Harmonikublaðið - 01.04.2002, Page 8
SKÁLDASÍÐAN
HARMONIKUBLAÐIÐ
Þröstur Sigtryggsson
Þröstur Sigtryggsson er
þekktastur sem skipherra
hjá Landhelgisgæslunni.
Hann hefur gert fleira um
dagana en að stjórna varð-
skipum í þorskastríðum,
m.a. hefur hann samið mörg
góð lög. Hér birtum við,
með góðfúslegu leyfi hans,
eitt þeirra ásamt texta.
Þröstur fæddist að Núpi í Dýrafirði 7.júlí
1929 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru
Sigtryggur Guðlaugsson prestur og skóla-
stjóri og kona hans Hjaltalína Margrét
Guðjónsdóttir kennari. Hann hóf sjó-
mennskuferil sinn á síldveiðum með
frænda sínum Valdimar Kristinssyni skip-
stjóra og bónda á Núpi á Jökli frá Vest-
mannaeyjum 1947. Sumarið eftir var hann
á síld á Sæhrímni frá Þingeyri með Guð-
mundi Júní. Hann var svo viðvaningur og
háseti hjá landhelgisgæslunni frá 1949,
stýrimaður 1954 og skipherra 1960. Hann
lét af störfum hjá Gæslunni um haustið
1990, kenndi íslensku, ensku og dönsku
við Grunnskóla Þingeyrar í tvo vetur '90-‘92
og réri á eigin trillu, Palla krata, sumrin '93
og '94. Þetta er nú nánast allur starfsferill-
inn ef frá eru talin 10 sumur við arfatínslu
og vökvun blóma í Skrúð og kúskur í vega-
vinnu hluta úr tveim sumrum. Æviminn-
ingabrot Þrastar, SPAUGSAMl SPÖRFUGL-
INN kom út hjá Erni og Örlygi 1987 og
hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar ís-
lensku Fálkaorðu 17,júní 1976.
Þröstur eignaðist aldrei hljóðfæri í
æsku, en synir móðursystur hans, Arnór og
Brynjólfur Árnasynir er áttu heima á
Kotnúpi stutt frá Núpi áttu harmoniku,
fyrst einfalda, fljótlega tvöfalda og svo pí-
anóharmoniku af stærstu gerð. Þresti var
ávallt heimilt að æfa sig á þessi hljóðfæri
og dró það síður en svo úr heimsóknum
hans að Kotnúpi. Þar var líka móðuramma
hans Rakel, er oftast lumaði á kandís í
rúmhorninu og bauð gestinum mola sem
enn jók á ánægju heimsóknarinnar. Leyfi
til heimsóknar að Kotnúpi fengust samt
ekki í hvert sinn er um var sótt.
Fyrstu kynni Þrastar af lagasmíð urðu er
hann tók eftir því 6-7 ára að pabbi hans var
Þröstur Sigtryggson
sífellt að humma einhverja tóna ef hann
var ekki við orgelið. Hann var þá 73 eða 74
ára. Þresti þótti þetta humm hálf asnalegt
eða óþægilegt og spurði mömmu sína
hverju sætti. Séra Sigtryggur samdi mörg
falleg lög. Frændfólk og vinir kostuðu ljós-
prentun og útgáfu á "70 SÖNG-LÖGUM"
rödduðum fyrir safnaðarsöng og harmoní-
um 1947 á 85 ára afmælinu. Ellefu eða tólf
ára fór Þröstur að stelast í orgelið þegar
tækifæri gafst og reyndi að búa til lög. Þá
varð til vals í G-dúr sem ekki hefur farið
lengra. Guðmundur Vilbergsson og Óli B.
fengu reyndar að heyra og spiluðu þennan
vals eftir dansleik í Mjólkurstöðinni heima
hjá Hlyni bróður Þrastar. Þar og þá þótti
sumum valsinn nokkuð góður en öðrum
alltof hávær kl.3 að nóttu og þar lauk hans
för.
Orðinn háseti á vs. Óðni keypti Þröstur
gamla Hohner nikku sem var óspart notuð
á böllum sem varðskipsmenn héldu oft úti
á landi. Fengið var leyfi hjá sýslumanni
eða hreppstjóra, hús leigt og strákar send-
ir í hús með auglýsingu. Frítt fyrir dömur.
Nikka þessi var orðin mjög lúin og gaf upp
öndina eftir um 2 ár. Um fimmtugt eignað-
ist Þröstur Yamaha tveggja borða orgel
með áttund í fótbassa og innbyggðum
"skemmtara". Orgel þetta hafði hann með
sér á sjóinn bæði á Tý og Ægi. Sumir töldu
aw
að æfingar skipherrans á þetta hljóðfæri
hefðu í för með sér vaxandi vind og versn-
andi veður og var því oftast kallað Vind-
harpan um borð.
Næsta tilraun orgeleigandans til laga-
gerðar kom svo í Orgelskóla Yamaha.
Kennarinn Guðmundur Haukur gaf nem-
endum sínum fyrirmæli um að koma með
frumsamið lag í næsta tíma-eftir viku.
Þröstur var vanur því að fyrirmælum væri
hlýtt en var samt eini nemandinn er skilaði
lagi á nótum í næsta tíma. Lag þetta heitir
Dúra (gælunafn eiginkonunnar) og er eitt 5
laga eftir Þröst á geislaplötunni Lagasafn
7, Tyrkland, sem Stöðin ehf gaf út 1999.
Kona Þrastar og aðal tónlistargagnrýn-
andi er Guðrún Pálsdóttir frá Vestmanna-
eyjum. Séra Sigtryggur gaf þau saman í
kirkjunni á Núpi 22.maí 1954, hans síðasta
prestverk. Börn þeirra eru Margrét Hrönn,
Bjarnheiður Dröfn og Sigtryggur Hjalti.
Barn Þrastar með Láru Árnadóttur frá
Borgarfirði Eustri er Kolbrún Sigríður.
Lagið sem hér fylgir var upphaflega
samið við afmælisljóð vinar Þrastar Torfa
Ólafssonar til vinkonu sinnar en það þótti
nokkuð persónulegt og e.t.v. torskilið öðr-
um. Kristján Hreinsson hljóp undir bagga.
Þröstur sendir öllum lesendum blaðs-
ins bestu kveðjur og nýju blaði hugheilar
árnaðaróskir.
Vindurínn vaknar
Lag: Þröstur Sigtryggsson
Texti: Kristján Hreinsson
Ég sigli um hafið er sefur þú vært
ég sakna þín meira en lítið,
að sættast við guð minn ég sjálfsagt hef lært
en samt finnst mér lífið svo skrítið.
Ég hvísla í vindinn mín kveðja er hlý
að kvöldi er stjörnurnar skína
og svo þegar vindurinn vaknar á ný
ég veit þú færð kveðjuna mfna.
Er leggst ég í koju og ljósið það dvín
ég læt mig í einrúmi dreyma,
þá bið ég að kveðjan mín berist til þín
sem bíður á ströndinni heima.
Ég hvísla í vindinn mín kveðja er hlý
að kveldi er stjörnurnar skína
"og svo þegar vindurinn vaknar á ný
ég veit þú færð kveðjuna mína."