Harmoníkan - 30.05.1996, Side 14
HARMONÍKAN
Framhald úr síðasta blaði
Niðurlag
Orgeli sem lýst er af arabíska sagna-
ritaranum Ibn Ghaibi, er einnig sagt vera
fest á spilarann. Getgátur eru uppi um að
Sýrlendingar hafi átt svipuð hljóðfæri.
Það er vitað að mörgum öldum seinna
voru farandorgel (á ensku ,,portatives“)
kynnt á vesturlöndum við hirð Karla-
Magnúsar, af Býsönskum umboðsmönn-
um, og voru að öllum líkindum framleidd
af Sýrlendingum eða Aröbum. Þá er
einnig vitað um hljóðfæri af sama skyld-
leika, sem var blásið í, með frumstæðan
belg og nefndist „Pípur frá Pan". Forn-
Rómverjar virðast einnig hafa átt orgel
sem fest hafa verið við hljóðfæraleikar-
ann, því í Ijóði tileinkað Virgil er kven-
hljóðfæraleikara lýst, sem blæs lofti í
pípur á orgeli sem er borið, með tveimur
belgjum sem er komið fyrir undir upp-
handleggjum og lofti dælt með þeim.
Leifar af rómversku farandorgeli frá ár-
inu 63 hefur verið grafið upp í Pompei
(1876) og er til sýnis á þjóðminjasafninu
í Napolí (Museo Nazionale). Þegar það
fannst, var fest við það keðja, nægjanlega
löng til að ná utan um háls manni. Það
var með þrjár raðir rétthyrndra gata, 15 í
hverri röð komið fyrir á skemmdri brons-
plötu, á svipaðan hátt og tónfjaðrir eru
settar í konsertínu. Þar sem þessi göt
voru með óreglulegu millibili, og tæplega
hentug til að blása í með munninum, er
trúlegt að hljóðfærið hafi verið með
handdrifinn belg sem hefur sennilega
glatast.
Hinn þekkti söguritari harmoníkunn-
ar, Hilding Berquist, telur möguleika á
því, að eftir því sem fornleifagröftur
eykst, muni fleiri útgáfur af hljóðfærinu,
og eintök með útfærslur og gerðir skyld-
ar harmoníkunni hugsanlega finnast ein-
hvern daginn.
Á miðöldum voru tvö færanleg hljóð-
færi ríkjandi, Portative og Regal, sem
bæði eru skyld harmoníkunni. í Evrópu
varð portative fyrst vinsælt á 12. öld í
Englandi og á 13. öld breiddist það út um
alla Vestur-Evrópu, og varð grunnhljóð-
færi í bæði kammermúsík og hljómsveit-
artónlist. Vinsældir þess voru engin til-
viljun því burtséð frá tærum, hreinum og
mildum hljóm, sem hafði aðdráttarafl
fyrir endurreisnarsinna, var það einstak-
lega hentugt til kennslu sem þakka má
hve sérlega auðvelt var að leika á það.
Portative var lítið, færanlegt (sem
hægt var að bera með sér) ferða/hand-
orgel sem var auðvelt að leika á. Það var
fest með ólum á spilarann sem lék á
hljómborð eða litla þrýstihnappa með
hægri hendi og stjórnaði belgnum með
þeirri vinstri. Það var framleitt með á bil-
inu 6-30 pípum í einni eða tveim röðum.
Portative höfðu til að spara pláss, aðeins
2 raðir af nótum þar sem á þeim tíma var
enginn krómatískur tónstigi. Seinna á
endurreisnartímanum var undantekning-
arlaust séð til þess að það var framleitt
með venjulegu krómatísku lyklaborði
með tveim röðum af nótum sem gaf alla
tóna í krómatíska tónstiganum. Þrátt fyr-
ir þessar endurbætur var portative á und-
anhaldi því það var of lítið, með veigalít-
inn tón og óhentugt til að spila sam-
hljóma sem voru notaðir í hinni nýju
endurreisnartónlist. Þegar komið var
fram á Barokk og Rococo tímabilið, er
portative helst notað í skrúðgöngum.
Portative varð með tímanum sífellt
þyngra, og tvo eða fleiri þurfti til að
handleika það. Hin aukna þyngd þess
varð einfaldlega vegna þess að í það voru
settar fleiri raddir.
Portative var stundum líkt við smáorg-
el og Francesco Landino, frægur mið-
aldatónsmiður og organisti frá Flórens,
náði athyglisverðri hylli fyrir leikni sína
á hljóðfærið. Það er ekki ósennilegt að
Landino (1324-1390) hafi samið tónlist
fyrir portative þó svo að engar heimildir
finnist um slíka tónlist. Samt sem áður er
greint frá því að Michaelangelo Rossi
hafi skrifað Miniature fyrir portativeorg-
el á 17. öld. Þetta tónverk hefur verið
leikið á nútíma orgel af E. Power Biggs.
Næst skulum við beina sjónurn okkar
að öðru hljóðfæri sem heitir Regal. Það
er það hljóðfæri sem er fyrirmynd að nú-
tíma harmóníum, en það hafði tóna sem
slegið var í, í stað tónfjaðra. Ásláttartón-
ar sem voru settir í orgelið fengu nafn sitt
af þeirri staðreynd að tónfjaðrimar snertu
hliðar rammanna.
Ásláttartónarnir komu fram á sjónar-
sviðið á 15. öld en urðu ekki almennir
fyrr en þeir voru settir í regal eða sem
hluti orgels. Vitað er að regal var notað í
nunnuklaustrum til undirleiks við söng
nunnanna. Regal fékk nafnið „Biblíu-
Regal" á 16. öld þegar George Voll frá
Nurnberg líkti því við lokaða biblíu.
Biblíu-regal var með tvo belgi sem hægt
var að taka af og brjóta saman. Til að
auðvelda flutning var samanbrotnu hljóð-
færinu pakkað inn í belgina og þannig
leit það út sem lokuð biblía. Biblíu-regal
var þaulúthugsað hljóðfæri, til að gleðja
og seðja fólk 16. aldar sem heillaðist af
töfrum tækniundursins. Á 17. öld var
regal aðallega notað sem bassi sem þjón-
aði því hlutverki prýðilega. Það var sér-
staklega smíðað til að spila undir fyrir
flokk af básúnum, vegna þess hvað það
hafði hljómmikinn og kröftugan tón.
Monteverdi (1567-1643), vinsælt tón-
skáld síns tíma, notaði regal í ópem sinni
„Orfeo" sem var skrifuð fyrir 36 hljóð-
færi, og er sögð hafa borið allt það sem
enn er dáð, sem ný túlkun í óperu. Á 18.
öld, með allri sinni ást á viðkvæmni,
urðu fráhvörf á vinsældum regal með
slíkum hörðum, ströngum og ójöfnum
tónum. Johann Mattheson (1681-1764)
sem ritaði samantekt um tónlist, ásamt
því að rita um tónlistarfræði, hafði sér-
staka andúð á regal, sem hann lýsti
þannig að það einkenndist af fmntaskap
og einstaklega viðbjóðslegt, þó að notkun
þess hafi ekki náð fram yfir 18. öldina.
í stuttu máli sagt, getum við séð, að
fyrir 18. öldina voru 3 hljóðfæri „ættfeð-
ur" harmoníkunnar. Harmoníkan og
cheng eiga það sameiginlegt að hljóð
þeirra em mynduð með titrandi tónfjöður.
Mismunurinn er sá að annað fær loft
14