Harmoníkan - 30.05.1996, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 30.05.1996, Blaðsíða 4
Afmælisgjöf FHUS, kom á óvart! Félag harmoníkuunnenda á Suðurnesjum hélt skemmti- fund 14. apríl síðastliðinn á Flughótelinu í Keflavík. For- maður félagsins Gestur Friðjónsson bauð fyrir félagsins hönd blaðamanni Harmoníkunnar þangað, í minn hlut kom að þekkjast boðið. Heilmikil dagskrá var af þessu til- efni, hljómsveit frá tónlistarskólanum í Keflavík undir stjórn Guðmundar Samúelssonar og harmoníkuleikarar og aðrir hljóðfæraleikarar af svæðinu. Auk þessa komu ungir nemendur Guðmundar Samúelssonar fram, ásamt ungu fólki af Suðurnesjum. Skemmtunin var ánægjuleg og fjölsótt. Hún sýndi frarn á að Suður- nesjamenn kunna að meta harmoník- una. Ekki hafði farið framhjá Gesti Friðjónssyni að þessi mánaðardagur var hinn raunverulegi stofn- og af- mælisdagur blaðsins Harmoníkunn- ar,( reyndar líka fæðingardagur beggja útgefendanna.) Hann færði blaðinu afmælisgjöf forkunnarfagra með tilheyrandi texta. Gjöfin er unn- in af konu Gests Nönnu Jóhannsdótt- ur af miklu listfengi. Vorum við þor- steinn á einu máli um að skreyta með henni forsíðu afmælisblaðsins. Hún kom eins og kölluð því að við vorum á því að brjóta upp vanann með for- síðuna af tilefninu, enn snérumst enn ráðvilltir í vali á mynd. þegar gjöfinni er lokið upp kemur eftirfarandi texti í Ijós.... Hinir ungu harmoníkuleikarar sem fram komu í Flughótelinu. Frá v. Dóra Lilja Óskarsdóttir 8 ára Njarðvíkurskóla, Guðbjörn Már Kristinsson 13 ára, Páll Kristinsson 7 ára, og Hlynur Snorrason 11 ára, allir þrír í námi hjá Guðmundi Samúelssyni. Innilegar hamingjuóskir á tíu ára afmœlinu. Bjarta framtíð. FHU. Suðurnesjum. Til að Ijúfir tónar svelli tendri yl og gleði nóg. Harmoníkan haldi velli hljómi títt um Þrastaskóg. Útgefendur blaðsins vilja færa Félagi Harmoníkuunn- enda á Suðurnesjum bestu þakkir fyrir og framtíðaróskir. Fyrir hönd útgefenda Hilmar Hjartarson Tekið við afmœlisgjöfinni frá FHUS ásamt blómvendi. Frá vinstri formaður félagsins Gestur Friðjónsson, listakonan Nanna Jóhannsdóttir og viðtakandinn H.Hj. Mvndin er tekin í Flughótelinu Keflavík. Harmoníkuhljómsveit fagnað Á síðasta ári fór Harmoníkuhljóm- sveit Kosice" sem eru nemendur í Slóveska Tónlistarháskólanum, í tón- leikaför til Kýpur. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Vladimír Cuchran frá Rússlandi. Fékk hljómsveitin afar góðar móttökur þar sem hún flutti m.a. Capriccio Italian eftir Tchaikovski, kafla úr West side story eftir Bernstein og syrpu af lög- um eftir The Beatles, sem var svo vel tekið að ákveðið var að bjóða hljóm- sveitinni aftur á næsta (þessu) ári. Það vekur athygli að Vladimír Cuchran er sagður vera Rússi sem starfi í Slóvakíu, en samkvæmt heim- ildum S.Í.H.U. á hann að vera Slóvaki. Þ.Þ. Heimild: AAA Newsletter 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.