Harmoníkan - 01.10.1995, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.10.1995, Blaðsíða 3
Fræðslu- og upplýsingarit S.Í.H.U. Ábyrgðarmenn: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, sími 565-6385 Þorsteinn Þorsteinsson. Torfufelli 17, 111 Reykjavík, sími 557-1673. Prentvinnsla: Prenttækni hf. Forsíóumyndin Þorsteinn Guðmundsson um 18 ára. Myndin er tekin á ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar í Reykjavík Efni fyrir næsta blað verður að hafa borist fyrir l.febrúar Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, endaðan febrúar og í endaðan maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.300 1/2 síða kr. 6.200 1/4 síða kr. 3.900 1/8 síða kr. 2.300 Smáauglýsingar (1,5 dálksentímetri) kr. 650 + kr. 120 fyrir hvem auka dálksenti- metra. Viðburóaríkt sumar - en.... Það er óhætt að segja að nýliðið sumar hafi verið líflegt í heimi harm- oníkunnar. Að minnsta kosti fjórar úti- samkomur voru haldnar af harmoníku- unnendum, að vísu misfjölsóttar, þar sem fólk skemmti sér við söng og spil. Þá hafa bæjar- og sveitarfélög notað harmonrkuna í ríkara mæli en oft áður, á ýmsum skemmtunum sem þau hafa staðið fyrir og má í því sambandi t.d. minna á Siglufjörð og Neskaupstað. Nokkuð hefur verið vætusamt á Suður og Vesturlandi í sumar og má vera að úrkoma hafi dregið úr mörgum að sækja útilegurnar, en til eru aðrir sem láta sér fátt um finnast og láta hvorki eld né brennistein hamla því að sækja harmoníkumót, eða eins og einn ágætur harmoníkuunnandi orðaði það: Harm- oníkumar þyrftu bara að vera vatns- heldar. Já, hugsið ykkur ef þær væru vatnsheldar - þá gætum við spilað á þær í baði. Ef litið er á það fólk sem sækir þær samkomur þar sem harmoníkan er ann- arsvegar, þá eru flestir komnir yfir fert- ugt og þaðan af eldri og örfá börn undir fermingu. Það heyrir til undantekninga ef unglingar sjást á harmoníkuskemmt- unum og eins er lítið af fólki á aldrin- um 2CM10 ára. Hvað er það sem veldur því að þetta fólk lætur sig vanta? Það er skoðun mín að harmoníkufélögin þurfi að reyna ná til þessa hóps með ein- hverjum hætti, að öðrum kosti verða félögin aðeins minnihlutahópur með sérþarfir innan „félags eldri borgara“. Það er ekki nóg að harmoníkan hefur verið á uppleið og notuð í klassík og nútíma danstónlist ef því er ekki fylgt eftir. Það má benda á það, að bæði tón- listarskólar (allavega sumir) og ein- staklingar, hafa í allmörg ár, verið að kenna ungu fólki að spila á harmoníku, fólki sem ætti að vera í blóma lífsins og vera áberandi innan harmoníkufélag- anna. Hvar er þetta fólk í dag? Framundan er einhver mesta hátíð Hilmar Hjartarson harmoníkuunnenda hérlendis, það er landsmót S.Í.H.U. sem haldið verður næsta sumar. Að venju er þá haldinn aðalfundur S.I.H.U. og þar verða vænt- anlega fulltrúar úr öllum félögum sam- bandsins. Vil ég leggja það til að þessu máli verði hreyft á þessum fundi. Það eru til fjölmargir hugmyndaríkir og snjallir einstaklingar innan harmoníku- félaganna sem eflaust geta lagt eitthvað gott til málanna í þessu sambandi. Það er því brýnt að hefja nú þegar umræðu innan félaganna til að fá sem flestar hugmyndir. Hvert félag skrái niður þær sem hjá þeim kunna að koma fram, og leggi þær allar fram á landsmótinu. En þetta verður að framkvæma með festu ef einhver árangur á að fást. Allar stjórnir félaganna verða að taka þátt, og mætti jafnvel hugsa sér að skylda aðild- arfélög til að skila inn tillögum. Nokkur félög hafa hafa gefið tón- menntaskólum litlar harmoníkur í því skini að skólamir láni þær börnum og unglingum til náms. en það virðist þó enn ekki hafa skilað sér að neinu marki. Þetta virðist þó vera hin besta hugmynd og í fljótu bragði vart hægt að hugsa sér aðra betri. En árangurinn er ekki jafn góður og ætla mætti eða vonir stóðu til því betur má ef duga skal. Það er senni- lega erfiðara að ná til ungs fólks þessa dagana en áður fyrr því framboð til af- Þorsteinn Þorsteinsson þreyingar er rnikið og eykst í sífellu eins og t.d. tölvusamskipti, myndbönd, íþróttir og eins fjöldi útvarpsstöðva. Allir eru að reyna höfða til unga fólks- ins, og þessvegna þurfum við að spyrja okkur hvað við getum gert til að ná at- hygli þess. Hingað hafa komið ungir harmon- íkuleikarar frá öðrum löndum, ungt fólk sem hefur náð töluverðri leikni á harm- oníkuna. Spumingin er hvort við hefð- um getað nýtt þetta fólk betur, ekki til að spila fyrir okkur harmoníkuunnend- ur heldur til að koma fram t.d. í tón- skólum eða grunnskólum meðal yngra fólksins og kynna því harmoníkuna sem hljóðfæri ungs fólks, en ekki bara hljóðfæri til að leika fyrir dansi hjá fé- lagi eldri borgara þó að það sé góðra gjalda vert. Margir sem lesa Harmoníkuna eru ekki endilega félagar í harmoníkufélagi en hafa þó samt sem áður áhuga fyrir framgangi harmoníkunnar. Þeir geta einnig átt góðar hugmyndir sem þeir, ásamt öllum öðmm harmoníkuunnend- um, geta þá komið á framfæri við næsta félag eða blaðið Harmoníkuna því það er eins og áður, opið öllum þeim sem vilja skrifa um efni sem á annað borð tengist málefnum harmoníkunnar. Þ.Þ.

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.