Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 12
FERÐASAGA Færeyiaferd Félags harmonikuunnenda og kórs 9 eldriborgara Norðfírði 7.-14. júní 2001 Um kl. 9 að morgni dags 7. júní 2001 lagði 68 manna hópur af stað frá Neskaupstað í sólskini og fallegu veðri og var ferðinni heitið til Færeyja. Þessi fjölmenni hópur samanstóð af félög- um úr Félagi harmonikuunnenda Norðfirði og Kór eldriborgara Norðfirði ásamt mök- um og öðru stuðningsfólki. Aðal tilgangur ferðarinnar var skemmtiferð en að sjálfsögðu átti að spila, syngja og dansa í ferðinni og endurgjalda heimsókn ÁFH, en það er félagsskapur harmoniku- leikara í Færeyjum, sem heimsótti okkur í júlí 1999 á ferð sinni um ísland. Félag eldriborgara hafði rútu til umráða alla ferðina en félagar í félagi harmoniku- unnenda fóru á sínum einka bílum og var það tilkomumikil sjón að sjá þegar hópur- inn lagði af stað áleiðis til Seyðisfjarðar en þar átti að fara um borð í Norrænu sem flytja átti okkur yfir hafið. Þetta var reyndar ekki fyrsta ferð Félags harmonikuunnenda Norðfirði til Færeyja því í september 1998 fórum við þangað og spiluðum þá m.a. í útvarp Færeyjar á tónleikum í SMS Þórs- höfn í Fuglafirði og þar spiluðum við einnig á dansleik ásamt félögum úr ÁFR sem er eins og áður var sagt „Áhugafelag fyrir Föroyskar Harmonikuspælarar" stofn- að í Nólsoy 2. nóvember 1996 og gefur fé- lagið út harmonikublað sem nefnist Bjólg- urin. Ferðin til Seyðisfjarðar gekk að óskum en þegar þangað var komið fengum við þær fréttir að seinkun yrði á skipinu fram eftir degi og töldu sumir það vera vegna slæms veðurs á hafinu en sem betur fer reyndist það nú ekki vera. Fararstjórar í þessari ferð voru undirritaður og kona hans Sigurlaug Sveinsdóttir en bæði höfum við margoft komið til Færeyja og eigum þar marga góða vini sem áttu svo sannarlega eftir að leggja okkur lið í þessari skemmtilegu ferð. Við fararstjórar höfðum lagt á það ríka áherslu við undirbúning ferðarinnar við fólkið að valin yrði þægileg gisting bæði í Norrænu og í Færeyjum á meðan við dveldum þar. Þetta var samþykkt og feng- um við hagstæða samninga við Austfar á Seyðisfirði sem bókaði allan hópinn í 2ja og 4ura manna klefa á besta stað í skipinu og 2ja manna góð herbergi á Hótel Færeyj- um. Frá Seyðisfirði lögðum við af stað um kl. 15 og fengum góða siglingu til Færeyja. Við komum í land í Færeyjum um kl. 08.00 föstudaginn 8. júní í björtu og góðu veðri. Á Farstöðinni tók á móti okkur ísak N. Jac- obsen en hann er formaður ÁFR. ísak hafði ég kynnst í fyrri ferðum mínum til Færeyja og síðan notið þeirrar ánægju að fara ferð um ísland með honum og félögum úr ÁFR f júlí 1999. Frá Farstöðinni fór hópurinn í langri bíla- lest í útsýnisferð um Þórshöfn og að henni lokinni í góðan morgunmat í SMS en það er „Kringla" þeirra Færeyinga. Hótelher- bergin fengum við síðan um hádegið og voru þá margir orðnir þreyttir. Hótel Fær- eyjar stendur uppi í hlíðinni fyrir ofan Þórshöfn, skemmtileg bygging sem fellur vel inn í landslagið með sínum grænu torf- þökum. Frá hótelinu er gott útsýni yfir Þórshöfn út á höfnina og til nærliggjandi eyja. Um kl. 15.30 var lagt af stað niður í SMS en þar höfðum við auglýst tónleika með harmonikuleikurum og kór eldriborgara kl.16. í SMS beið okkar fjöldi fólks vinir og kunningjar, félagar úr ÁFR og síðast en ekki síst stórvinur minn lónsvein Poulsen frá Fuglafirði sem ásamt ísak N. lacobsen að mörgum öðrum ólöstuðum höfðu verið okkur hjálpsamir við undirbúning þessarar Færeyjaferðar. Tónleikarnir stóðu í um eina klukkustund og var hópnum vel tekið. Tón- ieikarnir byrjuðu á því að undirritaður sem er stjórnandi harmonikuhljómsveitarinnar og Iíka kórs eldriborgara hélt stutta ræðu til að kynna hópinn. Að henni lokinni skiptist á söngur og hljóðfæraleikur og voru allir í sínu fínasta pússi. Þess má geta svona til gamans að Félag harmonikuunn- enda hafði lagt í talsverða fjárfestingu við að kaupa ný einkennisföt á félagsmenn fyr- ir þessa ferð. Eftir tónleikana settist hópurinn niður og átti ánægjulega stund með vinum og kunningjum og þarna voru einnig komnir margir íslendingar búsettir í Færeyjum til að hlusta á söng og hljóðfæraleik og fá fréttir að heiman. Kórinn söng m.a. fær- eyskt lag sem heitir "Einki er sum sumar- kvöld við Strendur" og harmonikuhljóm- sveitin spilaði vals eftir Óla Jóhannessen sem heitir “Kvöða til Fuglafjörð". Annars var það efni sem við fluttum í þessari ferð íslenskt og kunnu Færeyingar vel að meta það. Laugardagurinn 9. júní skartaði sínu fegursta, sól og blíðu og eftir góðan svefn og morgunmat á Hótel Færeyjum fór hóp- urinn f skoðunarferð um Þórshöfn í fylgd ísaks. í Þórshöfn búa rúmlega 17000 manns en alls búa í Færeyjum rúmlega 45000 manns. í Þórshöfn má finna bæði mjög gömul og vel viðhaldin hús og svo nýtískubyggingar. Eftir hringferð um bæinn fórum við í gönguferð um Þinganes þar sem fyrsta þingið var eins og nafnið bendir til og landstjórnin er nú. Húsin á Þinganesi eru flest rauðmáluð með torfþökum og vekja húsin á Þinganesi athygli manns strax við komuna til Færeyja þegar siglt er inn í höfnina. Síðan héldum við á tónleika í Dómkirkj- Þessi mynd af harmonikusveit Norðfirðinga er tekin á Útitónleikum á Vogey. Á dansleik í Fuglafirði, blönduð hljómsveit heimamanna og Norðfirðinga.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.