Harmoníkan - 01.10.1995, Page 8

Harmoníkan - 01.10.1995, Page 8
 \ 1 Emg WtÆ 1 1 fIk't i | ÆBS Mm - r* • ily xliBg jfffí Ti f ■ i\ j v wr 3 WtJm 1 1 f IflHI 11 EHMmfitHnflllHI í if j \\ yH Hljómsveit Þ.G. eins og hún var skipuð á árunum 1980 til 1986. Frá v.: Hermann Jónsson, Rúnar Jónsson, Steini spil og Grétar Guðmundsson. Það er ekkert hægt að hætta Á sama tíma og harmoníkan var á undanhaldi í íslenskri danstón- list og „bítlahljómsveitir“ með raf- gítara fóru hamfórum í samkomu- húsum, var á Suðurlandi harmon- íkuleikari með eigin hljómsveit, sem naut stöðugrar liylli og fyllti samkomuhúsin til jafns við aðrar vinsœlustu liljómsveitir landsins. Þetta var hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar - Steini spil með sína menn. Þorsteinn Guðmunds- son er kennari á Selfossi og býr þar ásamt eiginkonu sinni Unni Jónasdóttur, en börnin þeirra þrjú eru uppkomin og flutt að heiman. Eg lieimsótti þau lijónin kvöld eitt síðla sumars til að frœðast um harmoníkuleikarann Steina spil. Eftir að við höfðurn kornið okkur þœgilega fyrir í notalegri stofunni hjá þeim, spyr ég Steina hvort hann sé innfœddur á Selfossi. Nei - ég er fæddur í næstu sveit, í Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi 22. desember 1933. Foreldrar mínir voru Guðmundur Hannesson og Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Ég á tvö systkini, systur sem á heima í Reykjavík og hálfbróður sem býr hér fyrir austan. Eru þau eitthvað í músík? Nei - það átti reyndar að gera tón- listarmann úr systur minni og var keypt handa henni orgel til að læra á. Henni var komið til náms, en hún sýndi því engan áhuga og bókstaflega hætti. Orgelið lenti að síðustu hjá mér, hér inni á gangi. En var einhver tónlist á heimilinu að öðru leyti? Eiginlega ekki - aftur á móti talaði móðir mín oft um það, að hún spilaði á tvöfalda harmoníku á sínum yngri árum og það varð nú kannski kveikjan að minni músík, að hún sagði mér ýmsar ævintýralegar sögur frá þeim tíma. Hún var Landeyingur og þurfti því að fara oft yfir vatnsföll með harmoníkuna á bakinu eða ríðandi eins og títt var í þá daga. Ég held að hún hafi aldrei átt harmoníku og ég heyrði hana aldrei spila, en það var harmoníka á heimilinu þar sem hún ólst upp, og hún fékk afnot af henni. Þegar faðir minn keypti orgelið fyrir systur mína hafði hann löngu áður keypt harmoníku handa bróður mínum. Hann hafði þó engan áhuga á að spila - sennilega minnsta áhuga af okkur öllum. Frændi minn Rútur Hannesson úr Hafnarfirði, en við vorum bræðrasynir, var í sveit hjá okk- ur á sumrin þegar hann var ungur og komst í hljóðfærið hjá bróður mínum. Hann varð fljótt liðtækur á harmoník- una, sem varð til þess að Hermundur bróðir minn gaf honum hljóðfærið. Þetta er allt fyrir þann tíma, sem ég man eftir mér, en Rútur kom seinna oft í heimsókn og með sitt hljóðfæri. Það eru tímar sem ég man eins og hefði gerst í gær, því ég man ennþá lögin sem hann spilaði. Enn í dag spila ég lag sem ég lærði af honum, lag sem ég hef engan annan heyrt spila og veit ekki hvað heitir. Ég spilaði þetta lag, sem er polki, á skemmtun sem haldin var á vegum Harmoníkufélags Rangæinga. Ég kynnti það þannig að ég vissi ekki hvað það héti og að ég spilaði það án ábyrgðar. En ef einhver vissi hvað það héti, bæði ég hann að láta mig vita. Grétar Geirsson var þarna og sagðist halda að hann hafi séð þetta lag á nótum hjá Guðna Guðnasyni og það héti „Eitt þúsund'4 eða „Eitt hundrað" eða eitthvað í þá áttina. Þegar svo kemur að því að ég fer að hugsa um að fá mér harmoníku, þá er blessaður faðir minn því mjög mót- fallinn og leist ekkert á blikuna að ég færi að kaupa mér harmoníku - dró allt úr mér í því sambandi. Hann var orðinn lífsreyndur maður, fór til Vesturheims á sínum tíma og lenti þar í fyrri heims- styrjöldinni, þannig að hann var búinn að kynnast ýmsu og vildi mér sjálfsagt vel með því að draga úr því að ég gerðist hljóðfæraleikari. En ég hætti ekki að suða og þegar ég fermist, þá eignast ég í fyrsta skiptið einhverja peninga sem heitið gat. Það vildi 8

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.