Harmoníkan - 30.05.1996, Síða 5

Harmoníkan - 30.05.1996, Síða 5
Það varð enginn fyrir vonbrigðum þegar lög Svavars Benediktssonar voru kynnt, enda flutningurinn í öruggum höndum Sigurgeirs Björgvinssonar og félaga ásamt söngkonunni Hjördísi Geirs. Auk Ellenar Svavarsdóttur heiðruðu Adda Örnólfs og Ólafur Briem samkomuna með nœrveru sinni. Fremri röðfrá v. Ellen Svavarsdóttir, Ólafur Briem, Adda Örnólfs, Ragnar Páll. Aftari röð frá v.: Þórir Magnús- son, Hjördís Geirs og Sigurgeir Björgvinsson. I desember fjölmennti fólk til að hlýða á töfrandi tóna Oddgeirs Kristjánssonar. Hljómsveit undir stjórn Braga Hlíðberg flutti tónlist snillingsins af þeirri fágun sem hæfði, ásamt söngkonunni Hjálmfríði Þöll. Frá vinstri: Pétur Urbancic, Þorsteinn Þorsteinsson, Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir, Símon ívarsson, Bragi Hlíðberg. Sitjandi: Hildur og Hrefna Oddgeirsdœtur. Frá starfi FHUR, kynning dægurlagahöfunda Texti: Friðjón Hallgrímsson Myndir: Hilmar Hjartarson Vetrarstarfið 1994-95 hófst í októ- ber með því að þeir félagar Grettir Björnsson og Reynir Jónasson fluttu lög eftir heiðursfélaga FHUR, Braga Hlíðberg. Tónlist Braga er ekkert barnameðfæri, þó hún hafi virst vera það í höndum snill- inganna. Frá vinstri: Reynir Jónasson, Grettir Björnsson, Bragi Hlíðberg, Ingrid Hlíð- berg, Hrafnhildur og Jón Hlíðberg. MOLAR í norska blaðinu „Trekkspillnytt“ hvetur stjórnandi harmoníkuhljóm- sveitar útsetjara til að nota alltaf hringi með punktamerkjum í stað þess að nota hin hefðbundnu nöfn eins og Bandon, Organ, Violin o.s.frv. Er bent á að skrifuðu nöfnin geta verið mis- munandi eftir tegundum og nefnir sem dæmi Flute, Sax og Celeste. Telur stjómandinn hringamerkin skýrari fyr- irmæli og er þessum ábendingum því hér komið til skila til þeirra hér á landi sem fást við að útsetja fyrir harm- oníku. Þ.Þ.

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.