Harmoníkan - 01.10.1995, Qupperneq 10

Harmoníkan - 01.10.1995, Qupperneq 10
ásamt manni sínum, kallaði fram í mat- salinn og sagði: Steini það er síminn. En við vorum fjórir í salnum sem gegndum nafninu Steini, og sá sem næstur var ætlaði í símann. Það ert ekki þú, sagði hún, það er hann þama Steini spil sem á að koma í símann. Eftir það festist þetta svona við mig, - blessuð sé minning hennar. Si'ðcm stoýharðu eigið tríó? Það vildi þannig til að allt í einu hættir Oskar, ætlar að gerast sjómaður og fer á sjóinn og hættir með hljóm- sveitina. A sama tíma er ég að stofna heimili, kvongaðist 1962, og er að byggja þetta hús sem við erum í núna. Tríó Þ.G. á árunum 1968 til 1974. Myndin ertekin 1971 í Klúbbnum í Reykjavík. Frá v.: Haukur Ingibergsson, Þorsteinn Guðmundsson og Kristinn Alexandersson manstu eftir trommusettinu sem þú seldir mér? - Ja, ég man að ég seldi trommusett en ekki hverjum. Þú seldir mér það, sagði hann og ég notaði það bara heilmikið hér á Akureyri, ég end- urbætti það bara svolítið. Á meðan ég var í Reykjavík þá sótti ég einn vetur tfma hjá Rúti til að læra á harmoníku og síðan tvo vetur hjá Karli Jónatanssyni. Einnig fór ég að læra á saxófón í tónlistarskóla F.I.H. hjá Vilhjálmi Guðjónssyni. Fór hljómsveit Oskars Guðmunds- sonar víða? Nokkuð - en aðallega um Suður- land. Þó fórum við eitt sumar norður á Siglufjörð. Þá var mikil samkeppni, því Höfn var nýbúin að opna á Siglufirði og þar spiluðu Gautarnir, sem voru mjög vinsælir, en við komust að í Al- þýðuhúsinu. Við fengum skætings gott ball fyrsta kvöldið. Við vorum þarna í viku og þróunin varð sú að það var lokað á Höfn á meðan. Hvernig stóð á því að þú varst nefndur Steini spil? Eftir að ég lýk námi í kennara- skólanum flyt ég á Selfoss. Bæði var það að ég var að spila með Oskari og eins að fór ég að kenna handavinnu þar í skólanum. Fyrstu árin var ég svona kostgangari í Tryggvaskála ásamt fleirum. Það var oft hringt í okkur þan- gað því flestir vissu hvar við vorum á matmálstímum. Einhverju sinni er hringt og spurt eftir mér og Kristín Árnadóttir, sem rak Tryggvaskála Ég var við kennslu hér á Selfossi, kenndi einnig á harmoníku við tónlist- arskólann, sem stóð reyndar í sjö ár, og var ekki með nein sérstök áform varðandi músíkina. Það var svo rúmu ári eftir að Óskar hætti að ég er beðinn um að spila á Gamlárskvöld. Það var fyrirtæki hér, sem hét Rafgeisli og hélt sína eigin áramótagleði. Þeir báðu mig um að spila og ég tók með mér tvo menn sem þá voru á lausu, en upp úr því fer ég svo að spila og stofna mitt fyrsta tríó. Ég hafði þó spilað eitthvað smávegis í millitíðinni. Þetta var nálægt 1963 og ég var svo stórhuga að ég stofnaði sextett sem varð óhemju vinsæll. Pétur Guðjónsson rakari var þá umboðsmaður fyrir alla sem hann komst yfir, hann hafði t.d. hljómsveit Andrésar Ingólfssonar á sínum snærum sem var óhemju vinsæl. Hann kom hingað austur og vildi semja við mig um að þessar tvær hljómsveitir spiluðu saman yfir sumarið. Ég gekkst inn á það og það voru gerðar heljarmiklar veggauglýsingar og við spiluðum saman á nokkrum velheppnuðum dansleikjum. Síðan kom það í ljós, eins og oft skeður í þessari grein, að þarna voru menn sem áttu ekki nógu vel saman, þannig að þessi sextett minn lifði ekki lengur en um það bil eitt ár. Þá tek ég með mér tvo menn, Kristin Alexandersson og Sigfús Ólafsson. Sigfús þurfti að hætta eftir um tvö ár, hann var að læra mjólkurfræði og varð að fara út til að ljúka námi. Þá rak á fjörurnar góðann mann, Hauk Ingi- bergsson árið 1968, og þannig var tríóið skipað lengst af eða alveg til 1974, þegar Haukur varð skólastjóri að Tríó Þ.G. 1968 til 1974. Frá v.: Kristinn Alexandersson, Haukur Ingibergsson, og Þorsteinn 10

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.