Harmonikublaðið - 01.04.2002, Side 7
HARMONIKUBLAÐIÐ
VIÐTAL VIÐ:
Daginn eftir ókum við um Snæfellsnes
og skoðuðum ýmsa staði og náttúrufyrir-
bæri.
í ferðalok er við komum til Reykjavíkur
tók Friðjón Hallgrímsson formaður Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík, með fríðu
föruneyti, á móti okkur og bauð til kvöld-
verðar á veitingastað í boði félagsins.
Lítil saga til gamans, Lars hafði með-
ferðis marga geisladiska með ýmsum
gömlum harmonikuleikurum sem hann
spilaði fyrir mig á leiðunum og spurði
gjarnan, hver spilar núna? Oft tóks mér að
geta rétt, þökk sé Sigurjóni bróður mínum
á Hrafnabjörgum en hann hefur sent mér
margar upptökur af gömlum hljómplötum
sem hann hefur safnað.
Eftir námsskeiðin voru útbúnar nótna-
bækur með því efni sem tekið var til með-
ferðar og þeim dreift til þátttakenda, var
þar að verki Árni Sigurbjarnarson skóla-
stjóri og harmonikukennari á Húsavík og á
hann miklar þakkir skildar fyrir.
Ég held að ég geti best lýst þvf, hve
námskeið þessi tókust vel og hve ánægðir
þátttakendur voru með kennarann að ég
held að allir þeir sem voru á seinna náms-
skeiðinu hafi spurt mig " Hvenær kemur
hann aftur".
Kveðja með tilhlökkun í brjósti um enn-
þá meiri samskipti, á landsmótinu á ísa-
firði í sumar.
Við hlökkum öll til, og góða veðrið verð-
ur með okkur eins og ævinlega. Við sjá-
umst.
Guðmundur Samúelsson,
harmoniku-kennari
Reykjavík
PISTILL
Harmonikufélag Reykjavíkur
Af Harmonikufélagi Reykjavíkur eru þessar
fréttir að færa. Félagið hefur tveimur
hljómsveitum á að skipa. Þær eru .Stormur
og Léttsveit. Stormurinn æfir og spilar
undir stjórn Arnar Falkners og spilar aðal-
lega klassiska tónlist, en Léttsveitin, æfir
undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar og
spilar eins og nafnið gefur til kynna Iétta
músik og danstónlist. Báðar sveitirnar æfa
einu sinni í viku, Stormur á mánudögum
og Léttsveit á miðvikudögum, tímabilið frá
septembertil maí.
Félagið stendur fyrir dansleikjahaldi einu
sinni til tvisvar í mánuði auk ýmissa ann-
arra uppákoma eins og að spila fyrir aldr-
aða á Reykjavíkursvæðinu og einnig á
17.júni. Auk þess hefur félagið spilað á
menningarnótt Reykjavíkurborgar frá byrj-
un. Þá stendur félagið fyrir Degi Harmon-
ikunnar í Ráðhúsi Reykjavíkur, bæði í nóv-
ember og mars og eru þeir haldnir til að
kynna harmonikuna og auka áhuga á
henni. Koma þar fram félagar og góðir
gestir og er af hin besta skemmtun. Þá
stendur félagið fyrir Hátíð harmonikunnar,
sem verður haldin 4. maí n.k. í Ásgarði,
(Glæsibæ), og koma þarf fram fjöldi harm-
onikusnillinga. Æft er á fullu fyrir Lands-
mótið í sumar auk þess er æft fyrir Kana-
daferð félagsins, sem farin verður 31. júlí
og verður farið á slóðir Vestur-íslending-
anna og tekið þátt í hátíðahöldum íslend-
ingadagsins og mun ferðin taka 15 daga.
Þetta er nú það helsta, sem er að frétta af
okkur.
Harmonikufélag Reykjavíkur óskar Lands-
sambandinu til hamingju með blaðið og
árnar þvi allra heilla í blaðaútgáfunni.
Félagskveðjur
)ón Berg
JÓN ÁRNI SIGFÚSSON
Á þessum diski leikur
Jón Árni Sigfússon í Mývatnssveit
19 huglúf lög sem flestir þekkja.
Fjögur laganna eru eftir Jón sjálfan.
Með honum leikur dóttursonur hans
Gunnar Benediktsson á Óbó.
Gunnar hefur leikið með afa sínum
frá því að hann var 9 ára.
MéMBm
©IJiM'ÍA
VERKSTÆÐITIL
ALHLIÐA VIÐGERÐA Á
HARMONIKUM AÐ
KAMBASELI 6, RVK
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
GUÐNA í SÍMA
567 0046
SUMARMOT
HARMONIKUUNNENDA
VESTURLANDS 2002
Verður haldió í Fannahlíð í
Skilmannahreppi norðan Akrafjalls
helgina 12. -14. júlí.
Hvetjum fólk til að koma og njóta
skemmtilegrar helgar við
spil og spjall.
Dansað föstudag og laugardag.
Næg tjaldstæði.
Allir velkomnir.
Upplýsingar gefur
Rafn í síma 696 9745
og Þórður í síma 431 2692.
Stjórnin