Harmoníkan - 30.05.1996, Side 3
Fræðslu- og upplýsingarit S.Í.H.U.
Ábyrgðarmenn:
Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17,
210 Garðabæ, sími 565 6385
Þorsteinn Þorsteinsson, Torfufelli 17,
111 Reykjavík, sími 557 1673.
Prentvinnsla: Prenttækni hf.
Áratugur
Með þessu blaði er lýkur tíunda ár-
gangi blaðsins. Það var lagt út í óvissuna
með útgáfunni og reynslan var engin en
ekki vantaði bjartsýnina. Þrátt fyrir litla
þekkingu og enga reynslu hefur tekist að
halda úti blaði um harmoníkuna gang-
andi í I0 ár, og þó að eflaust hefði mátt
gera marga hluti á annan veg, samkvæmt
kokkabókum lærðra í fjölmiðlafræðum,
hefur þetta tekist.
Þegar blaðið hóf göngu sína voru 11
harmoníkufélög starfandi á landinu en
þeim hefur fjölgað þannig að núna eru
þau 20 eins og sjá má hér í blaðinu. Þá
má einnig sjá ef gömlum blöðum er flett,
að í tveim félögum hefur sami formaður
verið þennan áratug, Hafsteinn Sigurðs-
son í Stykkishólmi og Þórir Jóhannsson í
Félagi Harmoníkuunnenda í Húnavatns-
sýslum.
Forsíðumar á fyrsta árganginum voru
teikningar, en síðan hefur ávallt verið
Ijósmynd.
Þegar litið er á aðsendar greinar hafa
sum félög eða félagar innan þeirra verið
dugleg við að skrifa, en frá öðrum varla
nokkuð borist og sumum alls ekki neitt.
Þeir sem hafa sent okkur efni, greinar og
fleiri fróðleik,. hafa vissulega gert blaðið
skemmtilegra og fjölbreyttara, ekki síst
fyrir stílinn sem hver einstaklingur hefur
í skrifum sínum.
Oft hafa félög boðið okkur á ýmsar
samkomur, árshátíðir og afmæli og hefur
verið greint frá því hverju sinni í blað-
inu. Þá hefur Félag Harmoníkuunnenda
við Eyjafjörð nánast gert blaðið að fé-
lagsmanni og fáum við því öll fréttabréf
sem send em frá F.H.U.E. Oft höfum við
róið á erlend mið eftir fréttum, og stund-
um hafa þau mið verið gjöful en eins
hefur oft farið mikil vinna í að viðhalda
erlendum tengslum þó ekki væri mikið á
því að græða varðandi efni í blaðið. Það
Forsíðumyndin
er af gjöf frá Félagi harmoníkuunnenda á
Suðumesjum. Gjöfm er gefin í tilefni 10
ára afmælis Harmoníkunnar á afmælisdegi
blaðsins 14. apríl 1996. Myndin sem við
sjáum er eins og forsíða á bók og þegar
hún er opnuð birtast heilla óskir til blaðs-
ins og ljóð ásamt kveðju á blaðsíðu bókar-
innar Textinn er á öðrum stað í blaðinu.
Gjöfin er gerð af Nönnu Jóhannsdóttur.
Ljósm: Þorsteinn Þorsteinsson.
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
I október, endaðan febrúar og í endaðan
maí. Gíróreikningur nr. 61090-9.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 9.300
1/2 síða kr. 6.200
1/4 síða kr. 3.900
1/8 síða kr. 2.300
Smáauglýsingar (1,5 dálksentímetri) kr. 650
+ kr. 120 fyrir livern auka dálksentimetra.
hefur þó oft opnað okkur sýn til annarra
landa t.d. höfum við fengið bréf með fyr-
ispurnum frá Kína, Japan og Bandaríkj-
unum að ógleymdum hinum norrænu
löndunum en bæði við þau og Bandarík-
in höfunr við haft mikil bréfasambönd
frá upphafi. Alltaf hefur fylgt því léttir
þegar búið var að póstleggja hvert blað,
sem hefur raunar verið skammgóður
vermir því að þurft hefur að vera vakinn
og sofinn yfir blaðinu - aldrei komið
neitt ákveðið tímabil úr árinu sem ekki
hefur þurft að hugsa fyrir næsta blaði.
Það er margt á þessum árum sem hefur
þurft að ræða og koma sér saman um,
sem að okkar mati hefur tekist prýðilega.
Við þurfum þó ekki að vera alltaf
sömu skoðunar í öllum málefnum og
höfum því gætt þess vandlega að hvor
um sig haldi sínum stíl í skrifum sínum,
en oft lesið yfir hvor hjá öðrum svona til
að vita hvort nokkuð hefur gleymst eða
einhverju verið ofaukið - betur sjá jú
augu en auga.
Við vorum fullir bjartsýni yfir nýrri
sænskri harmoníkuverksmiðju sem
framleiddi nýja gerð af harmoníkum,
harmoníkum sem átti að vera hægt að
kaupa í hlutum og "púsla" síðan saman
að vild. Við gerðum heiðarlega tilraun að
selja þessi hljóðfæri hér sem ekkert varð
þó úr, nema síðar meir nokkur skemmti-
leg spaugsyrði við hátíðleg tækifæri. Frá
upphafi höfum við birt nótur af lagi í
blaðinu sem í fyrstu voru handskrifaðar,
oftast af viðkomandi höf-
undi eða þá af Jóhannesi
Benjamínssyni. Síðar fór-
um við að nota tölvuút-
skrift á nótunum sem eru
raunar faglegri vinnubrögð
og í flestum tilfellum læsi-
legra og betra. En þar eins
og víðar, hefur prentvillu-
púkinn látið til sín taka
þrátt fyrir harða baráttu.
Vonandi lætur hann ekki á
sér kræla í þetta sinn. Þess-
ar nótur sem hafa ekki verið birtar áður á
opinberum vettvangi, hafa verið af ýms-
um gerðum, sum lögin nokkuð auðveld
í flutningi en önnur erfiðari viðfangs. Ef
ljóð er til við lagið, hefur það að sjálf-
sögðu fylgt með.
Allt frá árdögum blaðsins höfum við
verið að safna áskrifendum og það hef-
ur gengið að mörgu leyti vel. Gallinn er
bara sá að okkur helst ekki nægjanlega
vel á þeim og því hefur áskrifendafjöldi
verið okkur höfuðverkur frá upphafi. Ef
ekki hefði komið til styrkur frá S.Í.H.U.
værum við sennilega löngu hættir. Þó
blaðið sé nokkuð dýrt miðað við mörg
önnur blöð hefur alltaf verið barátta við
að láta enda ná saman. Það eru mörg ný
tímaritin á landinu sem litið hafa dags-
ins ljós á þessum áratug sem Harmoník-
an hefur komið út, sem hafa ekki náð að
lifa jafn lengi þrátt fyrir vandað efni og
faglegt útlit. Við getum því ekki annað
en verið ánægðir með sjálfa okkur þegar
litið er til baka, og alltaf finnst okkur
gott að heyra góð orð um blaðið sem
mælt eru í einlægni. Blaðið er verk okk-
ar og hverjum finnst sinn fugl fagur, eins
og þar stendur. Þeir eru fjölmargir sem
hvetja okkur til dáða og vilja efla starf
okkar með öllum ráðum. Nú, á þessum
tímamótum er tilvalið að segja við þetta
ágæta fólk; bestu þakkir fyrir hlý orð og
veitta aðstoð.
Gleðilegt harmoníku-sumar.
Þ.Þ.
3