Harmoníkan - 01.10.1996, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.10.1996, Blaðsíða 10
Heimsmeistari í harmoníkuleik 1996 Lelo Nika Heimsmeistarinn Lelo Nika segir að best sé að vera vakandi yfir tónlist allra landa, einstefiia sé oft ávísun á dapran endi. Hann er lágur vexti, svarthærður, brúneygður og glaðlegur persónuleiki. Hann er 27 ára gamall og heitir Lelo Nika er fæddur í Júgóslavíu 1969. Lelo Nika keppti um heimsmeistaratitilinn í sínum flokki í maí 1996. Keppnin fór fram í Klingenthal í Þýskalandi. Ég hitti Lelo í Jakobstad Finnlandi en hann var þar með dönskum hóp á vina- bæjamóti til að spila á hinum ýmsu uppákomum. Ferill þessa unga snillings er í sem stystu máli sá að tjölskylda hans flutti frá Júgoslavíu er Lelo var eins árs gamall til Danmerkur þar sem þau hafa Hin sameiginlega tjölskylduútilega F.H.U.E. og H.F.Þ. varhaldin 20.-21. júlí í ár. Segja má að tjaldgestir hafi verið fáir og aðallega frá Akureyri og Eyjafirði. Margir komu sem gestir á laugardeginum og fullvíst að um 100 manns hafi verið á staðnum er mótið stóð sem hæst. All- margir gestanna voru bændafólk sem ekki á heimangengt nema að kvöldi til. Fjör var í spilamennskunni úti sem inni og dansað í samkomuhúsinu á Breiða- mýri. Ekkert skorti heldur á fjörugar samræður. Veðrið var ágætt. Ungt fólk hefði mátt sjást meir getum við sagt, en búið síðan. Hann byrjaði 5 ára að læra hjá pabba sínum á harmoníku. Þegar hann var 10 ára gamall fór hann svo til Júgoslavíu á ný og sótti nám hjá Brani- mir Dorie næstu þrjú ár. Aftur fór hann til Danmerkur í nám 1984 hjá Mogens Ellegard og síðan nam hann við hina dönsku akademíu hjá Jeanette Dyremose 1990. Ég innti Lelo Nika eftir því hvort nóg sé að gera fyrir harmoníkuleikara í Dan- mörku. Hann kvað of lítið að gera fyrir harmoníkuleikara þar í landi en sagðist hafa trú á að það muni breytast. Hann er því vonandi tjölgar með árunum. Ákveð- ið hefur verið að halda áfram þessu sam- komuhaldi félaganna og þá að Breiða- mýri. Góðir gestir komu frá Reykjavík, þau Garðar Jóhannesson og Inga kona hans og fengum við í ríkum mæli að hlíða á Garðars góðu tóna. Slíkt hið sama á við um Sigrúnu Bjarnadóttur formann H.F.R. og núverandi landssambandsfor- mann og Val, við viljum þakka þeim ásamt öllum öðrum sem heimsóttu okk- ur fyrir komuna. Stefcm Leifsson sannfærður um gildi þessa hljóðfæris og framtíð. Er Lelo er spurður um hvernig tónlist- arform sé hentugast fyrir harmoníkuleik- ara sem hefur náð svo langt sem hann, svarar hann: Maður á að vera opinn fyrir tónlist allra landa, annars verður hætta á að ein- angrast í einu fari. Það er ávísun á dapran endi. 1 dag er aðalatriðið að leika músikalskt. Það sem flestir stranda á í dag er þó tæknin, hún er alls ekki nógu góð hjá allt of mörgum. Annað sem ég er lfka sannfæður um, og þykist ég tala af nokkurri reynslu, er að hnappaharmoník- an sé áhugaverðara hljóðfæri en píanóút- færslan, segir Lelo og lítur til mín sann- færandi á svip. Menn ættu að hugleiða það svolítið. Þetta segir Lelo og mér skilst hann ineini að léttara sé að ná góð- um tökuin á hnappaborðinu. Ég spyr Lelo hvort margir góðir harm- oníkuleikarar séu í Danmörku. Mér er óhætt að telja eina 5 mjög flínka: Heidi Hansen, Morten Rossen, Anders Vestedahl, Geir Draugsvol og toppmaðurinn á þessu sviði er James Krep. Já, það má sjá á þessari upptalningu að Lelo Nika er lítillátur. Hann bætir svo við: Þeir eru líka aldeilis góðir í Rúss- landi og Frakklandi. það get ég fullvissað þig um. Ein spurning svona í lokin, hvernig litist þér á ef óskast yrði eftir þér til Islands til tónleikahalds? Það væri spennandi, ég tæki það tilboð rækilega til athugunar! Hilmar Hjartarson. EKKERT FÍLABEIN í NÓTNABORÐIN... Elsti píanóframleiðandi heims, Steinway, hefur ákveðið að hætta að nota fílabein í nótnaborð hinna eftir- sóttu hljóðfæra fyrirtækisins. I stað- inn verður brúkað gerviefni og full- yrða talsmenn Steiway að það hafi engin áhrif á hljómgæði og breyti engu „hinum einstaka hljómi" hljóð- færisins. Mörg ríki hafa sett takmörk við eða bannað innflutning á fíla- beini. Talið er að það eigi sinn þátt í ákvörðun Steinnwey að hætta að smíða nótnaborð úr fílabeini að jap- anir hafa bannað innflutning þess en Steinwey á m.a. í mikilli samkeppni við japanska píanóframleiðendur. HARMOrHÍKUMÓTIÐ AÐ BREIÐAMÝRI 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.