Harmoníkan - 01.10.1996, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.10.1996, Blaðsíða 5
Sjötta landsmót Sambands Islenskra Harmoníkuunnenda var haldið að Lauga- landi í Holtum dagana 20.-23. júni síð- astliðinn. Skipulögðum við Rangæingar helgina eftir bestu getu og báðum mátt- arvöldin unt að sunnlenska rigningin yrði víðs fjarri mótsdagana. Og viti ntenn! Fimmtudagurinn rann upp og veðrið lofaði góðu. Fleyg eru þau orð formanns Harmoníkuunnenda í Reykjavík er hann sagði á aðalfundinum á fimmtudagskvöldið: „Eg vissi nú að hún Sigrún væri valdamikil, en mig grun- aði ekki að völdin næðu svona langt“. Sautján harmoníkufélög voru skráð til leiks að tónleikum félaganna og tuttugu hljómsveitir höfðu tilkynnt þátttöku á böllunum. Er skemmst frá því að segja að enginn hópur féll úr og sannar það einu sinni enn hversu orðheldnir og traustir menn skipa harmoníkufélögin í landinu. Eftir setningarathöfn opnaði 16 ára Rangæingur, Svanur Bjarki Ulfarsson mótið og stóðst þá eldraun með mikilli prýði. Tónleikar félaganna gengu mjög vel báða dagana og var ánægjulegt að sjá og heyra hversu vel félögin stóðu sig. Unga Hiiin 16 ára gamli nemandi Grétars Geirs- sonarfrá Áshóli, Svanur Bjarki Úlfarsson frá Stóru-Mörk sést hér ákveðinn á svip leika Florette Pietro Frosinis við opnun mótsins. Svanurfékk afhentan sérstskan minningarskjöld sem staðfestingu á að hafa komið fyrstur fram á landsmótinu. fólkið hefur aldrei mætt fleira til leiks á landsmóti og er það gleðiefni. Dansleikirnir föstudags- og laugar- dagskvöld fóru vel fram og var ekki ann- að að sjá en allir skemmtu sér hið besta. Það er nú einu sinni svo að þar sent harmoníkufélagar eru á ferð er gleðin við völd og þar sannast málshátturinn að „maður er manns gaman“. Landsmótin eru nefnilega ekki aðeins tónleikar og dans, heldur líka vettvangur fyrir fólk að hittast. Fólk sem hefur sama áhugamál og eru flestir orðnir góðir vinir í gegnum harmoníkufélögin. Með mínum leikmannsaugum fæ ég ekki betur séð en félögin séu í mikilli framför og áhuginn fari síst dofnandi. Það er því von mín að orð þeirra manna er gera lítið úr íslenskum harmonikuleik séu ekki tekin allt of hátíðlega. Ekki eru allir fæddir til að verða snillingar en allir gera sitt besta og það er aðalatriðið. Einleikara fengum við alla leið frá Austur-Slóvakíu. Hugsunin bak við þá ákvörðun var sú að fá að heyra og njóta tónlistar sem er ólík því sem við heyrunt oftast. Vladimír Chuchran sýndi okkur snilldartakta á harmoníkuna, það fór ekki á milli mála. Og þó einhverjum hafi fundist prógrammið heldur þungt, þá voru þeir þó fleiri sem sátu með stjörnur í augum eftir mjög eftirminnilega tónleika. Skömmu eftir Landsmót sendi Vladimir póstkort með góðum kveðjum og þökk- um fyrir bráðskemmtilega heimsókn til Islands. Er þeim kveðjunt hér með komið á framfæri. Að lokum vil ég þakka öllunt þátttak- endum Landsmótsins drengilega fram- komu og hversu mikla alúð allir lögðu í verk sín. Einnig vil ég þakka félögum mfnum úr Harmoníkufélagi Rangæinga alla þá vinnu sem þeir lögðu fram til að gera framkvæmd mótsins mögulega. Hópspilamennska allra harmoníkuleikaranna Salurinn var alltaf fullskipaður áhoifendwn. Landsmót 1996 Sigrún Bjarnadóttir 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.