Harmoníkan - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Harmoníkan - 01.10.1995, Blaðsíða 12
Steini spil heima í stofu. að harmoníkunni, að það fengi áhuga á þeirri þróun sem orðið hefur á þessi sviði í þeim tölvuheimi sem það lifir í dag. Eru bömin eitthvað í músík? Eldri dóttir mín hefur sungið mikið í kórum, Pólýfónkórnum þar til hann hætti og svo í kór Langholtssóknar og syngur mikið. Þau hafa lítið lagt fyrir sig hljóðfæri. Ég gaf stráknum harm- onfku og hann virtist hafa svolítinn áhuga, en síðan langaði hann meira í Á Breiðumýri 1995 Fljótlega eftir að fyrstu harmoníku- félögin voru stofnuð, byrjuðu harm- oníkuunnendur að hópast saman, sjálf- um sér og öðrum til skemmtunar, og til að kynnast hver öðrum.Fyrsta lands- mótið var haldið í Reykjavík í júní 1982, annað í Borgarfirðinum 1984. síðan hafa þau verið haldin með þriggja ára millibili, síðast á Egilsstöðum 1993. Fljótlega eftir að F.H.U.E. var stofnað var farið að halda svokallað „Sunnu- dagskaffi“, það er að segja að síðdegis á sunnudögum hefur verið kaffihlað- borð frá kl. 15 til 17 og á meðan hefur verið spilað á harmoníku, ýmist eina eða fleiri saman. Þetta hefur gefist vel og hafa verið haldin nokkur „Sunnu- dagskaffi“ á hverjum vetri og oftast með góðum árangri. Fljótlega eftir stofnun harmoníku- félaganna fór harmoníkufólk að fara saman í útilegu eina helgi á sumri. Fyrsta skipulagða útilegumótið hefur líklega verið haldið í Galtalækjarskógi 1987 að frumkvæði þeirra Hilmars og trommur og spilaði svolítið á þær. Það er stofnað harmoníkufélag á Selfossi og þú gengur til liðs við það. Hefurþú gaman afþeirri staifsemi? Ég hef fyrst og fremst gaman af félagsskapnum. Því hann er stórmerki- legur því þetta er meira en bara hér á Selfossi, þetta eru landssamtök. Við erum líka svo heppin hér á Selfossi að við höfum svo góðan formann sem er í þessu af lífi og sál, og mikill hagleiks- maður. Hann teiknar okkur á meðan Þorsteins „Harmoníkuútgefenda“. Síð- an hafa fleiri tekið upp þennan góða sið. Helgina 19. til 21. júlí 1991 héldu F.H.U.E. og H.F.Þ. sameiginlega úti- legu að Breiðumýri í Reykjadal. Það þótti takast nokkuð vel og síðan hefur það verið árlegur viðburður hjá þessum tveimur harmoníkufélögum að halda útilegumót að Breiðumýri nema sumar- ið 1994, en þá var það haldið að Hrafnagili í Eyjafirði.A Breiðumýri er mjög góð aðstaða til að halda útilegu- mót, tjaldstæði umgirt trjám og góð aðstaða í félagsheimilinu. Harmoníku- unnendur hafa haft aðgang að snyrt- ingum og eldhúsi félagsheimilisins all- an sólarhringinn, meðan mótið hefur staðið. Það hefur verið óspart notað og lagað kaffi og þvegin matarílát í eld- húsinu. Helgina 14. til 16. júlí ‘95 komu harmoníkuunnendur saman að Breiðumýri og var það í fimmta sinn sem F.H.U.E. og H.F.Þ. efndu til úti- legumóts. Föstudagskvöldið 14. júlí héldum við hjónin austur að Breiðu- mýri og áttum þar góða kvöldstund ó góðum félagsskap og nutum harm- oníkutónlistarinnar. Af sérstökum ástæðum gátum við ekki gist fyrir aust- hann talar við okkur og gefur þessu mikið líf. Hlustarðu á harmoníkutónlist? Já ég geri það þegar hægt er að koma því við, en harmoníkan heyrist nú ekki mikið á ljósvakanum. Attu uppáhalds harmoníkuleikara? Aðallega Tollefsen og Molinari, svo standa þeir fyrir sínu Bragi, Grettir og Reynir. Annars hefur harmoníku- músíkin, nema þá helst í þessum tríó- um, verið að mestu einskorðuð við gömludansana. Það er eins og það sé sjálfsagt að þegar minnst er á harm- oníkuna, séu það bara gamlir menn að spila gömul lög fyrir gamalt fólk. En þetta er auðvitað mesti misskilningur sem ég get afsannað með því, að í gegnum mína tíð, frá því ég var um fermingu hef ég alltaf verið með harm- oníku og spilað rokk og bítlalög ásamt öðru og ekkert síður fyrir ungt fólk. Ætli ég haldi því ekki bara áfram - það er ekki hægt að hætta. Það er einmitt það sem þarf - að fá unga fólkið til að hlusta á harmoníkuna. Steini spil virðist kunna það. En hann er ekki alveg saklaus af gömludöns- unum því hann samdi ræl sem er að finna á blaðsíðu 13. Ég þakka Steina fyrir spjallið og vona að þið njótið lagsins. Þ.Þ. an þessa nótt og héldum því heim um nóttina. Morguninn eftir héldum við aftur austur í blíðskaparveðri. Laugar- dagurinn leið við harmoníkuspil, leiki, skoðunarferðir og fleira. Um kvöldið kólnaði í veðri og byrjaði að rigna. En á Breiðumýri láta menn veðrið ekkert á sig fá, því það er allt til alls í félags- heimilinu. Þó kalt væri úti var nægur hiti inni. Því var slegið upp balli í fé- lagsheimilinu og dansað fram á nótt. Þar sem komin var kalsarigning er dansinum lauk, brugðu margir á það ráð að sofa inni í húsinu, og höfðu það gott þar uppi á lofti. Fyrri hluta sunnu- dagsins var síðan haldið heim í rign- ingu eins og vera ber eftir góða helgi. Vert er að geta þess að Jón Jónsson Grundargili, húsvörður í Breiðumýri er mjög hliðhollur harmoníkuunnendum og hefur gert allt til þess að mótsgestir hefðu það sem best. Gestir mótsins hefðu mátt vera fleiri, en við því er lítið að gera nema að vona að þeir verði fleiri næst. Fólk kom víða að af landinu eins og t.d. frá Hornafirði, Selfossi, Reykjavík, Blönduósi, Siglufirði og víðar. Með hannoníkukveðju Jóhannes B. Jóhannsson 12

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.