Harmoníkan - 30.05.1996, Side 23

Harmoníkan - 30.05.1996, Side 23
á landsmóti Hinn þekkti stjórnandi prófessor og konsertmeistari Vladimír Cuchran frá Slóvakíu. Eins og lesendum er flestum kunnugt er væntanlegur gestur á landsmót S.Í.H.U. í sumar, harmoníkuleikari að nafni Vladimír Cuchran. Hann hefur get- ið sér góðan orðstýr undanfarið, en upp- lýsingar um hann eru heldur af skomum skammti, en þó má sjá af myndum að hann leikur á píanóharmoníku. Til er stutt yfirlit um feril hans gefnar út árið 1983, og hinsvegar upplýsingar um harmoníku- hljómsveit sem hann stjórnar - Harm- onrkuhljómsveit Kosice Tónlistarháskól- ans í Slóvakíu. Hér er lausleg þýðing á upplýsingunum frá 1983:. V. Cuchran stundaði nám í harm- oníkuleik hjá L. Solaj við tónlistarháskól- ann í Kosice. Hann stundaði framhalds- nám við Franz Liszt Akademíuna í Weimar, undir leiðsögn I. Slota-Krieg. Þegar á námsárum sínum hlaut hann margvíslegar viðurkenningar, bæði heima fyrir og eins í alþjóðlegum keppn- um. Árið 1959 og eins 1961 vann hann keppni „Skapandi ungs fólks“ í sínu heimalandi. Hann varð einnig vinnings- hafi í keppni harmoníkuleikara í Brat- islava 1968, Zilina 1969 og Horovice 1970. Hann var heiðursgestur á alþjóð- legum keppnum í Klingenthal í Þýska- landi, Pavia á Italíu og Salzburg í Aust- urríki. Árið 1969 tók hann þátt í ráð- stefnu um harmoníkuleik í Trossingen í Þýskalandi. Þá hefur hann um langt tíma- bil haldið námskeið við Tónlistarháskól- ann í Kosice. Á árunum 1980 - 1985 var hann valinn sem stjórnandi Fílharmoníu- hljómsveit ríkisins í Kosice. Vladimír Cuchran hefur margoft komið fram í heimalandi sínu og að auki í Hollandi, Austurríki, Rússlandi, Póllandi, Þýska- landi, Júgoslavíu, Ungverjalandi, Eg- yptalandi og Ítalíu. Staða hans sem harm- oníkuleikara í heimalandi sínu sést best á góðu sambandi hans við þarlend tón- skáld.t.d. Hatrik, Podprocký, Trojan, Matys, Feld og fleiri. Hann hefur gert fjölda hljóðritana fyrir Tékkóslóvenska útvarpið og sjónvarp, og eins fyrir plötu og útgáfufyrirtækið Opus. Vladimír Cuchran varð fyrsti Slóvanski harm- oníkuleikarinn til að hljóðrita og gefa út eigin tónverk á hljómplötu. Uppistaðan á efnisskrá Vladimír Cuchran er að mestu tónlist 20. aldar, en einnig má þar finna nokkur orgel og harpsicord tónsmíðar eldri meistara. Listamaðurinn leikur oft- ast verk slóvanskra höfunda á sinn sér- stæða hátt. Með mikla tækni, tilfinningu fyrir nútíma tónlist, frábæran smekk, fág- aða framkomu og djúpan skilning á þeim tónverkum sem hann flytur, og frábæran sveigjanleik í túlkun sem gefur honum gott vald á efninu. Vladimír Cuchran er einnig höfundur af kennsluefninu „Kaflar á Harmoníku". Hér fara svo upplýsingar frá árinu 1994 um Harmoníkuhljómsveit Kosice Tónlistarháskólans í Slóvakíu.: Harmoníkuhljómsveit Kosice Tónlist- arháskólans í Slóvakíu var stofnuð vegna tónleikahalds 1987. Á tónleikahaldi í gegnum árin hafa margir ungir tónlistar- menn tekið þátt, gegnumsneitt nemendur Tónlistarháskólans og því hefur starf í svona hljómsveit verið erfiðara og kröfu- harðara en venja er um svipaðar hljóm- sveitir, en um leið eftirvæntingarfyllri. Á sex ára ferli hefur harmoníkuhljómsveit- in unnið nokkur verðlaun, ekki bara í heimalandi okkar heldur einnig erlendis. Mikilvægasti árangur voru 1. verðlaun í borginni Daugavpils í Litháen 1989. Ári seinna I. verðlaun á alþjóðlegri harm- oníkuhátíð lítilla hljómsveita í Prag, og önnur verðlaun á sömu hátíð ári seinna 1991, í Bremerhaven í Þýskalandi. í sterkri keppni þrjátíu og þriggja hljóm- sveita í erfiðasta riðli í Innsbruck í Aust- urríki 1992, náði hljómsveitin fjórða sæti og einhverja mestu viðurkenningu hlaut hljómsveitin er hún náði í önnur verðlaun í keppninni "Premio Internazionale Citta di Castelfidardo" á Ítalíu 1993. Hljóm- sveitin hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum bæði innanlands og utan. Hún hélt fema tónleika á Kýpur sumarið 1994 og sama sumar var henni boðið að halda tónleika í Finnlandi og einnig á Spáni. Stjórnandi harmoníkuhljómsveitarinnar er hinn þekkti harmoníkuleikari Vladimír Cuchran. Efnisskrá hljómsveitarinnar er afar fjölbreytt, af mismunandi toga, allt frá barok til tónlistar tuttugustu aldarinn- ar. Hljómsveitin hefur leikið í slóvenska útvarpinu og sjónvarpi auk þess sem hægt er að fá leik hennar á hljómsnæld- um. Hún er eina hljómsveitin sem gefur út harmoníkutónlist um þessar mundir í Slóvakfu (1994). Þó þessar upplýsingar séu ekki tæm- andi, má þó vel sjá að hér er á ferðinni maður með glæsilegan feril. Því miður er hvergi hægt að sjá í þeim upplýsingum sem við höfum, hvenær Vladimír er fæddur, en telja má líklegt að hann sé lið- lega fimmtugur miðað við þau verðlaun sem hann vann til árið 1959. Við höfum einnig heyrt því fleygt að hann muni reyna að hafa aðgengilega tónlist á efnis- skránni, þannig að sem flestir muni njóta hennar. Við munum því eiga von á skemmtilegum tónleikum með honum á landsmótinu í sumar. . . Þ.Þ. 23

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.