Harmoníkan - 01.10.1996, Blaðsíða 9
Með landsmót í huga
Hilmar Hjartarson
Þegar sólin reis hæst á Islandi og sum-
ir veltu sér upp úr dögginni um Jóns-
messuna, sameinuðust harmoníkuleikarar
og áhugafólk um hljóðfæri sitt að Lauga-
landi í Holtum á sjötta landsmóti
S.I.H.U. Ætli nokkru sinni hafi fleiri
manns notið þeirrar gleði og ánægju sem
á sér stað á landsmóti. Skipulagningin
var aðdáunarverð á þessu móti án þess að
vera fyrri skipuleggjendum til lítillækk-
unar segi ég að aldrei fyrr hafi svo vel
tekist til með skipulagningu alla. Það er
þróunin að hver lærir af öðrum og yfir
því megum við gleðjast.
Ohemjumikil breyting hefur á orðið
milli móta umliðinna ára og umsjónar-
menn hvers um sig lagt sig alla fram um
að gera þau sem best úr garði. Hlutirnir
gengu svo einstaklega vel í ár, góður
kynnir, góðir hljóðmenn á senu, aðstoð-
armaður á senu gætti þess nákvæmlega
að fjöldi stóla væri í samræmi við fjölda
flytjenda og allar skiptingar tóku
skamma stund og fumlausar.
Litið inn
Aðalfundur S.Í.H.U. 1996 hófst 20.
júní. Þessa lengstu nótt ársins blöktu
fánar í golunni, sól var á lofti og hljóð frá
svamli sundlaugargesta barst upp í fund-
arsalinn.
Það var Asgeir S.Sigurðsson þáver-
andi formaður sambandsins sem setti
fundinn, fundarstjóri var Jónas Þór Jón-
asson frá Egilsstöðum. Ásgeir minntist í
upphafi látinna félaga frá síðasta aðal-
fundi.
Hinir látnu eru:
Jósteinn Finnbogason frá Húsavík,
dáinn 17. nóvember 1995. Haraldur
Björnsson frá Húsavík, dáinn 2. mars
1996. Kristinn Erlendsson Kaldal frá
Keflavík, dáinn 6. júní 1996. Gissur
Geirsson frá Selfossi, dáinn 8. júní
1996. Eg vil cinnig geta Steinars
Eiríks Sigurðssonar frá Þingeyri sem
lést 20. júlí 1996 langt um aldur fram.
Margir harmoníkuunnendur þekktu
Steinar að góðu frá Samkomum harm-
oníkuunnenda (H.H.).
Menn risu úr sætum til að minnast
þessara félaga.
Að sitja lungann úr degi tvo daga í röð
á tónleikum var leikur einn, jafnvel fyrir
menn sem helst aldrei setjast niður, og
tíminn leið ótrúlega fljótt enda var um að
ræða gæða spilamennsku og gott lagaval.
Tónleikar Vladimir Chuchran voru fyrir
minn smekk of iangir vegna þungs laga-
vals en snilld tónlistarmannsins og gott
vald á tækni leyndist engum. I hliðarsal
inn af anddyri að Laugalandi var ítalskur
harmoníkuleikari Renso Ruggieri að aug-
lýsa harmoníkur fyrir hljóðfæraverslun
Leifs H. Magnússonar. Sá var ekki af
verri endanum og náði hann að heilla
mótsgesti upp úr öllu valdi. Eg missti af
aðaltónleikum þarna í salnum er Vla-
dimir Chuchran og Italinn stilltu saman
og gerðu óhemju lukku. Þá vissi ég til að
tveir Bretar ásamt íslenskum fylgdar-
mönnum voru á mótinu. OlafurTh Olafs-
son vissi allt um þá og tjáði hann mér að
þeir hefðu skemmt sér hið besta, hrein-
lega ekki upplifað annað eins.
Það er sorglegt til þess að hugsa að
Lög sambandsins sem lengi höfðu taf-
ið fundi voru nú loks samþykkt ásamt
reglugerð um verðlaunaveitingar. Stjórn-
arkjör fór þannig að Ásgeir gaf ekki kost
á sér í formannssætið áfram en Sigrún
Bjarnadóttir sem hafði verið varaformað-
ur var kosin formaður og er hún fyrsta
konan til að verina það sæti hér á landi.
Heilmiklar breytingar aðrar urðu á stjóm-
inni og munu nafnabirtingar nýrrar
stjórnar koma fram í næsta blaði. Já-
kvæður andi ríkti á aðalfundinum. Fyrir
lágu upplýsingar um að 144 nemendur
væru í harmoníkunámi í tónlistarskólum
landsins en álit stjórnar var að hátt í 200
manns stunduðu nám þar sem nokkrar
upplýsingar skorti frá nokkrum tónlistar-
skólum. Formaður H.F.R. Sigrún
Bjarnadóttir skýrði frá því að fjölmiðlar
hafi reynst gjörsamlega áhugalausir fyrir
mótinu, sagðist alls staðar hafa rekið sig
á steinveggi.
í lok þessa litla yfirlits langar mig að
geta þeirra manna er stóðu í eldlínunni
við framkvæmd og skipulagningu móts-
ins.
fjölmiðlar sýndu mótinu engan áhuga,
örfá orð án myndar sá ég í einu blaði. En
ekki stóð á blöðunum að eyða hálfri opnu
með stríðsfyrirsögn í neikvæða frétt um
atburð sem gerst hafði. Hvað sem því líð-
ur var blásið út að fólk hafi verið svo
drukkið að ekki hafi verið hægt að yfir-
heyra það. Ég dreg þessar staðhæfingar
mjög í efa því þvert á móti tel ég harm-
oníkuunnendur enn einu sinni hafi sann-
að að þeir kunna að skemmta sér á heil-
briggðan hátt og nota vín í hófi. Ég get
staðhæft þar sem ég hef verið á öllum
landsmótum frá upphafi að ég veit ekki
til að nein stór vandamál hafi skapast til
hnjóðs fyrir harmoníkuna. Meira mætti
sjást á prenti um allan vinskapinn og
gleðistundirnar sem fólk minnist eftir
hvert landsmót. Eins og svo oft áður í lok
landsmóts var ég upptendraður af inni-
legri gleði og góðvild og hafði a til-
finningu að vera jafnvel fallegur að inn-
an.
Jóhann Bjarnason framkvæmdastjóri,
sá um verklega hlið mótsins.
Sigrún Bjarnadóttir sá um tónlistar-
flutning og skipulagningu á honum.
Stefán Ármann Þórðarson var gjald-
keri mótsins.
Kynnir: Bragi Gunnarsson
Hljóðmenn: Báðir frá Selfossi. Helgi
Kristjánsson og Oðinn B. Helgason.
Myndataka: Mega fílm Reykjavík
Sviðsstjóri: Valur Haraldsson
Sigrún Bjarnadóttir sá um að hljóm-
sveitir væru klárar bæði á tónleikum og
dansleikjum. H.H.
Úr íslenskri
fyndni
Halldór hét íslendingur í Vestur-
heimi. Hann hafði atvinnu af því að
hlaða hús. Kona Halldórs hét Ósk.
Þau voru barnlaus. Um Halldór sagði
kýmniskáldið K.N. „Halldór er
grunn-hygginn og fær aldrei ósk sína
uppfyllta."
á aðalfund S.Í.H.U.
9