnig sá sem vil verja þjóðina fyrir ágangi erlendra ásælara eins og Kínakalla á Grímsstöðum á Fjöllum. Þykkdrykkur – svokallaðir „smooth ies“. Æfingabúðir – sambúð fyrir hjónaband. Ævisaga – lygasaga sem einhver gengst við. Örvandi – lítill vandi. Þetta eru bara örfá dæmi um orða- smíð og merkingasmíð prestsins Péturs. En í bókinni eru einnig nöfn eða upp- nefni sem hann hefur gefið ýmsu þjóð- þekktu fólki. Þar má meðal annarra sjá eftirfarandi nöfn. Bessastaðabeikonið – Ólafur Ragnar Grímsson. Björn Borg – Björn Bjarnason eftir að hann var tilnefndur af flokki sínum til að verða borgarstjóri. Frímaður – Jónas Fr. Jónsson sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins, en hann virðist hafa verið í fríi í vinnunni og fríi sig allri ábyrgð á hruninu. Jóhann var Benediktsson – Jóhann R. Benediktsson sem var sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hætti. Margfaldur Indriðason – Arnaldur Indriðason sem selur bækur í bíl- förmum. Bók Péturs prests er skemmtilestur, en um leið opnar hún augun fyrir fjöl- breytni tungumálsins. Hvernig orð geta óbreytt haft fleiri en eina merk- ingu eða öðlast nýja merkingu með örlitlum breytingum. Eins og fyrr segir skín í gegnum orðasmíðina kímni og gleði, jafnvel smá broddur. En fyrst og fremst hugmyndaauðgi og tilfinning fyrir tungumálinu og það má kalla þetta væntumþykju því málið verður skemmtilegra og litríkara fyrir vikið. Pétur blæs nýju lífi í daglegt mál og leggur þannig sitt af mörkum til að halda því kviku. Þess má geta að hagnaður af sölu bókarinnar rennur til Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Eða eins og höfundur segir sjálfur: „Allur ágóði útgáfu þessarar bóknar rennur gersamlega til afdjöflunarstarfs Kristilegs félags heil- brigðisstétta.“ Haukur Holm H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0 O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 l a u g a rd a g a 1 1 - 1 7 s u n n u d a g a l o k a ð . RIALTO La-z-boy stóll. Brúnt, svart eða natur áklæði. B:80 D:90 H:100 cm. 109.990 FULLT VERÐ: 129.990 NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR ASPEN La-z-boy stóll. Svart, vín- rautt, brúnt eða ljóst leður. B:80 D:85 H:102 cm. 119.990 FULLT VERÐ: 139.990 GRAND PINNACLE XL La-z-boy stóll. Svart eða brúnt leður. B:84 D:107 H:118 cm. 149.990 FULLT VERÐ: 169.990 ASPEN La-z-boy stóll. Brúnt eða natur áklæði. B:80 D:85 H:100 cm. 79.990 FULLT VERÐ: 99.990 NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR Hinn eini sanni! LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem þægindi, notagildi og ending fara saman. Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi inn á þitt heimili með LA-Z-BOY. LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem hefur 18 mismunandi hægindastillingar. LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst eingöngu í Húsgagnahöllinni. 18 HÆGINDASTILLINGAR Trúðleikur Miðasala í síma 565 5900 Sýningar Föstudagur 19. október kl 20.00 Blakkát (UPPSELT) Laugardagur 20 október kl 14.00 Ævintýri Múnkhásens (UPPSELT) Sunnudagur 21. október kl 17.00 Trúðleikur Sunnudagur kl 20.00 Sköllótta Söngkonan Fyndnasta leiksýningin í bænum Það verður ör hjá okkur um helgina midasala@gaaraleikhusid.is Midi.is BækuR

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.