Harmoníkan - 01.10.1995, Blaðsíða 16

Harmoníkan - 01.10.1995, Blaðsíða 16
(25m2) ásamt upphituðu hljómsveitar- tjaldi, danspallurinn gerði svo mikla lukku að hann má tæpast vanta næst. Þar var dansað langt fram á nótt tvö kvöld, við daufa rómantíska birtu frá kyndli og luktum. Bragi Gunnarsson H.F.R. bauð okkur að setja upp pall sem við þáðum með þökkum. Bestu þakkir Bragi. Gönguferðimar voru á sínum stað en lengri en áður. I seinni gönguferðinni sem farin var gegnum skóginn að Þrastalundi undir Sogsbrúna og niður með ánni að gömlum sumarbústað Ós- vald Knudsens kom göngugörpunum skemmtilega á óvart að heyra harm- oníkuspil við bústaðinn. Friðjón Hall- grímsson gegndi góðfúslega kalli um að vera við bústaðinn spilandi á sína tvöföldu harmoníku þegar gönguhóp- urinn kæmi í hlað. Við hvöttum fólk til að koma með ýmis hljóðfæri á mótið, eitthvað var um gítara og svo verðlaun- uðum við þann sem áræddi að kynna frumlegasta hljóðfærið á mótinu, það var Vigfús Sigurðsson sem leyfði okkur að heyra í kústabassanum sínum sem uppfyllti allar kröfur mótshaldara um tóngetu. Frumleg hönnun og ákaflega skemmtileg tilbreyting. Yngsti harm- onrkuleikarinn sem áræddi að taka þátt í þeirri keppni var ung kona Svanhildur Magnúsdóttir 33 ára frá Reykjavík. Spurningakeppnina úr blaðinu vann ung stúlka búsett að Áshóli á Rang- árvöllum. Myndgetraunina vann bróðir stúlkunnar en hún var fengin til að draga nafn úr réttum lausnum og dró nafn bróður síns, einnig búsettur að I i : ÍM r k WwÁ * \m vii Dómarar í keppnum blaðsins vorufrá Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Hjálmar Jóhannesson og Þórólfur Vilhjálms- son. Vinningshaf- arnir og systkinin Anna Svandís Svan- bergsdóttir, hún vann til verðlauna fyrir spurninga- keppnina og Agúst Freyr Svanbergsson vann harmoníku- belginn fyrir mynd- getraunina. Sunnudagsgöngu- hópurinn við gamla sumarbúst- aðinn við Sogið sem var í eigu Osvalds Knudsens kvikmyndatöku- manns. Sól og blíða og sœlubros á vör. Harmoníkuleikarin n Friðjón sagðist hafa hrokkið í ein- hvers konar fortíðartrans við þetta tœkifceri, upplifað eins konar fortíðarljóma. 16

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.