Harmoníkan - 30.05.1996, Qupperneq 10

Harmoníkan - 30.05.1996, Qupperneq 10
ÍSLENSKIR DÆGURLAGAHÖFUINDAR í KYririinQu íslenskra dæqurlaqahöfunda í blaðihu varð FYRIR VALINU AD ÞESSU SINNI JÓNATAN ÓLAFSSON Félag harmoníkuunnenda í Reykjavík hefur undanfarin ár kynnt sögu og tónlist íslenskra dægurlagahöfunda á skemmti- fundum félagsins. Jónatan Ólafsson Hann fæddist í Reykjavík þann 17. febrúar 1914. Það herrans ár 1914, þegar amma var ung, var Reykjavík önnur en hún er í dag, því Jónatan ólst upp í Mávahlíð, en svo hét sveitabýli, sem þar stóð en nú er sundlaug Vesturbæjar. Hann hóf að læra á hljóðfæri níu ára gamall og fjórtán ára er hann farin að leika á dansleikjum í Reykjavík og fljót- lega fór tónlistin að skipa stærri sess í lífi þessa unga tónlistarmanns. Hann var reyndar ekki eini tónlistarmaðurinn í fjöl- skyldunni, því tveir bræður hans urðu kunnir söngvarar. Þeir Erlingur, sem lést langt um aldur fram árið 1934 og Sigurður, sem heillaði landsmenn í áratugi með hressilegum söng. Árið 1933 fór Jónatan, sem undirleik- ari með Erling bróður sínum í söngferða- lag um landið og á Siglufirði starfaði hann sem hljóðfæraleikari og tónlistar- kennari næstu árin. Og á þessum árum var Siglufjörður sannkallaður síldarbær, og þá voru indælar andvökunætumar upp í Hvanneyrarskál, eins og segir í ljóði Núma Þorbergssonar við lag Jónatans Landleguvalsinum. Hann varð því atvinnumaður í faginu aðeins nítján ára gamall og var það næstu fjörutíu árin. Þegar Jónatan kom aftur suður var komið stríð. íbúafjöldi höfuð- borgarinnar hafði tvöfaldast og atvinnu- tækifærum tónlistarmanna fjölgað ennþá meira. Næstu árin lék hann á hinum ýmsu skemmtistöðum. Á ástandsböllum á Birninum í Hafnarfirði, gömlu dönsunum í Þórskaffi og Ingólfskaffi og heldri manna böllum á Hótel Borg og Oddfell- ow. Oftar en ekki sem hljómsveitarstjóri, enda fyrsta flokks stjómandi. Með Jónat- an í kallfæri við píanóið var engin hætta á að takturinn væri loðinn. Jónatan hóf snemma að setja saman lög og tvisvar vann hann fyrstu verðlaun í danslagakeppni S.K.T. Þetta voru lögin í landhelginni og Laus og liðugur. Þá voru lög eins og Landleguvalsinn, Blár varstu sær og mörg fleiri, ekki þeirra gerðar, að gleymast svo auðveldlega. Fljótlega var farið að gefa lög Jón- atans út á plötm, en lög sem gefin hafa verið út með ýmsum flytjendum, skipta tugum. Hann var heldur ekki í vandræðum með textahöfunda, enda kölluðu lögin beinlínis á texta. Þar má fremstan telja Núma Þorbergs, en margir textar hans við lög Jónatans nálgast það að vera þjóðvísur. Jónatan Ólafsson hætti að mestu opin- berum hljóðfæraleik á áttunda áratugn- um, enda búinn að vera í eldlínunni lengi. Hann hafði unnið lengst af sínum starfsaldri hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og því búinn að vera í tvöfaldri vinnu mestan part ævinnar. Jónatan var kvænt- ur Maríu Jensdóttur matreiðslumeistara, en hún lést árið 1985. En við Skólavörðustíginn eyðir þessi tónelski heiðursmaður ævikvöldinu og ornar sér vonandi við minningarnar og það er von okkar allra að það geti hann gert sem lengst. FRIÐJÓN HALLGRÍMSSON TÓK SAMAN. Ör íslenskri fyndni A LETTUM NOTUM Sveinn Eiríksson hét skagfirskur bóndi. Honum var margt til lista lagt, og meðal annars var hann söngmaður góð- ur. Hann lærði að spila á orgel á fimm- tugsaldri, en náði aldrei leikni í því, sem vonlegt var. Einu sinni var hann að spila í Silfra- staðakirkju. Allt í einu sleppir hann nót- unum í miðju lagi og kallar til söng- mannanna: „Bíðið þið eitt augnablik piltar, það kemur helvítis kross í laginu “ • • • Verslunarskólastjóri einn kvaðst jafn- an vera vanur að brýna það fyrir þeim , sem hann útskrifaði úr skólanum, að þeir skyldu leggja kaupmennskuna á hilluna, ef þeir ættu kost á heiðarlegri vinnu. Úr íslenskri fyndni „íHérfyrir austarí' HeyriS nikkuna í skjóli skógarins! AÓalsýningar miðvikudags- kvöld kl. 20:30 Aðrar sýningar um helgar skv. sumardagskró, sem fæst send - s. 4711673.(sí msvari) 10

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.