Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 10
FRETTAPISTILL HARMONIKUBLAÐIÐ Harmonikulandsmót á ísafirði Á landsmótinu á Siglufirði áríð 1999 var Harmonikufélagi Vestfjarða falið að halda næsta landsmót harmonikufélaga áríð 2002. Undirbúningur hófst þá þegar með því að tryggja íþróttahúsið á Torfnesi fyrir tónleikahald og lokadansleik mótsins. Einnig lá þá fyrir ákvörðun um að mótið stæði dagana 4. - 7. júlí. Lausleg dagskrá mótsins er sem hér segir: Fimmtudagur 4. júlí Mótsgestir koma til ísafjarðar að deginum og fram á kvöld. Upplýsingamiðstöð og miðasala verður opin fram eftir kvöldi. Mótsgestir koma sér fyrir á gististöðum og tjaldstæðum. Hugsanlega óvæntar uppá- komur. Föstudagur 5. júlí 09:00 Hljóðprófanir í íþróttahúsi 13:00 Mótssetning 13:30 Tónleikar félaga 17:00 Opnað harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar 22:00 Dansleikir í 3-4 húsum, hljómsveitir hinna ýmsu félaga leika fyrir dansi. Laugardagur 6. júlí 13:30 Tónleikar félaga í íþróttahúsinu 17:00 Tónleikar heiðursgesta Annika Anderson og Lars Karlson frá Svíþjóð 22:00 Stórdansleikur í íþróttahúsinu á Torfnesi Sunnudagur 7. júlí Harmonikusafn og sýning á hljómplötum Sigurjóns verða opin fram eftir degi. Heimferð mótsgesta. Þetta eru drög að dagskrá og getur eitt- hvað breyst. Baldur Geirmundsson hefur ísafjörður samið og útsett landsmótslag sem flutt verður sameiginlega af öllum harmoniku- leikurum á mótinu, lagið er fjörugt og gríp- andi. Nótur hafa verið sendar öllum for- mönnum harmonikufélaga. Einnig er hægt að fá þær hjá undirbúningsnefnd. Sýning á hluta af hinu stórmerkilega hljómplötusafni Sigurjóns Samúelssonar á Hrafnabjörgum verður mótsdagana. Sigur- jón verður á staðnum og spilar fágætar upptökur af hljómplötum frá m.a. fyrstu áratugum síðustu aldar, aðallega harmon- ikutónlist, en einnig býr Sigurjón yfir haf- sjó af fróðleik um plötuútgáfu og harmon- ikutónlist. Aðal tjaldsvæði mótsins verður á tún- inu við gamla sjúkrahúsið í miðbæ ísa- fjarðar. Einnig eru tjaldstæði við Mennta- skólann og íþróttahúsið. Þá er mjög góð aðstaða fyrir húsbíla við Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað. Ekki má gleyma tjald- stæði á hinum fagra stað, Tunguskógi. Undirbúningsnefndin gerir sér ljóst að dagskrá mótsins er mjög mikil og all löng á föstudag og laugardag, þannig að upplagt er að lengja dvölina um nokkra daga eftir mótið. í nágrenninu eru margir áhugaverð- ir staðir, s.s. Ósvör í Bolungarvík og báts- ferð í náttúruperluna Vigur verður öllum ógleymanleg. Einnig má benda á vinsælar ferðir til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Rétt er að benda mótsgestum á þann möguleika Mynd: Haukur Snorrason að fara hringferð um Vestfirði, þ.e. að koma til ísafjarðar um ísafjarðardjúp, en fara til baka um Vestfjarðagöng áleiðis að Flókalundi og þaðan annað hvort landleið- ina um Barðaströnd, eða með Baldri yfir Breiðafjörð að Stykkishólmi. Varðandi nánari upplýsingar um ferða- möguleika á þessu svæði má benda á ferðaskrifstofuna Vesturferðir í síma 456-5111. Með von um að sjá sem flesta á Harmonikulandsmóti f.h. undirbúningsnefndar Ásgeir S. Sigurðsson Allar nánari upplýsingar um landsmótið er að finna á vef Harmonikufélags Vestfjarða. http://www.vestfirdir.is\harmonika Hið árlega Breiðumýrarmót Harmonikufélags Þingeyinga og Félags Harmonikuunnenda við Eyjafjörð verður haldið helgina 26.-28. júlí 2002. Nánar auglýst í næsta blaði. m

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.