Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 6
NÁMSKEIÐ HARMONIKUBLAÐIÐ Lars Holm á Samband íslenskra harmoniku- unnenda stóð fyrir tveim námsskeiðum fyrir harmonikukennara á s.l. ári. Það fyrra dagana 12-14 janúar og hið síð- ara 26-28 október. Kennari var sænski harmonikusniilingurinn Lars Hoim sem hefur á undanförnum árum unnið mjög gott starf í því að hefja harmonikuna til vegs og virðingar. Fyrir um það bil 7 — 8 árum var gert átak í því að fá harmonikukennslu tekna upp við tónlistarskóla á íslandi. Það tókst með þeim árangri að í dag er stunduð harmonikukennsla í u.þ.b 30 tónlistarskól- um af 90 skólum. Góður árangur en betur má ef duga skal. Vandamál tónlistarskólanna er að fá hæfa kennara tii starfa og er það að hluta ástæða þess að harmonikukennsla hefur ekki verið tekin upp allstaðar.úr þessu þarf að bæta. Fyrir nokkrum árum voru Tatu Kantomaa harmonikuleikari og Guðni Fransson klarinettuleikari fengnir til þess að sjá um kynningu á harmonikunni og harmonikutónlist í grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta gaf góða raun og þarf að halda þessari kynningarstarfsemi áfram. SIHU hefur einnig staðið fyrir nám- skeiðum fyrir harmonikukennara. Það fyrsta ásamt hljóðfæraverslun . Leifs H.Magnússonar, með harmonikusnillingn- um og kennaranum Renzo Ruggieri haust- ið 1996 og svo á s.l. ári með Lars Holm eins og áður er um getið. Fyrra námskeiðið var haldið í Reykholti 12. - 14. janúar '01 Það sem Lars lagði upp með tii kennsl- unnar var að kynna fyrir okkur harmoniku- tónlist frá hinum ýmsu þjóðum. Skemmst er frá því að segja að námskeiðið var hrein opinberun og mikil upplifun að spiia og hlusta á frábæra tónlist, og kynnast hinni miklu kunnáttu og tækni þessa frábæra kennara. í lok námskeiðsins fengum við séra Geir Waage til að sýna þátttakendum sögustað- inn Reykholt og síðan bauð hann til Snorrastofu og sagði sögu staðarins á Lars Holm kjarnyrtri skandinavísku sem allir skildu. Ég ók svo með Lars upp að Barnafossi í Hvítá til að sýna honum eitt af mörgum náttúrufyrirbærum iandsins og svo var komið við í Biáa lóninu í leiðinni á flug- völlinn. Það var svo ákveðið að stefna að öðru námskeiði með haustinu. Það var miklum erfiðleikum háð því handhafi Hagströms- verðlaunanna árið 2001 og harmonikuleik- ari ársins í Svíþjóð, Lars Holm var mjög upptekinn við konsertspil og uppákomur alls konar svo sem sjá má af grein í blað- inu Dragspels- Nytt. Það tókst þó að finna eina helgi sem var nothæf til þess að koma til íslands, helgina 26. - 28. október. Ákveðið var að halda námskeiðið að Laugum í Sælingsdal, svona álíka mið- svæðis og Reykholt. í samtölum við kenn- ara virtist feikna mikill áhugi og við reikn- uðum með í kring um 20 þátttakendum. Ekki veit ég hvort það, að verkfall tónlistar- kennara stóð yfir eða eitthvað annað sem olli því að helmingur þeirra sem hafði fram á síðustu stund ekki talað um annað en mæta létu ekki sjá sig. Ég verð að játa að mig skortir skynsemi tii að skilja þetta. Það er mikill skaði fyrir kennslustarfið að ekki komu fleiri kennarar til að nýta sér þetta tækifæri til að afla sér menntunar, ekki veitir af, því vel flestir harmonikukennarar hafa harmonikukennsluna sem aukabú- grein, eru lærðir á eitthvert annað hljóð- færi. Þessir dagar á Laugum voru frábærir. Lars keyrði okkur áfram frá því kl. 9 á aw íslandi Guðmundur Samúelsson morgnana og til kl.22 á kvöldin. Hann tók fyrir brasilíska og argentíska músik o.fl. sem hann matreiddi af sinni einstöku snilid fyrir okkur. Einnig kynnti hann fyrir okkur hljómsveitamúsik og lét okkur æfa nokkur lög. Svo ánægður var Lars með okkur þ.e.a.s. Hljómsveit harmonikukennara á ís- landi að hann taldi það mikinn skaða að hljómsveitin gæti ekki starfað og spilað vegna þess hve búseta meðlimanna er dreifð. Þegar hlé var gert á kennslunni sýndi Lars okkur myndbandsspólur af ýmsum uppákomum í hans iífi að undanförnu. Ég veit ég tala fyrir munn allra þeirra sem á námskeiðinu voru þegar ég segi Kærar þakkir til Sambands íslenskra harmonikuunnenda fyrir að standa fyrir námskeiðum með þessum frábæra tónlist- armanni. Fyrir námsskeiðið átti Lars frí í einn dag, þar sem hann hafði ekki neitt ákveðið í huga hvernig hann ætlaði að nota það datt mér í hug að skipuleggja smá útúr- dúra á leiðinni að Laugum, því glaða sól- skin var og við höfðum rúman tíma. Við ókum Krísuvíkurleiðina frá Keflavík til Reykjavíkur, snæddum léttan mat í Ráð- húsinu og gengum um miðborgina. Sfðan ókum við um Mosfelisheiði á Þingvöll og þaðan vestur að Laugum. Eftir að námskeiðinu lauk ókum við Lars út Fellsströnd og um Skarðsströnd til baka og gistum áfram á Laugum þar sem Lars tók til við að troða í hausinn á mér alls konar fróðleik um kvöldið.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.