Harmoníkan - 30.05.1996, Page 8
Arnstein Johansen og Sverre Comelius Lund
Harmoníkufélag Reykjavíkur stóð fyr-
ir Hátíð Harmoníkunnar á Hótel Sögu
föstudaginn 3. maí s.l. Samkoman hófst
á barnatónleikum, þar sem ungir harm-
oníkuleikarar komu fram. Að venju var
Karl Jónatansson með flokk ungra harm-
oníkuleikara og eins vakti athygli óvenju
fjölmennur hópur barna frá Akranesi, en
þar fer fram blómleg kennsla í harm-
onfkuleik.
Næst á dagskrá var svo leikur hljóm-
sveitar Harmoníkufélags Reykjavíkur
undir stjórn Karls Jónatanssonar, sem
flutti nokkur lög en sveitin er sennilega
fjölmennasta harmoníkuhljómsveit
landsins. Næst komu einleikarar frá H.R.
þau Jóna Einarsdóttir, Ólafur Þ. Krist-
jánsson sem lék á díatóníska harmoníku,
Sveinn Rúnar Björnsson, og þá dúettinn
Harmslag (stytt úr harmoníka og slag-
verk) sem þau skipa Böðvar Magnússon
og Stína Bongó. Aðrir einleikarar voru
Garðar Olgeirsson úr F.H.U.R. og Haf-
steinn Sigurðsson frá Stykkishólmi. Bæði
einlcikarar og dúóið komu fram tvisvar
um kvöldið og flutt eitt lag í senn.
þátttöku. Æfingar léttsveitar voru til 15.
nóvember. Þá tóku við æfingar stórsveit-
ar sem urðu 5 sú síðasta 13. desember.
Jólatréskemmtun í Ráðhúsi Reykja-
víkur 30. desember. Mæðgurnar Svan-
hildur Th. og Helga J. Karlsdóttir sungu
með 7 félögum á harmoníku, Ólafi Þ.,
Böðvari, Lýð, Unni, Sigríði Norðkvist,
Steindóri og Gyrit. Kjartani gítarleikara
og Haraldi bassaleikara. Svanhildur
Magnúsdóttir lamdi trommur og Guðríð-
ur Adda aðstoðaði á gólfinu. Ekki var
annað að sjá en þetta úrvalslið, sem var
búið að æfa margoft, gerði lukku. Þá léku
félagar á smá uppákomum. Æfingar byrj-
uðu aftur 8. janúar 1996. Tónleikar í
Ráðhúsi Reykjavíkur 14. janúar, stórsveit
lék nokkur lög. Karl lék 2 lög og
léttsveitin 5 lög.
Danmerkurferð
Ákveðið er að taka þátt í hljómleikum
á Danmörku 15.- 20. maf, eru 52 skráðir í
ferðina. Ætlunin er að spila í Tivoli 16.
maí, en síðan verður farið til Alleröd og
tekið þátt í móti þar. Farið verður heim
aftur 21. maí.
Kveðjur til harmomkmmnenda
Ólaftir Þ. Kristjánsson
Rúsínan í pylsuendanum voru auðvit-
að norsku harmoníkuleikaramir, Amstein
Johansen og Sverre Cornelius Lund, sem
léku m.a. Cornelli og Fredag den 13.
(föstudagur 13.) ásamt fleiri lögum Arn-
steins. Þessir heiðursmenn hafa spilað
meira og minna saman í 32 ár og hafa
mátt þola hvor annan allan þennan tíma,
eins og sagt var á hátíðinni. Það mátti
glögglega heyra á leik þeirra, að þeir
voru vanir að spila saman. Ef fólk á ann-
að borð kann að meta norska gömludansa
tónlist, þá er vart hægt að fá hana öllu
betri að mínu mati. En þeir léku ekki
bara "gammeldans" heldur einnig suður-
ameríska tónlisUóg auðvitað "swing".
Þeim til aðstoðar voru Edwin Kaaber á
gítar, Ingi Karlsson á trommur og Pétur
Urbancic á kontrabassa. Fjölmenni var á
hátíðinni og eftir tónleika var síðan stíg-
inn dans þar sem bæði félagar úr H.R.
léku fyrir dansi og Norðmennirnir ásamt
meðleikurum sínum.
Arnstein og Sverre fóru til Akureyrar
laugardaginn 4. maí, þar sem sem þeir
léku ásamt Neistum, Ulrich Falkner og
félögum, dúóinu Hramslag og heima-
mönnum á tónleikum í Sjallanum við
góða aðsókn. Kvöldið eftir léku þeir aftur
á Hótel Sögu, en þá var öllu færra, og er
kannski ástæðan sú að koma þeirra hafi
farið fram hjá mörgum. Við hin getum þó
þakkað fyrir að hafa fengið tækifæri til
að sjá þá og heyra.
Amstein Johansen er fæddur 19. júní
1925 í Fredriksstad í Noregi. Aðeins
fjögurra ára hóf hann að læra á klarinett,
en faðir hans átti einfalda harmoníku sem
hann spilaði á. Varð það til þess að Arn-
stein fékk áhuga fyrir hljóðfærinu og 12
ára hafði hann alveg skipt yfir á harm-
oníkuna. Aðal kennari hans var að sjálf-
sögðu Otar Akre, en hann var þekktur
lærimeistari margra góðra harmoníku-
leikara. Arnstein fór til New York árið
1949 þar sem hann vann til fyrstu verð-
launa í útvarps- og sjónvarpskeppni.
Hann hefur þó lítinn áhuga á keppnum
og segist sjálfur heldur vilja leika þá tón-
list sem áheyrendur hafa áhuga á. Hann
hefur útsett um 125 lög auk þess hefur
hann samið og útsett 60-70 lög, sem öll
hafa verið gefin út. Hann starfar við
nótnaforlag í Noregi.
Sverre Cornelius Lund er fæddur í
Sauda í Noregi 1931. Bæði faðir hans og
systir léku á harmoníkur en sjálfur byrj-
aði hann að spila 15-16 ára gamall. í tutt-
ugu ár lék hann í "Stavanger Radio" 3-4
sinnum í viku, aðallega létta tónlist.
Hann hefur farið víða líkt og Arnstein,
t.d. leikið með sinfóníuhljómsveit
frnnska útvarpsins og sinfóníuhljómsveit-
um í Noregi, Svíþjóð og Austurríki. Þá
hefur hann samið töluvert af tónlist í
þjóðlegum stfl. Hann rekur ásamt syni
sínum, hljóðfæraverslun í Osló og hefur
m.a. umboð fyrir nokkrar tegundir af
harmoníkum. Taldi hann sig nú vera með
harmoníkur á lager að verðmæti yfir 200
miljónir íslenskra króna.
Þ.Þ