Harmoníkan - 30.05.1996, Page 19

Harmoníkan - 30.05.1996, Page 19
steypta hóp sem öll fjölskyldan getur fundið sig í. Von okkar beindist einnig að því með því að koma á harmoníkumóti gæfust enn fleyri tækifæri fyrir þetta fólk að eiga ánægjustundir. Það hefur gengið eftir því fleiri harmoníkufélög hafa tekið upp ámóta form. Hápunktur harmoníkustarfsins eru landsmótin á þriggja ára fresti sem orðin eru með stærstu mannfögnuðum á land- inu. Ég er nánast viss um að ef mótanna milli landsmóta nyti ekki við eða jafnvel blaðsins, stæði þessi hópur ekki eins þétt saman. Kjami harmoníkufólksins sem ég er alltaf að vitna til er úr öllum stéttum þjóðfélagsins, ungir og gamlir en vinnur og leikur sér saman eins og jafningjar. Það sem ég er líka að reyna að jamla um er þessi óhemju uppbygging með harmoníkunni í landinu hún má alls ekki glatast heimildalega séð og er ekki síður stórt innlegg í tónlistarsögu landsmanna. Til fróðleiks má geta þess að blaðið hefur alltaf verið sent til Landsbókasafnsins og nú í Þjóðarbókhlöðuna frá því hún tók við. / síðustu 4 ár hefur Eiríkur Sigurðsson veð- urfrœðingur verið prófarkalesari. Mín lokaorð að þessu sinni eru, ef við viljum ekki láta starf og gleðistundir okk- ar glatast er rétta leiðin að gera harm- oníkublaðinu kleyft að lifa. Utgefendur blaðsins vilja á þessum tímamótum senda öllum áskrifendum blaðsins bestu kveðjur og þakkir, sem og öllum gestum á mót Harmoníkunnar. Jafnframt viljum við þakka Sambandi Islenskra Harmoníkuunnenda fyrir stuðn- ing og skilning, sem og formönnum land- sambandsfélaganna og fulltrúum. Að öðru leyti eigum við hjálparhellur um allt landið sem of langt yrði upp að telja, hvort heldur það eru skrifarar, teiknarar, laga - og texstahöfundar eða auglýsendur, og allir þeir sem stappað hafa í okkur orku og kjarki, alúðar þakk- ir. Prófarkalesari fyrstu árin var Högni Jónsson harmoníkuleikari. Nú síðari ár hefur Eiríkur Sigurðsson veðurfræðingur séð um að lesa blaðið vel og vandlega fyrir prentun. Kunnum við þessum mönnum bestu þakkir. Án prófarkalest- urs væri blaðið ekki nema svipur hjá sjón. Eins og glögglega má sjá í blöðunum umliðin 10 ár er þar urmull mynda. Við höfum sem kostur er reynt að sneiða hjá myndum af okkur sjálfum. í myndasyrp- unni hér í blaðinu vegna afmælisins ger- um við undantekningu og birtum myndir frá starfi okkar sem tengst hefur blaðaút- gáfu og mótshaldi. Með harmoníkukveðjum. HH. Harmoníkan, nokkrar svipmyndir liðinna ára 1986-1996 Gengið frá blaðinu til póstdreifingar í maí 1993. 2.-5. ágúst 1996 MUNIÐ MÓT HARMONÍKUNNAR í ÞRASTASKÓGI UM VERSLUNARMANNAHELGINA 19

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.