Harmoníkan - 30.05.1996, Síða 16

Harmoníkan - 30.05.1996, Síða 16
sem er með, fyrir utan tvær fyrstu raðirn- ar sem fyrr eru nefndar, röð moll-hljóma, röð sjöundar-hljóma, röð dim-hljóma og viðbótarröð af eintónanótum nefnd gagn- stæð bassaröð. Einnig eru til 140 bassa harmoníkur með auka eintónaröð. Til viðbótar eru einnig til 160 bassa harm- oníkur með röð stækkaðra sjöundar- hljóma. Báðar þessar gerðir eru notaðar af sumum fagmönnum, en 120 bassa er algengust. Það er greinilegt af framanrituðu að fullkomin mynd af þróun harmoníku- fjölskyldunnar væri gífurlegt fyrirtæki og allt of yfirgripsmikið til að hægt sé að gera grein fyrir í einni ritgerð. Jafnvel enn í dag eru til mismunandi gerðir af harmoníkum. í Evrópu er hnappaharm- oníkan enn mikið notuð, þó svo að hún muni láta undan síga fyrir píanóharm- oníkunni. Núna eru píanóharmoníkur vinsælastar, mest notaðar og mest fram- leitt af þeim, og það er sú gerð sem við munum einbeita okkur að. [Athugasemdir bandaríska útgefand- ans: Álit höfundar á vinsældum píanó- harmoníkunnar fram yfir hnappaharm- oníkuna var augljóst árið 1955 þegar greinin var gefin út. Hún mundi senni- lega hafa annað álit í dag, þar sem að hnappaharmoníkan er ennþá vinsælust í Evrópu.] Þó svo að fyrsta píanóharmoníkan eigi uppruna sinn í Evrópu á seinni hluta 19. aldar, barst hún ekki til Ameríku fyrr 1909. Á þeim tíma kynnti Pietro Deiro endurbætta píanóharmoníku sína og varð fyrstur til að leika á hana fyrir áheyrend- ur. Þessi sögulega stund varð í Was- hington Square Theatre í San Francisco. Árið 1910 fóru verksmiðjur að selja harmoníkur en þær voru þó ekki fjölda- framleiddar fyrr en 1918. Það er vel kunn staðreynd að þróun píanóhljómborðsins eins og það er í dag er að þakka Pietro Deiro. Hann þróaði hljómborð píanó- harmoníkunnar með því að stækka nót- urnar í lengd og breidd. Upphaflega voru nótumar afar grannar og um 2 og 1/2 til 3 tommur að lengd. Ef við lítum á nútíma píanóharmoníku sjáum við hvað hún er mjög frábrugðin hinu frumstæða og grófa hljóðfæri sem fyrst var gert og kallað harmoníka. Hún er ekki lengur erfið og klunnaleg að leika á. Harmoníkan í dag er sífellt að vinna á og sem hljóðfæri, sífellt að sanna gildi sitt, og við sjáum, sem niðurstöðu af ný- fundnum forréttindum, að nokkur sam- tímatónskáld hafa þegar ritað tónverk fyrir harmoníku og hljómsveit, sem sum hafa verið flutt af fjölda virtra sinfóníu- hljómsveita. Hún er greinilega hljóðfæri sem vert er að íhuga og þekkja eins og við munum gera er við höldum áfram að ræða gildi hennar og möguleika. (endir kaflans) Um höfundinn - Toni Charuhas Toni Charuhas, sem hefur leikið á harmoníku frá 12 ára aldri, varðfyrir miklum vonbrigðum þegar henni var neitað um að lœra tónlist með harmoníku sem aðalhljóðfæri, þegar hún var í menntaskóla. Eftirað hún í staðinn valdi pípuorgel, gekk hún í Catholic University of America, þar sem hún lauk kandídats- prófi í tónlist. En það dugði henni ekki og byrjaði hún því strax að vinna að meistaragráðu. A þessum tíma jókst áhugi hennar fyrir harmoníkunni og hún gerði hana að sérstöku viðfangsefni. Við- urkenningin og virðuleg umfjöllun ásamt hœfileikum leiddi af sér þessa ritgerð, tveim árum síðar. Meðan hún var í menntaskóla lcerði hún einnig á harm- í Sögu daganna eftir Áma Björnsson segir um Jónsmessuna: „Jónsmessa, messa Jóhannesar skír- ara, er 24. júní. Hún leysti af hólmi foma sól hvarfa háatíð í Róm og virðist einnig á Norðurlöndum hafa komið í stað slíkrar veislu. Suður í Evrópu var Jónsmessan talin miðsumarsnótt og var mikil alþýðu- hátíð með brennum, dansi og svokölluð- um nomamessum. Hérlendis var hátíða- hald mun minna en í grannlöndunum. Kann að hafa ráðið nokkru að á þjóð- veldisöld lenti dagurinn á miðjum alþing- istímanum. Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní, er þó ein af mögnuðustu nóttum árs- ins og fylgir ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt á einnig að vera gott að leita töfragrasa og náttúrusteina og Jóns- messudöggin þykir heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni allsberir.“ Toni Charuhas Meekins, höfundur greinar- innar „Harmoníkan “. oníku í einkatímum hjá mörgum þekktum harmoníkuleikurum, bæði í Bandaríkjun- um og á Italíu, jafnframt því að koma oft fram á tónleikum. Þýtt og birt með leyfi útgefanda Þ.Þ. Grös áttu að hafa mun meiri áhrif ef tínd væru á Jónsmessunótt og vom ýmsar tegundir grasa tilteknar í því sambandi. Má nefna brönugras sem talið var að „vekti losta og ástir milli karla og kvenna og stillti ófrjósemi hjóna ef þau svæfu á því. Það heitir líka hjónagras, elskugras, Friggjargras, graðrót og vinagras." Þær fjórar nætur sem magnaðastar þykja, Jónsmessunótt, jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt tengjast allar sólhvörfum sumars og veturs.“ Við Jónsmessunótt tengist meðal annars hin fræga saga um selkonuna sem bóndi stal haminum af. Hún bjó síðan með honum mörg ár og átti börn og buru. Loks fann hún ham sinn aftur og steypti sér í sjóinn en mælti áður.: Mér er um og ó ég á sjö börn í sjó og sjö böm á landi. Hin árlega fjölskylduútilega F.H.U.E. og H.F.Þ. verður áb Breiöamýri, Reykjadal helgina 20.-21. júlí. Allir velkomnir. Góð aðstaöa á svæðinu. Undirbúningsnefndin JÓNSMESSA 16

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.