Harmonikublaðið - 01.04.2002, Qupperneq 4
VIÐTAL
HARMONIKUBLAÐIÐ
Ragnar
Víkingsson
Ritstjóra Harmonikublaðsins lék
forvitni á að kynnast sjómannin-
um og harmonikuleikaranum
Ragnari Víkingssyni og lífshlaupi
hans. Ragnar er giftur Maríu
Kristófersdóttur frá Hrísey og
eiga þau 3 uppkomin börn.
-Hvar ertu fæddur og hverjir voru foreldr-
ar þínir?
Ég er fæddur í Grímsey 1936, ólst þar upp
og átti þar heima til 23ja ára aldurs. For-
eldrar mínir voru Sigurveig jónsdóttir og
Víkingur Baidvinsson. Það má segja að ég
hafi aiist upp við harmonikuspil því faðir
minn var aðal ballspilarinn á þeim árum.
Vegna óhapps hætti hann þegar ég var 8
eða 9 ára. Þannig var að hann þurfti að
senda nikkuna í viðgerð til Reykjavíkur.
Póstmeistarinn tróð henni ofan í póstpok-
ann og hún fór í mél í flutningnum, þá
hætti hann og eignaðist ekki hljóðfæri aft-
ur fyrr en um sjötugt. Ég átti vin á næsta
bæ, sem er Óli Ólason nú þekktari sem
mikill aflamaður og býr enn í Grímsey. Óli
var farinn að spila og átti ágætt hljóðfæri,
til hans fór ég all oft og fékk að æfa mig og
lærði heilmikið af honum. Það kom fyrir að
Óli færi á vertíðir úr eynni, þá hafði ég ekk-
ert hljóðfæri svo ég samdi við prestinn,
séra Róbert Jack, og fékk að æfa á kirkju-
orgelið. Það var í lagi en með því skilyrði
að ég spilaði ekki danslög. Þessu lofaði ég
auðvitað en sveik það um leið og ég var
orðinn einn. Þetta komst allt upp og ég
fékk einhverja smá áminningu, en við vor-
um mestu mátar eftir sem áður enda vissi
prestur að ég var farinn að spila á dans-
leikjum. Þegar þetta var hef ég verið 11 eða
12 ára. Ég eignaðist fyrstu nikkuna 14 ára
gamall, keypti litla nikku Pietro 24 bassa,
af síldarsjómanni frá Grundarfirði. Síðan
fór þetta að smá koma og ég fór að hvíla
Óla á böllum, kunni þá 4 eða 5 lög. Á þess-
um árum var mikið af útlendum síldarskip-
um hér við land og f brælum lágu kannski
um og yfir 100 skip við eyjuna og kannski
dansað á hverju kvöldi. Ég fór snemma að
fara á böll eingöngu til að hlusta á Norð-
mennina eða Svíana spiia. Þeir voru margir
mjög góðir. Þó að Svíar séu kannski þekkt-
ari hér á landi í dag sem harmonikuleikarar
fannst mér einhvern veginn Norðmennirn-
ir alltaf betri. Fótbolti var vinsæll í Grímsey
á þessum árum og jafnaldrar mínir allir
með, þess vegna var hlegið að mér þegar
aðrir voru komnir í fótboltagallann var ég
T.v. Ragnar að heimili sínu í Hrísey með
Brandoni Casetto 4 kóra nikkuna sína. Fyrsti
eigandi mun hafa verið Reynir Jónsson.
Að neðan: Ragnar 15 ára með fyrstu alvöru
nikkuna, Paoló Soprani 4 kóra.
Hrísey
kominn í betri fötin og farinn á ball. Ég gat
bara ekki sleppt músikinni. Við Óli spiluð-
um svo saman þar til ég flutti til Hríseyjar
1959.
Nú, ég fór að spila á böllum í Hrísey og
hér í nágrannabyggðum allt fram á áttunda
áratuginn. Stundum spiluðum við saman 2
eða 3 af svæðinu og var það strax léttara.
Þetta var stundum erfitt að vera á sjó alla
vikuna og spiia svo um helgar því þá voru
engir magnarar. Ég hef stundað sjóinn frá
fermingu eða rúm 50 ár, og þetta fór ekki
alltaf vel saman. Svo fór að draga úr þessu
þegar gítarinn tók völdin. Við stofnuðum
hér hljómsveit sem hét Eymenn og spiluð-
um í ein tvö ár, þá fluttu flestir meðlimirnir
burtu og ég varð einn eftir. Síðan að mig
minnir upp úr 1980 voru stofnuð hin ýmsu
harmonikufélög, þá vaknaði áhuginn á ný.
Síðan hef ég kynnst fjölda góðra harmon-
ikuleikara um allt land, til dæmis á lands-
mótum. Þeir eru margir mjög góðir og
erfitt að dæma. Þó finnst mér engin spurn-
ing, að gömlu meistararnir okkar þeir Bragi
Hlíðberg, Grettir Björnsson og Reynir ión-
asson standa enn upp úr, svo og mikið
yngri maður Einar Guðmundsson sem býr
á Akureyri. Upp úr 1980 fórum við Hafliði
Ólafsson, sem er ágætur spilari, að spila