Harmoníkan - 30.05.1996, Side 12
E.F. Kvintett. Frá vinstrí eru: Bjarni Adalsteinsson, Óðinn G. Þórarinsson, Eðvarð Friðjóns-
son, Asmundur Gttðmundsson og Ríkharður Jóhannsson.
og í hvert sinn sem þær voru opnaðar,
stóð vindstrokan inn í húsið. Við sátum á
sviðinu, dauðloppnir og spiluðum. Við
Bjarni Aðalsteinsson spiluðum töluvert
tveir saman, eftir að við hættum í E.F.,
annar á trommur og hinn á harmoníku.
Ég var á síldarbát í þrjú ár, 1949, '50
og '51, og spilaði oft á Raufarhöfn ásamt
heimamanni sem hét Hilmar, en hann er
nú dáinn. Oft var beðið eftir því að bát-
urinn sem ég var á kæmi í land, þá var
slegið upp balli og gilti þá einu hvaða
vikudagur var, ef útlit var fyrir brælu.
Um 1952 spilaði ég með Ole
Östergaard. Hann spilaði á gítar og
hawaii-gítar, og hringdi í mig og bað mig
að spila með sér í útvarpsþætti hjá Pétri
Péturssyni. Við æfðum saman nokkur lög
ásamt konunni hans, sem söng og spilaði
á "rythma" gítar. Lögin voru mest spiluð
af fingrum fram og eiginlega aldrei
tvisvar nákvæmlega eins. Þetta voru
fimrn eða sex lög og tekið beint upp einu
sinni. Ég hitti Ole svo nokkrum árum
seinna, eftir að ég var fluttur austur, og
þá var hann svo sár yfir því að þessar
upptökur voru týndar. Fyrir þremur árum
kom svo í ljós er Svavar Gests var með
þætti á sunnudagsmorgnum, að einhver
hlustandi í Reykjavík hringir í hann, og
segist eiga gamla upptöku með „hawaii“-
tríói frá Akranesi, sem hann hafði tekið
upp á stálþráð. Svavar spilaði þetta svo í
þætti nokkru síðar, og hringdi í mig og
lét mig vita.
Við konan mín sem eigum fimm börn,
fiuttum austur á Fáskrúðsfjörð 1958. Þar
spilaði ég meira og minna til 1970, í
hljómsveitum sem hétu Mánar og Góbí.
Arið 1963 var byggt nýtt samkomuhús,
Skrúður. Þar voru oft böll á síldarárun-
um, en því ævintýri lauk 1968.
Það var árið 1957 sem ég samdi lagið
Nú liggur vel á mér, og sendi það í
keppni 1958. Áður var ég búinn að senda
tvö lög. Heillandi vor 1955, sem ég fékk
1. verðlaun fyrir, en það var hljóðritað
með Ingibjörgu Þorbergs og Marz-bræðr-
um. Árið áður, 1954 fékk ég 3. verðlaun
fyrir Síðasta dans.
Það var ekkert tónlistarnám hjá mér
fyrr en um 1955. Þá er Tónlistarskólinn
á Akranesi stofnaður, en ég var í píanó-
tímum veturinn áður hjá Önnu Magnús-
dóttur, en hún varð skólastjóri og fyrsti
kennari Tónlistarskólans. Ég var við nám
hjá henni í tvo vetur, en svo löngu seinna,
1978-9 var ég í einn vetur í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur. Ég hef fengist við
tónlistarkennslu, frá 1970 í tónskóla Fá-
skrúðsfjarðar, og á
Akranesi, og hef
verið við það alveg
þangað til í mars á
þessu ári. Ég á
þriggja kóra
Hohner sem er
bæði létt og lipur.
Ég kann bara ágæt-
lega við hana. Ann-
ars finnst mér oft
tónninn skilja á
milli, hvort um al-
vöru hljóðfæraleik-
ara er að ræða,
jafnvel þó að sé
Afmæliskveðj an
Þó bætist ár við ár
og aldur hrímgi brár,
æskudraumnum aldrei skaltu týna.
Þú geymir söng í sál,
hið sanna tungumál
elsku vinur upp með þína skál.
Enginn skyldi liðinn tíma trega
týnt þó hafi staf og mal.
Stundum felur þoka vörður vega,
vandratað er lífs um táradal.
í innsta eðli býr,
og áfram manninn knýr
áköf löngun eftir fylling vona.
Og enn má eygja strönd
við ystu sjónarrönd,
þar eru okkar æskudraumalönd.
Eitiar Georg Einarsson
verið að spila einfalt lag. Það er ekki
endilega fingralipurðin sem skiptir máli,
heldur tónninn. Það er ekkert einfalt að
spila einfalt lag. Það er einhver neisti,
sem ég tek fram yfir alla lipurð og lær-
dóm.
Ég á til allnokkuð af lögum, meðal
annars sönglög og kórlög, en hef verið
afar slakur við að koma þessu á framfæri.
Sumt á ég til skrifað og svo er dálítið á
böndum. Draumur minn er að koma lög-
unum mínum á geisladisk, með góðum
mönnum með góðan útsetjara.
Eitt þeirra laga sem Oðinn á í fórum
sínum er Afmœliskveðjan, og var hann
svo vinsamlegur að leyfa okkur að birta
nótumar að því lagi og er það á bls. 13.
Texti við lagið er eftir Einar Georg Ein-
arsson í Hrísey, sem er af mörgum kunn-
itr fyrir pistla sína í útvarpi undanfarin
ár. Við þökkttm þessttm heiðursmönnum
Bjarni Aðalsteinsson situr við trommurnar og Óðinn með harmoník-
una. Myndin er tekin í Miðgarði
12