Harmoníkan - 30.05.1996, Qupperneq 7

Harmoníkan - 30.05.1996, Qupperneq 7
Starfsemi Harmoníkufélags Reykja- víkur frá síðasta aðalfundi 5. apríl 1995 Það má með sanni segja að þetta starfsár hefur verið viðburðaríkt, svo varla verður betur gert. Félagar léku á mörgum stöðum, mörg í hóp og niður í einleikara, við margskonar tækifæri. Léttsveitin lék í Ráðhúsi Reykjavíkur 9. apríl nokkur lög og „Bigband" Karls Jónatanssonar sveiflaði nokkur lög. Þar með var tónninn gefinn. Næst kom Hátíð Harmoníkunnar í Glæsibæ 6. maí, þar sem börn úr skóla Karls hófu tónleikana. Stórsveitin lék næst: Unsterbliches Wien, Ungverskan dans nr. 5, Óla Lokbrá, Gull og Silfur og Amapola, undir stjóm Karls. Einleikarar voru: Jóna Einarsdóttir, Ólafur Þ. Krist- jánsson, Sveinn Rúnar Bjömsson. Kvar- tett: Karl, Jóna, Sveinn og Sigurlaug. Gestir voru frá Eyfirðingum undir stjóm Atla Guðlaugssonar. Einar Guðmunds- son, Flosi Þ. Sigurðsson, Guðni Friðriks- son og Hörður Kristinsson léku nokkur frábær lög. Einleik: Einar Guðmundsson. Léttir Tónar léku nokkur lög undir stjóm Grettis Bjömssonar. Eftir tónleikana léku nokkrar hljómsveitir undir dansi og var hátíðin vel heppnuð. Hljóntleikaferð að Bessastöðum 8. júní Það hefur verið orðtak hjá Karli Jón- atanssyni þegar nött lag fór að hljóma í átt við það sem til var ætlast, þá sagði hann; Þetta er að verða Vigdísarfært. Við tókum þessu sem hóli fyrir frammistöð- una, en ekki stæði til að heimsækja for- setann okkar. Bjöm Ólafur Hallgrímsson, sem verið hefur blaðafulltrúi okkar, ákvað að gera þessi orð Karls að raun- vemlegum atburði. Hvemig sem hann fór að, var okkur boðið til Bessastaða, og nú skyldi staðið við stóru orðin. Spenningin var mikil, en allt lukkaðist vel þó miklar hringingar hefðu þurft til að tryggja nægjanlegt lið á raddimar. Viðhafnarsal- urinn var undirlagður af yfir 30 harm- oníkuleikurum, gítar, tromma, bassi og túba voru einnig með í för. Stórsveitin lék nokkur lög, einleikarar voru Matthí- as og Jóna Einarsdóttir. Léttsveitin lék 3 lög. Þessir tónleikar eru stór stund í hug- um okkar félagsmanna. Ulrich Falkner gullsmiður og formaður félagsins, smíð- Ulrích Falkner fonnaður Harmoníkufélags Reykjavíkur afhendir forseta Islandsfrú Vigdísi Finnbogadótturfána félagsins. (mynd: Hraðmyndir/Björn Pálsson) Hljómsveit Harmoníkufélags Reykjavíkur að spila á Bessastöðum. (mynd: Hraðmyndir/Björn Pálsson) aði merki félagsins úr gulli og silfri, á grástein, og færði forsetanum sem minja- grip frá félaginu. Öllum er ljóst af hverju Vigdís forseti er svo vinsæl sem raun ber vitni, hérlendis sem erlendis, íslandi til mikils sóma. Hún umvafði okkur eins og aldavini, og sýndi okkur mikinn sóma með þessu heimboði. Hljómleikar í þjónustumiðstöðinni Aflagranda 40 Þessir tónleikar áttu að vera 3. júní, og vera æfing fyrir Bessa- staði en færa þurfti þá til 10 júní. Stór- sveitin lék nokkur lög, næst kom léttsveitin og dansaði gamla fólkið undir spilinu, var þetta hin besta skemmtun. Ingólfstorg 17. júní. Vegna lélegrar mætingar varð að hætta við stórsveitina, en í þess stað voru léttsveitarlög leikin við frábærar undir- tektir áheyrenda, sem klappaði spilarana upp aftur og aftur. Um kvöldið spiluðu félagar í Glæsibæ þar til Karl og Neist- amir tóku við. Vetrarstarf félagsins hófst 27. septem- ber í Tónabæ. Mæting var góð og ákveð- ið var að stórsveit og léttsveit æfðu í vet- ur. Stjómendur yrðu: Karl, Bjöm Ólafur og Jóhann Gunnarsson. Hljómleikar í Glæsibæ (Dagur harmoníkunnar) Sunnudaginn 15. október voru fyrstu hljómleikamir og og áttu að vera annan hvom sunnudag til jóla, en urðu aðeins 3 því 12. nóvember lauk þeim vegna lítillar 7

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.